Flatarmál seglanna fjórir ferkílómetrar 20. júlí 2006 04:30 Glæsilegar vistarverur Rússneskur uppruni skipstjórans fer ekki á milli mála þegar komið er inn í klefa hans. Skip Eitt stærsta og glæsilegasta seglskip heims lagðist í gærmorgun að bryggju við Ægisgarð í Reykjavíkurhöfn. Skipið ber nafnið Sedov og er fjögurra mastra skólaskip frá Tækniháskólanum í Murmansk í Rússlandi. Um borð eru 110 kadettar og fimmtíu manna áhöfn. Skipið er 118 metra langt og fimmtán metra breitt en möstur þess gnæfa 58 metra í loft upp, mælt frá dekki þess. Frá sjólínu er skipið því sem næst á við hæð Hallgrímskirkju en turn hennar er 74,5 metrar. Þegar öllum seglum skipsins er beitt í einu er samanlagt flatarmál þeirra um fjórir ferkílómetrar. Skipið á sér langa sögu, en það var byggt árið 1921 í Þýskalandi og bar þá nafnið Magdalene Vinnen. Þegar það var sjósett var það stærsta seglskip heims og þjónaði sem flutningaskip. Flutti það aðallega kol og timbur á lengri siglingaleiðum vegna stærðar sinnar. Skipið hefur borið nafnið Sedov frá árinu 1945 eftir að það var afhent Rússum sem hluti af stríðsskaðabótum Þjóðverja til Sovétríkjanna sálugu. Frá 1945 hefur skipið aðallega verið notað sem skólaskip en þó einnig til hafrannsókna og flutninga. Sedov er að koma frá Wilhelmshaven í Þýskalandi. Skipstjóri er Viktor Misjenev en þeirri ábyrgðarstöðu hefur hann gegnt frá árinu 1993. „Ég kom til Íslands fyrir 23 árum og þá var ég undirforingi. Það var mjög leiðinlegt veður. Ég tek eftir því að það hefur verið byggt mikið af húsum,“ segir hann en vildi ekkert tjá sig um lífið um borð. Til þess vísaði hann á einn áhafnarmeðlima sinna: Þjóðverjann Rudi. „Kadettarnir eru frá mörgum háskólum í Rússlandi og þeim er kennt allt sem þeir þurfa að vita um aga, siglingafræði og vélfræði.“ Rudi segir skipið sigla milli hafna í sjö til átta mánuði á ári og hafa vetrardvöl í Rússlandi og Þýskalandi. Næsti viðkomustaður Sedov er Tromsö í Noregi. Áhugasömum gefst kostur á að skoða skipið frá klukkan 10 til 22 í dag. Innlent Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri Sjá meira
Skip Eitt stærsta og glæsilegasta seglskip heims lagðist í gærmorgun að bryggju við Ægisgarð í Reykjavíkurhöfn. Skipið ber nafnið Sedov og er fjögurra mastra skólaskip frá Tækniháskólanum í Murmansk í Rússlandi. Um borð eru 110 kadettar og fimmtíu manna áhöfn. Skipið er 118 metra langt og fimmtán metra breitt en möstur þess gnæfa 58 metra í loft upp, mælt frá dekki þess. Frá sjólínu er skipið því sem næst á við hæð Hallgrímskirkju en turn hennar er 74,5 metrar. Þegar öllum seglum skipsins er beitt í einu er samanlagt flatarmál þeirra um fjórir ferkílómetrar. Skipið á sér langa sögu, en það var byggt árið 1921 í Þýskalandi og bar þá nafnið Magdalene Vinnen. Þegar það var sjósett var það stærsta seglskip heims og þjónaði sem flutningaskip. Flutti það aðallega kol og timbur á lengri siglingaleiðum vegna stærðar sinnar. Skipið hefur borið nafnið Sedov frá árinu 1945 eftir að það var afhent Rússum sem hluti af stríðsskaðabótum Þjóðverja til Sovétríkjanna sálugu. Frá 1945 hefur skipið aðallega verið notað sem skólaskip en þó einnig til hafrannsókna og flutninga. Sedov er að koma frá Wilhelmshaven í Þýskalandi. Skipstjóri er Viktor Misjenev en þeirri ábyrgðarstöðu hefur hann gegnt frá árinu 1993. „Ég kom til Íslands fyrir 23 árum og þá var ég undirforingi. Það var mjög leiðinlegt veður. Ég tek eftir því að það hefur verið byggt mikið af húsum,“ segir hann en vildi ekkert tjá sig um lífið um borð. Til þess vísaði hann á einn áhafnarmeðlima sinna: Þjóðverjann Rudi. „Kadettarnir eru frá mörgum háskólum í Rússlandi og þeim er kennt allt sem þeir þurfa að vita um aga, siglingafræði og vélfræði.“ Rudi segir skipið sigla milli hafna í sjö til átta mánuði á ári og hafa vetrardvöl í Rússlandi og Þýskalandi. Næsti viðkomustaður Sedov er Tromsö í Noregi. Áhugasömum gefst kostur á að skoða skipið frá klukkan 10 til 22 í dag.
Innlent Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri Sjá meira