Vilja fá alla umfram mjólkurframleiðslu 26. júlí 2006 03:30 Blair Gordon, innkaupastjóri bandarísku verslanakeðjunnar Whole Foods Market, segir keðjuna geta tekið við öllum mjólkurafurðum sem Íslendingar geta framleitt. Við vitum ekki nákvæmlega hversu mikið er framleitt hér á ári en áhuginn á íslenska skyrinu hefur verið svo ótrúlegur að fjöldi fólks hefur haft samband við okkur til að forvitnast um hvenær skyrið kemur í sölu í fleiri búðum hjá okkur, segir Gordon. Whole Foods Market hefur haft til sölu íslenskar mjólkurafurðir, þá aðallega skyr, í tæpt ár í hluta verslana sinna. Fyrirtækið rekur um 180 hágæða matvöruverslanir í 31 ríki Bandaríkjanna og er stefnt að því að verslanir fyrirtækisins verði um þrjú hundruð talsins árið 2010. Sala á íslensku vörunum hefur verið það mikil að Mjólkursamsalan hefur ekki annað eftirspurn. Það vantar einfaldlega meira af mjólkurkúm, segir Guðbrandur Sigurðsson, forstjóri Mjólkursamsölunnar. Við höfum ekki náð að fylgja þessu nægilega vel eftir miðað við áhugann úti. Guðbrandur segir Mjólkursamsöluna hafa sent rúmt tonn af skyri á viku til verslanakeðjunnar síðustu mánuði, ásamt smjöri og ostum. Guðbrandur segir að um þróunarverkefni hafi verið að ræða í fyrstu en nú sé svo komið að verslanakeðjan vilji kaupa alla umfram mjólkurframleiðslu sem íslenskir kúabændur geti framleitt. Við þurfum meiri framleiðslu, við komum ekki vörunni í eins margar búðir þarna úti og við myndum vilja því að við eigum hana ekki til. Að sögn Guðbrands hefur Mjólkursamsalan fengið mjög hagstæð verð í Bandaríkjunum og því sé kappsmál að bregðast við eftirspurninni sem fyrst. Haraldur Benediktsson, formaður Bændasamtakanna, telur að bændur muni bregðast við. Bændur hafa brugðist við aukinni eftirspurn eftir mjólkurvörum hér og nú þegar við vitum að þeir vilja kaupa meira af okkur er það okkar verkefni að fjölga kúm og auka framleiðsluna, segir Haraldur. Innlent Mest lesið Frans páfi er látinn Erlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Innlent Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Erlent „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Innlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Fleiri fréttir „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Sjá meira
Blair Gordon, innkaupastjóri bandarísku verslanakeðjunnar Whole Foods Market, segir keðjuna geta tekið við öllum mjólkurafurðum sem Íslendingar geta framleitt. Við vitum ekki nákvæmlega hversu mikið er framleitt hér á ári en áhuginn á íslenska skyrinu hefur verið svo ótrúlegur að fjöldi fólks hefur haft samband við okkur til að forvitnast um hvenær skyrið kemur í sölu í fleiri búðum hjá okkur, segir Gordon. Whole Foods Market hefur haft til sölu íslenskar mjólkurafurðir, þá aðallega skyr, í tæpt ár í hluta verslana sinna. Fyrirtækið rekur um 180 hágæða matvöruverslanir í 31 ríki Bandaríkjanna og er stefnt að því að verslanir fyrirtækisins verði um þrjú hundruð talsins árið 2010. Sala á íslensku vörunum hefur verið það mikil að Mjólkursamsalan hefur ekki annað eftirspurn. Það vantar einfaldlega meira af mjólkurkúm, segir Guðbrandur Sigurðsson, forstjóri Mjólkursamsölunnar. Við höfum ekki náð að fylgja þessu nægilega vel eftir miðað við áhugann úti. Guðbrandur segir Mjólkursamsöluna hafa sent rúmt tonn af skyri á viku til verslanakeðjunnar síðustu mánuði, ásamt smjöri og ostum. Guðbrandur segir að um þróunarverkefni hafi verið að ræða í fyrstu en nú sé svo komið að verslanakeðjan vilji kaupa alla umfram mjólkurframleiðslu sem íslenskir kúabændur geti framleitt. Við þurfum meiri framleiðslu, við komum ekki vörunni í eins margar búðir þarna úti og við myndum vilja því að við eigum hana ekki til. Að sögn Guðbrands hefur Mjólkursamsalan fengið mjög hagstæð verð í Bandaríkjunum og því sé kappsmál að bregðast við eftirspurninni sem fyrst. Haraldur Benediktsson, formaður Bændasamtakanna, telur að bændur muni bregðast við. Bændur hafa brugðist við aukinni eftirspurn eftir mjólkurvörum hér og nú þegar við vitum að þeir vilja kaupa meira af okkur er það okkar verkefni að fjölga kúm og auka framleiðsluna, segir Haraldur.
Innlent Mest lesið Frans páfi er látinn Erlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Innlent Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Erlent „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Innlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Fleiri fréttir „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Sjá meira