Listaverk RÚV eru metin á 52 milljónir 19. júlí 2006 07:45 verðmætasta verk ríkisútvarpsins Málverkið Sumardagur í sveit eftir Gunnlaug Scheving er samkvæmt mati forvarðar verðmetið á 16 milljónir króna. MYND/Stefán Listaverk í eigu Ríkisútvarpsins eru metin á rúmlega 52 milljónir króna, samkvæmt mati sem Hilmar Einarsson, forvörður í Morkinskinnu, vann fyrir nefnd á vegum Sigurðar Þórðarsonar ríkisendurskoðanda. Nefndin vinnur að mati á eignum ríkisútvarpsins en þeirri vinnu er ekki lokið ennþá. Hilmar telur rétt að finna verkunum stað á Listasafni Íslands. „Ég tel að sum þessara verka, þá sérstaklega verkin eftir Gunnlaug Scheving, þurfi að setja upp á Listasafni Íslands. Það skiptir miklu máli að verkin séu á stað þar sem þau skemmast ekki og njóta sín vel. Söfnin uppfylla þessi skilyrði best og það væri því eðlilegast að koma þessum verkum fyrir á safni.“ Páll Magnússon útvarpsstjóri segir ónauðsynlegt að koma listaverkunum fyrir á safni. Hann telur menningarlegt hlutverk RÚV minnka ef verkin fái ekki að vera áfram á veggjum í húsnæði RÚV. „Listaverkin eru hluti af ásjónu Ríkisútvarpsins og menningarlegt gildi þeirra fyrir stofnunina er dýrmætt og mikilvægt. Ég sé ekki ástæðu til þess að koma verkunum fyrir á safni þar sem þau eru hluti af þeirri ásýnd sem ríkisútvarp þarf að hafa.“ Verkin hanga uppi á vegg í húsnæði Ríkisútvarpsins. Verk Gunnlaugs Scheving, Sumardagur í sveit, er samkvæmt matinu dýrasta verkið en það er metið á sextán milljónir króna. Aðrar tvær myndir eftir Gunnlaug, sem tilheyra myndaröð er nefnist Sjávarútvegur, eru metnar á tólf milljónir króna hvor. Önnur verk í eigu RÚV eru nokkuð verðminni, samkvæmt mati Hilmars. Verkið Útvarp eftir Kjarval er metið á 1,8 milljónir króna, en verk eftir Þorvald Skúlason og Guðrúnu Kristjánsdóttur, tvö talsins, á rúmlega eina milljón. Innlent Mest lesið Frans páfi er látinn Erlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Innlent „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Innlent Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Erlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Fleiri fréttir Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu Sjá meira
Listaverk í eigu Ríkisútvarpsins eru metin á rúmlega 52 milljónir króna, samkvæmt mati sem Hilmar Einarsson, forvörður í Morkinskinnu, vann fyrir nefnd á vegum Sigurðar Þórðarsonar ríkisendurskoðanda. Nefndin vinnur að mati á eignum ríkisútvarpsins en þeirri vinnu er ekki lokið ennþá. Hilmar telur rétt að finna verkunum stað á Listasafni Íslands. „Ég tel að sum þessara verka, þá sérstaklega verkin eftir Gunnlaug Scheving, þurfi að setja upp á Listasafni Íslands. Það skiptir miklu máli að verkin séu á stað þar sem þau skemmast ekki og njóta sín vel. Söfnin uppfylla þessi skilyrði best og það væri því eðlilegast að koma þessum verkum fyrir á safni.“ Páll Magnússon útvarpsstjóri segir ónauðsynlegt að koma listaverkunum fyrir á safni. Hann telur menningarlegt hlutverk RÚV minnka ef verkin fái ekki að vera áfram á veggjum í húsnæði RÚV. „Listaverkin eru hluti af ásjónu Ríkisútvarpsins og menningarlegt gildi þeirra fyrir stofnunina er dýrmætt og mikilvægt. Ég sé ekki ástæðu til þess að koma verkunum fyrir á safni þar sem þau eru hluti af þeirri ásýnd sem ríkisútvarp þarf að hafa.“ Verkin hanga uppi á vegg í húsnæði Ríkisútvarpsins. Verk Gunnlaugs Scheving, Sumardagur í sveit, er samkvæmt matinu dýrasta verkið en það er metið á sextán milljónir króna. Aðrar tvær myndir eftir Gunnlaug, sem tilheyra myndaröð er nefnist Sjávarútvegur, eru metnar á tólf milljónir króna hvor. Önnur verk í eigu RÚV eru nokkuð verðminni, samkvæmt mati Hilmars. Verkið Útvarp eftir Kjarval er metið á 1,8 milljónir króna, en verk eftir Þorvald Skúlason og Guðrúnu Kristjánsdóttur, tvö talsins, á rúmlega eina milljón.
Innlent Mest lesið Frans páfi er látinn Erlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Innlent „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Innlent Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Erlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Fleiri fréttir Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu Sjá meira