Færðu sig við handtökuhótun 27. júlí 2006 05:00 mótmælaseta Mótmælendur hindruðu för starfsmanna Arnarfells. Þeir færðu sig fyrst þegar lögregla hótaði handtökum. Á fjórða tug mótmælenda settust á veginn að Hraunaveitu rétt norðan Eyjabakkasvæðisins og lokuðu honum þannig um hádegið í gær og færðu sig hvergi fyrr en lögregla hótaði þeim handtöku. Starfsmenn Arnarfells, sem er verktaki við Hraunaveitu og vinnur nú að því að reisa Ufsarstíflu á svæðinu, komust hvorki til né frá vinnusvæðinu frá hádegi þar til klukkan fjögur síðdegis. Mótmælendurnir voru bæði erlendir sem íslenskir, mestmegnis ungt fólk. Í tilkynningu sem mótmælendurnir sendu frá sér í gær segir að þeir hafi komið saman á svæðinu til að vekja athygli á því að unnið væri að stíflu á Eyjabakkasvæðinu þrátt fyrir það að 45 þúsund Íslendingar hefðu skrifað undir áskorun til stjórnvalda um friðun Eyjabakka. Með þeim aðgerðum verði tilkomumiklir fossar í Jökulsá í Fljótsdal þurrkaðir upp. Lögreglan á Seyðisfirði og björgunarsveit kom á staðinn og fylgdi fólkinu út af vinnusvæðinu. Fyrir utan það hversu þaulsætnir mótmælendurnir voru fóru mótmælin friðsamlega fram og var enginn handtekinn í kjölfar þeirra. Þetta er í fyrsta sinn á þessu ári sem lögregla þarf að hafa bein afskipti af mótmælendum. Innlent Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Innlent Greint frá dánarorsök páfans Erlent Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Fleiri fréttir Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Sjá meira
Á fjórða tug mótmælenda settust á veginn að Hraunaveitu rétt norðan Eyjabakkasvæðisins og lokuðu honum þannig um hádegið í gær og færðu sig hvergi fyrr en lögregla hótaði þeim handtöku. Starfsmenn Arnarfells, sem er verktaki við Hraunaveitu og vinnur nú að því að reisa Ufsarstíflu á svæðinu, komust hvorki til né frá vinnusvæðinu frá hádegi þar til klukkan fjögur síðdegis. Mótmælendurnir voru bæði erlendir sem íslenskir, mestmegnis ungt fólk. Í tilkynningu sem mótmælendurnir sendu frá sér í gær segir að þeir hafi komið saman á svæðinu til að vekja athygli á því að unnið væri að stíflu á Eyjabakkasvæðinu þrátt fyrir það að 45 þúsund Íslendingar hefðu skrifað undir áskorun til stjórnvalda um friðun Eyjabakka. Með þeim aðgerðum verði tilkomumiklir fossar í Jökulsá í Fljótsdal þurrkaðir upp. Lögreglan á Seyðisfirði og björgunarsveit kom á staðinn og fylgdi fólkinu út af vinnusvæðinu. Fyrir utan það hversu þaulsætnir mótmælendurnir voru fóru mótmælin friðsamlega fram og var enginn handtekinn í kjölfar þeirra. Þetta er í fyrsta sinn á þessu ári sem lögregla þarf að hafa bein afskipti af mótmælendum.
Innlent Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Innlent Greint frá dánarorsök páfans Erlent Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Fleiri fréttir Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Sjá meira
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent