Sagan af Zidane hinum súra 17. júlí 2006 00:01 Ítalir fengu bikarinn en Zidane umtalið. Sigurinn féll í skuggann af ósigrinum. Frakkar voru betri en Ítalir sterkari. Liðsheildin var þeirra. Þeir stóðu saman í byrjun leiks, með hendur á öxlum hvers annars og kyrjuðu þjóðsönginn hástöfum. Frakkarnir stóðu hljóðir undir sínum. (Þó ekki hlæjandi líkt og á Laugardalsvelli forðum.) Lið þeirra var fullt af ljómandi einstaklingum en sumir voru frægari en aðrir. Við sáum óttann í augum hins unga Ribery þegar hann hljóp upp um hálsinn á Zidane eftir að sá síðarnefndi hafði skorað. Virðingin var of mikil. Líka þegar strákur fékk dauðafærin en ákvað að gefa frekar á Henry, sér frægari mann. Og aldrei kvartaði hann þótt Henry borgaði sjaldan í sömu mynt. Það var ójafnvægi í liðinu. Ítalir óðu hinsvegar fram eins og herdeild. Enginn stjarna innanborðs. Hún stóð á hliðarlínunni, með ljóst hár og vindil. Þá var áberandi hversu miklir íþróttamenn Ítalirnir voru að sjá; hver einasti þeirra minnti á tugþrautarkappa í toppformi. En hinsvegar skorti aðeins á íþróttaandann. Rasistarnir unnu, sagði kunningi í SMS-skeyti utan úr heimi. Kannski eitthvað til í því. Í USA eru ítalskættaðir sagðir djarfir til fordóma og sjálfur hef ég séð eitt og annað til þeirra. Fyrir fjórum árum fylgdist ég með HM í fjallaþorpi á eyjunni Elbu. Eftir leik Frakka og Senegala birtist í héraðsblaði Toscana skopmynd af stjörnu þeirra síðarnefndu, El Hadji Diuf. Myndin sýndi hann sveittan í lok leiks, spyrjandi Hvernig fór? Ég varð ekki var við að birtingin ylli umtali í ítölskum fjölmiðlum. Ítalir virðast leyfa sér meira í þessum málum en aðrar þjóðir. Og sama hvað það var nákvæmlega sem Materazzi sagði við Zidane, þá bar atburðurinn í sér vott af rasisma. (M. hefur áður hlotið áminningar fyrir slíkt.) Zidane er af alsírsku bergi brotinn. Hann er frá Afríku. Eins og margir í franska landsliðinu. Meirihluti liðsins er reyndar ættaður þaðan og úr karabíska hafinu. Hér áttust við gamli hvíti heimurinn og sá nýji svarti. Í lok liðinnar aldar bjó ég í París. Ekki varð hjá því komist að skynja veikleika þess gamla veldis. Stjórnkerfið var rotið inn að kjarna. Sama tegund af fólki hafði stjórnað landinu því frá því á tíð Loðvíkinga og gerir enn. Þess vegna er franska byltingin enn gerð á fjögurra ára fresti. Á öllum sviðum samfélagsins skynjaði maður alvarlegt getuleysi. Frakkar voru ekki til stórræðanna. Það kom manni því á óvart þegar handboltalið þeirra fór til Íslands og varð heimsmeistari. Og stuttu síðar gerði knattspyrnulandsliðið það sama. Þetta voru fyrstu heimstitlar Frakka í hópíþróttum. Lykillinn að velgengninni var þó sá að fáir ef engir Frakkar voru í liðunum. Þau voru full af innflytjendum og sonum innflytjenda, sem Frakkar kalla reyndar landa sína með stolti. Og líkast til er það sú frjálslyndis-arfleifð byltingarinnar sem hefur gefið þeim umburðarlyndið sem þarf til að halda með eigin landsliði mönnuðu öðrum kynþáttum. Ég á erfitt með að sjá fyrir mér Íslendinga hvetja handboltalandsliðið af sama þrótti og nú væri það eingöngu skipað pólskum, marokkönskum, kóreskum og filippeyskum Íslendingum. Og þótt Ítalir hafi sigrað nú er lykillinn að knattspyrnustórveldi Frakka sá að þeir breyttu landsliði sínu í heimslið. Kóngur þess hét Zidane. Og hann varð einungis felldur á lymskubragði. Líkt og Grettir forðum. Þótt nýi heimurinn sé betri í fótbolta, eins og reyndar í íþróttum almennt, hefur sá gamli á honum sögulegt tak. Sem innflytjendasonur í Evrópu hefur Zidane sjálfsagt mátt kyngja mörgu misjöfnu. Þegar tunnan er full þarf ekki stóran neista. Zidane segir ekki mikið en springur síðan allt í einu, var haft eftir vini hans. Úrslitaleikur heimsmeistarakeppninnar var því meira en einfaldur fótboltaleikur. Zidane lék ætíð með ólundarsvip, líkt og hann bæri innra með sér einhverja ægilega reiði út í lífið og tilveruna. Og samt var hann bestur. Hinn þunglyndi snillingur. Við urðum varir við þessa skaphöfn, nokkrir félagar, þegar stjarnan vatt sér allt í einu inn á Kaffibarinn haustkvöld eitt fyrir átta árum. Heimsmeistararnir höfðu gert jafntefli í Laugardalnum fyrr um daginn og vildu nú fá sér snúning í miðbænum. Mig rak í rogastans að líta hetjuna augum (varð gersamlega star-struck) en Halli vinur Jóns var ekki fótboltafræðingur þá fremur en nú, en skynjaði hinsvegar alvöru málsins af sinni alkunnu næmni; hér var heimsfrægur genginn í sal. Hann vatt sér ófeiminn að kauða og spurði hann á sinni góðu gædafrönsku: Hvort kjósið þér heldur, að leika knattspyrnu í flóðljósum eða dagsbirtu? Zidane sneri að okkur nautshöfði sínu (ég sé það nú að hann var þess albúinn að skalla Halla Jóns í bringuna) áður en hann svaraði: Hvað? Er eitthvað að þér? Og var svo rokinn. Niður á Skuggabar. Sem þá var heitastur meðal borgardætra. Það segir þó mest um kappann Zidane að þótt Ítalir hafi orðið heimsmeistarar í fótbolta síðasta sunnudag minnast þess nú fáir. Sigur Ítala féll í skugga einstaklings, sem þegar upp var staðið, var stærri en liðsheild þeirra. Allir kunna söguna af Gretti sterka en enginn man hver drap hann. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hallgrímur Helgason Skoðanir Mest lesið Það er ekki eitt, það er allt Diljá Matthíasardóttir Skoðun Hvað segir Morgunblaðið nú um stöðu litlu ríkjanna í ESB? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Óáreiðanlegar mælingar og misvísandi fréttir Sigurjón Arnórsson Skoðun Líknarslæving við lífslok er umdeild meðferð Ingrid Kuhlman Skoðun Píkudýrkun Kolbrún Bergþórsdóttir Skoðun Henta vísindin bara þegar þau styðja skoðanir okkar? Haukur Logi Jóhannsson Skoðun Tvær þjóðir í sama landi Einar Helgason Skoðun Unga fólkið okkar og samfélagsmiðlar Fjóla Einarsdóttir Skoðun Hlutverk markmiða er að umbreyta okkur Árni Sigurðsson Skoðun Skilyrt loforð Þorsteinn Sæmundsson Skoðun
Ítalir fengu bikarinn en Zidane umtalið. Sigurinn féll í skuggann af ósigrinum. Frakkar voru betri en Ítalir sterkari. Liðsheildin var þeirra. Þeir stóðu saman í byrjun leiks, með hendur á öxlum hvers annars og kyrjuðu þjóðsönginn hástöfum. Frakkarnir stóðu hljóðir undir sínum. (Þó ekki hlæjandi líkt og á Laugardalsvelli forðum.) Lið þeirra var fullt af ljómandi einstaklingum en sumir voru frægari en aðrir. Við sáum óttann í augum hins unga Ribery þegar hann hljóp upp um hálsinn á Zidane eftir að sá síðarnefndi hafði skorað. Virðingin var of mikil. Líka þegar strákur fékk dauðafærin en ákvað að gefa frekar á Henry, sér frægari mann. Og aldrei kvartaði hann þótt Henry borgaði sjaldan í sömu mynt. Það var ójafnvægi í liðinu. Ítalir óðu hinsvegar fram eins og herdeild. Enginn stjarna innanborðs. Hún stóð á hliðarlínunni, með ljóst hár og vindil. Þá var áberandi hversu miklir íþróttamenn Ítalirnir voru að sjá; hver einasti þeirra minnti á tugþrautarkappa í toppformi. En hinsvegar skorti aðeins á íþróttaandann. Rasistarnir unnu, sagði kunningi í SMS-skeyti utan úr heimi. Kannski eitthvað til í því. Í USA eru ítalskættaðir sagðir djarfir til fordóma og sjálfur hef ég séð eitt og annað til þeirra. Fyrir fjórum árum fylgdist ég með HM í fjallaþorpi á eyjunni Elbu. Eftir leik Frakka og Senegala birtist í héraðsblaði Toscana skopmynd af stjörnu þeirra síðarnefndu, El Hadji Diuf. Myndin sýndi hann sveittan í lok leiks, spyrjandi Hvernig fór? Ég varð ekki var við að birtingin ylli umtali í ítölskum fjölmiðlum. Ítalir virðast leyfa sér meira í þessum málum en aðrar þjóðir. Og sama hvað það var nákvæmlega sem Materazzi sagði við Zidane, þá bar atburðurinn í sér vott af rasisma. (M. hefur áður hlotið áminningar fyrir slíkt.) Zidane er af alsírsku bergi brotinn. Hann er frá Afríku. Eins og margir í franska landsliðinu. Meirihluti liðsins er reyndar ættaður þaðan og úr karabíska hafinu. Hér áttust við gamli hvíti heimurinn og sá nýji svarti. Í lok liðinnar aldar bjó ég í París. Ekki varð hjá því komist að skynja veikleika þess gamla veldis. Stjórnkerfið var rotið inn að kjarna. Sama tegund af fólki hafði stjórnað landinu því frá því á tíð Loðvíkinga og gerir enn. Þess vegna er franska byltingin enn gerð á fjögurra ára fresti. Á öllum sviðum samfélagsins skynjaði maður alvarlegt getuleysi. Frakkar voru ekki til stórræðanna. Það kom manni því á óvart þegar handboltalið þeirra fór til Íslands og varð heimsmeistari. Og stuttu síðar gerði knattspyrnulandsliðið það sama. Þetta voru fyrstu heimstitlar Frakka í hópíþróttum. Lykillinn að velgengninni var þó sá að fáir ef engir Frakkar voru í liðunum. Þau voru full af innflytjendum og sonum innflytjenda, sem Frakkar kalla reyndar landa sína með stolti. Og líkast til er það sú frjálslyndis-arfleifð byltingarinnar sem hefur gefið þeim umburðarlyndið sem þarf til að halda með eigin landsliði mönnuðu öðrum kynþáttum. Ég á erfitt með að sjá fyrir mér Íslendinga hvetja handboltalandsliðið af sama þrótti og nú væri það eingöngu skipað pólskum, marokkönskum, kóreskum og filippeyskum Íslendingum. Og þótt Ítalir hafi sigrað nú er lykillinn að knattspyrnustórveldi Frakka sá að þeir breyttu landsliði sínu í heimslið. Kóngur þess hét Zidane. Og hann varð einungis felldur á lymskubragði. Líkt og Grettir forðum. Þótt nýi heimurinn sé betri í fótbolta, eins og reyndar í íþróttum almennt, hefur sá gamli á honum sögulegt tak. Sem innflytjendasonur í Evrópu hefur Zidane sjálfsagt mátt kyngja mörgu misjöfnu. Þegar tunnan er full þarf ekki stóran neista. Zidane segir ekki mikið en springur síðan allt í einu, var haft eftir vini hans. Úrslitaleikur heimsmeistarakeppninnar var því meira en einfaldur fótboltaleikur. Zidane lék ætíð með ólundarsvip, líkt og hann bæri innra með sér einhverja ægilega reiði út í lífið og tilveruna. Og samt var hann bestur. Hinn þunglyndi snillingur. Við urðum varir við þessa skaphöfn, nokkrir félagar, þegar stjarnan vatt sér allt í einu inn á Kaffibarinn haustkvöld eitt fyrir átta árum. Heimsmeistararnir höfðu gert jafntefli í Laugardalnum fyrr um daginn og vildu nú fá sér snúning í miðbænum. Mig rak í rogastans að líta hetjuna augum (varð gersamlega star-struck) en Halli vinur Jóns var ekki fótboltafræðingur þá fremur en nú, en skynjaði hinsvegar alvöru málsins af sinni alkunnu næmni; hér var heimsfrægur genginn í sal. Hann vatt sér ófeiminn að kauða og spurði hann á sinni góðu gædafrönsku: Hvort kjósið þér heldur, að leika knattspyrnu í flóðljósum eða dagsbirtu? Zidane sneri að okkur nautshöfði sínu (ég sé það nú að hann var þess albúinn að skalla Halla Jóns í bringuna) áður en hann svaraði: Hvað? Er eitthvað að þér? Og var svo rokinn. Niður á Skuggabar. Sem þá var heitastur meðal borgardætra. Það segir þó mest um kappann Zidane að þótt Ítalir hafi orðið heimsmeistarar í fótbolta síðasta sunnudag minnast þess nú fáir. Sigur Ítala féll í skugga einstaklings, sem þegar upp var staðið, var stærri en liðsheild þeirra. Allir kunna söguna af Gretti sterka en enginn man hver drap hann.