Fyrsta lið ákæru endanlega vísað frá 22. júlí 2006 08:00 Sigurður Tómas Magnússon Segir viðamikil atriði enn eftir. MYND/GVA Baugsmál Hæstiréttur staðfesti í gær úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur frá 30. júní, en þá var fyrsta og veigamesta ákærulið Baugsmálsins vísað frá dómi. Í liðnum voru Jóni Ásgeiri Jóhannessyni, forstjóra Baugs Group hf., aðallega gefin að sök fjársvik, en til vara umboðssvik. Var hann sakaður um að hafa beitt stjórn Baugs blekkingum í auðgunarskyni með því að leyna því að hann væri raunverulegur seljandi hlutafjárins í Vöruveltunni, þegar Baugur keypti sjötíu prósent hlutafjár í félaginu árið 1999. Vöruveltan var eigandi 10-11 verslananna. Jóni Ásgeiri var auk þess gefið að sök að hafa „vakið hjá stjórn Baugs þá hugmynd að seljandi hlutafjárins væri Helga Gísladóttir,“ eins og segir orðrétt í ákæru. Helga Gísladóttir hafði áður verið eigandi Vöruveltunnar ásamt manni sínum. Í ákæruliðnum var tjón Baugs vegna þessara kaupa sagt nema meira en þrjú hundruð milljónum. Sigurður Tómas Magnússon, settur saksóknari í málinu, sagði þessa niðurstöðu að nokkru leyti vonbrigði en lagði jafnframt á það áherslu að málinu væri hvergi nærri lokið, þar sem enn biðu átján liðir. „Á vissan hátt er verið að taka á efnislegum hliðum málsins, með þessari niðurstöðu, áður en dómstólar meta þau gögn sem að baki ákærunni liggja. En þetta er niðurstaða Hæstaréttar og ég sætti mig við hana. Það eru enn átján ákæruliðir eftir í málinu, og nú bíða þeir liðir efnismeðferðar fyrir dómi.“ Gestur Jónsson, lögmaður Jóns Ásgeirs, segir alvarlegasta hluta Baugsmálsins lokið með þessum dómi Hæstaréttar. „Með þessari niðurstöðu er endanlega búið að vísa kjarnanum í Baugsmálinu frá dómi. Það sem eftir stendur er að leggja fram varnir í þeim liðum málsins sem eftir eru, sem allir tengjast bókhaldsreglum og lánum. Ég hef sagt, og segi enn og aftur, að ég tel löngu vera komið nóg í þessu máli og það hefði verið farsælast fyrir ákæruvaldið að láta við sitja, þegar málinu var vísað frá í fyrra skiptið.“ Liðirnir átján sem eftir standa snerta meðal annars viðskipti með skemmtibátinn Thee Viking, sem var við höfn á Flórída á þeim tíma sem meint brot eiga að hafa átt sér stað. Auk þess snýr efni ákæruliðanna að lánveitingum, sem samkvæmt ákæru brjóta gegn lögum um hlutafélög. Þá er Jón Gerald Sullenberger í ákæru sagður hafa aðstoðað Jón Ásgeir Jóhannesson og Tryggva Jónsson við að rangfæra bókhald Baugs hf. Innlent Mest lesið Frans páfi er látinn Erlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Innlent „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Innlent Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Erlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Fleiri fréttir „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Sjá meira
Baugsmál Hæstiréttur staðfesti í gær úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur frá 30. júní, en þá var fyrsta og veigamesta ákærulið Baugsmálsins vísað frá dómi. Í liðnum voru Jóni Ásgeiri Jóhannessyni, forstjóra Baugs Group hf., aðallega gefin að sök fjársvik, en til vara umboðssvik. Var hann sakaður um að hafa beitt stjórn Baugs blekkingum í auðgunarskyni með því að leyna því að hann væri raunverulegur seljandi hlutafjárins í Vöruveltunni, þegar Baugur keypti sjötíu prósent hlutafjár í félaginu árið 1999. Vöruveltan var eigandi 10-11 verslananna. Jóni Ásgeiri var auk þess gefið að sök að hafa „vakið hjá stjórn Baugs þá hugmynd að seljandi hlutafjárins væri Helga Gísladóttir,“ eins og segir orðrétt í ákæru. Helga Gísladóttir hafði áður verið eigandi Vöruveltunnar ásamt manni sínum. Í ákæruliðnum var tjón Baugs vegna þessara kaupa sagt nema meira en þrjú hundruð milljónum. Sigurður Tómas Magnússon, settur saksóknari í málinu, sagði þessa niðurstöðu að nokkru leyti vonbrigði en lagði jafnframt á það áherslu að málinu væri hvergi nærri lokið, þar sem enn biðu átján liðir. „Á vissan hátt er verið að taka á efnislegum hliðum málsins, með þessari niðurstöðu, áður en dómstólar meta þau gögn sem að baki ákærunni liggja. En þetta er niðurstaða Hæstaréttar og ég sætti mig við hana. Það eru enn átján ákæruliðir eftir í málinu, og nú bíða þeir liðir efnismeðferðar fyrir dómi.“ Gestur Jónsson, lögmaður Jóns Ásgeirs, segir alvarlegasta hluta Baugsmálsins lokið með þessum dómi Hæstaréttar. „Með þessari niðurstöðu er endanlega búið að vísa kjarnanum í Baugsmálinu frá dómi. Það sem eftir stendur er að leggja fram varnir í þeim liðum málsins sem eftir eru, sem allir tengjast bókhaldsreglum og lánum. Ég hef sagt, og segi enn og aftur, að ég tel löngu vera komið nóg í þessu máli og það hefði verið farsælast fyrir ákæruvaldið að láta við sitja, þegar málinu var vísað frá í fyrra skiptið.“ Liðirnir átján sem eftir standa snerta meðal annars viðskipti með skemmtibátinn Thee Viking, sem var við höfn á Flórída á þeim tíma sem meint brot eiga að hafa átt sér stað. Auk þess snýr efni ákæruliðanna að lánveitingum, sem samkvæmt ákæru brjóta gegn lögum um hlutafélög. Þá er Jón Gerald Sullenberger í ákæru sagður hafa aðstoðað Jón Ásgeir Jóhannesson og Tryggva Jónsson við að rangfæra bókhald Baugs hf.
Innlent Mest lesið Frans páfi er látinn Erlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Innlent „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Innlent Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Erlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Fleiri fréttir „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Sjá meira