Kristilegu kærleiksblómin spretta 24. júlí 2006 06:00 Nokkur umræða er nú sprottin upp um hugsanlegt samstarf Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar og sýnist sitt hverjum um ágæti þeirra hugmynda. Í öllu falli sýna skeytasendingar milli forystumanna þessara flokka ekki mikinn samstarfshug; þannig andar greinilega heldur köldu milli þeirra Björns Bjarnasonar dóms- og kirkjumálaráðherra og Björgvins G. Sigurðssonar, þingmanns Samfylkingar. Í nýlegum pistli á heimasíðu Björns segir til dæmis að Björgvin bregðist aldrei vondum málstað og sé þess tilbúinn að lýsa því yfir á prenti. Áður hafði Björgvin látið þau orð falla á heimasíðu sinni að yfirgangur og bulluháttur einkenndi umfjöllum Björns um málefni Samfylkingarinnar. Það gæti því orðið líf og fjör í hugsanlegri sambúð þessara flokka í ríkisstjórn. Ljótt er ef satt er Á nýja fréttavefnum ordid.blog.is, sem Andrés Jónsson jafnaðarmaður ku meðal annarra standa að, kennir ýmissa grasa í fréttaflutningi. Þannig upplýsir vefurinn til að mynda lesendur sína um að það hafi verið sænski skíðakappinn Ingemar Stenmark sem kenndi Slóvenum þann ljóta sið að taka í vörina að sænskum sið. Þetta á Ingimar að hafa gert á þeim árum sem enginn stóðst honum snúning í skíðabrekkunum en tengsl hans við Slóveníu voru gegnum júgóslavneska skíðaframleiðandann Elan. Og Orðið skúbbar þeirri frétt sömuleiðis að gamli kommúnistaflokkurinn í Júgóslavíu hafi stöðvað byggingu háhýsis í Ljubljana á sínum tíma! Menningin blómstrar hjá forsetanum Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, kemur af vinstri væng íslenskra stjórnmála eins og flestum er kunnugt um. Það kom því ekki mörgum á óvart á sínum tíma þegar Ólafur réði Örnólf Thorsson í stöðu aðstoðarmanns síns og síðan forsetaritara, en Örnólfur var lengi innanbúðarmaður hjá því virta bókaforlagi Máli og menningu sem heldur betur hafði vinstri stimpilinn á sér. Nú nýverið var svo annar gamall starfsmaður Máls og menningar, Árni Sigurjónsson bókmenntafræðingur, ráðinn í stöðu skrifstofustjóra forsetaembættisins þannig að menn leita ekki langt yfir skammt í mannaráðningum á þeim bænum. Innlent Mest lesið Frans páfi er látinn Erlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Innlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Erlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Fleiri fréttir Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Sjá meira
Nokkur umræða er nú sprottin upp um hugsanlegt samstarf Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar og sýnist sitt hverjum um ágæti þeirra hugmynda. Í öllu falli sýna skeytasendingar milli forystumanna þessara flokka ekki mikinn samstarfshug; þannig andar greinilega heldur köldu milli þeirra Björns Bjarnasonar dóms- og kirkjumálaráðherra og Björgvins G. Sigurðssonar, þingmanns Samfylkingar. Í nýlegum pistli á heimasíðu Björns segir til dæmis að Björgvin bregðist aldrei vondum málstað og sé þess tilbúinn að lýsa því yfir á prenti. Áður hafði Björgvin látið þau orð falla á heimasíðu sinni að yfirgangur og bulluháttur einkenndi umfjöllum Björns um málefni Samfylkingarinnar. Það gæti því orðið líf og fjör í hugsanlegri sambúð þessara flokka í ríkisstjórn. Ljótt er ef satt er Á nýja fréttavefnum ordid.blog.is, sem Andrés Jónsson jafnaðarmaður ku meðal annarra standa að, kennir ýmissa grasa í fréttaflutningi. Þannig upplýsir vefurinn til að mynda lesendur sína um að það hafi verið sænski skíðakappinn Ingemar Stenmark sem kenndi Slóvenum þann ljóta sið að taka í vörina að sænskum sið. Þetta á Ingimar að hafa gert á þeim árum sem enginn stóðst honum snúning í skíðabrekkunum en tengsl hans við Slóveníu voru gegnum júgóslavneska skíðaframleiðandann Elan. Og Orðið skúbbar þeirri frétt sömuleiðis að gamli kommúnistaflokkurinn í Júgóslavíu hafi stöðvað byggingu háhýsis í Ljubljana á sínum tíma! Menningin blómstrar hjá forsetanum Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, kemur af vinstri væng íslenskra stjórnmála eins og flestum er kunnugt um. Það kom því ekki mörgum á óvart á sínum tíma þegar Ólafur réði Örnólf Thorsson í stöðu aðstoðarmanns síns og síðan forsetaritara, en Örnólfur var lengi innanbúðarmaður hjá því virta bókaforlagi Máli og menningu sem heldur betur hafði vinstri stimpilinn á sér. Nú nýverið var svo annar gamall starfsmaður Máls og menningar, Árni Sigurjónsson bókmenntafræðingur, ráðinn í stöðu skrifstofustjóra forsetaembættisins þannig að menn leita ekki langt yfir skammt í mannaráðningum á þeim bænum.
Innlent Mest lesið Frans páfi er látinn Erlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Innlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Erlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Fleiri fréttir Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Sjá meira