Malmö vill halda Ásthildi áfram á næsta ári 3. ágúst 2006 13:00 Ásthildur helgadóttir Hefur staðið sig vonum framar í Svíþjóð þrátt fyrir mikil ferðalög fram og til baka frá Íslandi. MYND/Valli Ásthildur Helgadóttir hefur átt góðu gengi að fagna með sænska úrvalsdeildarliðinu Malmö FF í sumar. Hún er næstmarkahæsti í deildinni, með tólf mörk, en liðið er í þriðja sæti deildarinnar. Þjálfari Malmö, Jörgen Petersson, segir að Ásthildur eigi sér fáar eins líka. "Ég trúi ekki að ég geti fundið marga betri framherja í heiminum í dag," sagði Petersson í samtali við Sydsvenskan í gær. Í vetur samdi Ásthildur við Breiðablik og ætlaði að spila með liðinu í Landsbankadeild kvenna enda var hún búið með námið sitt í Svíþjóð og vildi hefja störf hér á landi sem verkfræðingur. Það gerði hún en forráðamenn Malmö var svo mikið í mun að fá hana til liðs við sig að samið var um að hún myndi fljúga reglulega til Svíþjóðar og til baka og leika með liðinu. Það hefur gengið vonum framar og á dögunum gekk Ásthildur frá samningi við liðið um að hún léki með því út leiktíðina. "Það lá svo sem alltaf fyrir að ég spilað með Malmö allt tímabilið en við vildum fyrst láta reyna á þetta og sömdum því til skamms tíma í einu. En þetta gekk vel og við ákváðum að halda þessu áfram, þá í samstarfi við vinnuveitanda minn hér heima, Línuhönnum, sem hefur reynst mér afskaplega vel." Í mars árið 2004 sleit Ásthildur krossbönd í hné og segir hún að það hafi verið nú fyrst í sumar sem hún hafi jafnað sig fullkomnlega af meiðslunum. "Þó að ég hafi verið mjög ánægð með síðasta tímabil sé ég nú að það tekur hreinlega þetta langan tíma að ná upp fyrri styrk. Ég er í betra standi nú en í fyrra og hef til að mynda bætt hraðann mikið." Ásthildur segir að með nýjum þjálfurum hjá Malmö hafi liðið aldrei verið í betra standi. "Ég hef aldrei æft og lyft eins mikið áður. Og það er að skila sér, allir leikmenn eru í mjög góðu standi." Og forráðamenn Malmö hafa þegar gert Ásthildi grein fyrir því að þeir vilji að hún leiki með liðinu á næsta tímabili einnig. "Þetta er orðin sagan endalausa," sagði hún og hló. "En ég hef sagt þeim að ég ætla ekki að hugsa um þau mál strax. Það verður bara að koma í ljós enda að mörgu að huga. Íþróttir Mest lesið Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Golf „Fótboltinn var grimmur við okkur“ Fótbolti Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Körfubolti „Við vorum úr leik en svo komum við til baka“ Fótbolti Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Körfubolti Öll sextíu sigra liðin 0-1 undir í sínum einvígum Körfubolti 150 milljónir fylgdust með sögulegum sigri Sport Inter í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir stórbrotið einvígi Fótbolti Aron Einar verður ekki með Þórsurum í sumar Fótbolti Ármenningar einum sigri frá sæti í Bónus deildinni Körfubolti Fleiri fréttir Bjuggust alls ekki við þessu af Bergrós: „Hún var alveg ótrúleg“ Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Dagskráin: Úrslit ráðast hjá Arsenal og PSG og mögulega Íslandsbikar á loft Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Öll sextíu sigra liðin 0-1 undir í sínum einvígum „Við vorum úr leik en svo komum við til baka“ „Fótboltinn var grimmur við okkur“ Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Inter í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir stórbrotið einvígi 150 milljónir fylgdust með sögulegum sigri Ármenningar einum sigri frá sæti í Bónus deildinni Halda málþing um veðmál í íslensku íþróttalífi Aron Einar verður ekki með Þórsurum í sumar Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Milljarðar í kassann á leik kvöldsins og nýtt met Ráðherra bað stuðningsmenn Liverpool afsökunar Lék sinn fyrsta leik með Al-Gharafa í rúma þrjá mánuði Brasilíudvöl í kortunum hjá Jorginho Dembélé klár fyrir leikinn gegn Arsenal Sonur Ronaldos í fyrsta sinn í landsliði Ingvar gerir ráð fyrir að vera klár í næsta leik Fimm mörk að meðaltali í leik hjá KR Ældi á svellinu eftir höfuðhögg Byrjaður að ganga fimm dögum eftir að hafa fallið sex metra úr stúkunni Segir að Cecilía verði keypt fyrir metverð Kroos segir að Pedri sé mikilvægari en Yamal, Raphinha og Lewandowski Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“ Önnur sigurkarfa Gordons í úrslitakeppninni „Ofboðslega meðvitaður um að ég eigi ekki marga svona leiki eftir“ Sjá meira
Ásthildur Helgadóttir hefur átt góðu gengi að fagna með sænska úrvalsdeildarliðinu Malmö FF í sumar. Hún er næstmarkahæsti í deildinni, með tólf mörk, en liðið er í þriðja sæti deildarinnar. Þjálfari Malmö, Jörgen Petersson, segir að Ásthildur eigi sér fáar eins líka. "Ég trúi ekki að ég geti fundið marga betri framherja í heiminum í dag," sagði Petersson í samtali við Sydsvenskan í gær. Í vetur samdi Ásthildur við Breiðablik og ætlaði að spila með liðinu í Landsbankadeild kvenna enda var hún búið með námið sitt í Svíþjóð og vildi hefja störf hér á landi sem verkfræðingur. Það gerði hún en forráðamenn Malmö var svo mikið í mun að fá hana til liðs við sig að samið var um að hún myndi fljúga reglulega til Svíþjóðar og til baka og leika með liðinu. Það hefur gengið vonum framar og á dögunum gekk Ásthildur frá samningi við liðið um að hún léki með því út leiktíðina. "Það lá svo sem alltaf fyrir að ég spilað með Malmö allt tímabilið en við vildum fyrst láta reyna á þetta og sömdum því til skamms tíma í einu. En þetta gekk vel og við ákváðum að halda þessu áfram, þá í samstarfi við vinnuveitanda minn hér heima, Línuhönnum, sem hefur reynst mér afskaplega vel." Í mars árið 2004 sleit Ásthildur krossbönd í hné og segir hún að það hafi verið nú fyrst í sumar sem hún hafi jafnað sig fullkomnlega af meiðslunum. "Þó að ég hafi verið mjög ánægð með síðasta tímabil sé ég nú að það tekur hreinlega þetta langan tíma að ná upp fyrri styrk. Ég er í betra standi nú en í fyrra og hef til að mynda bætt hraðann mikið." Ásthildur segir að með nýjum þjálfurum hjá Malmö hafi liðið aldrei verið í betra standi. "Ég hef aldrei æft og lyft eins mikið áður. Og það er að skila sér, allir leikmenn eru í mjög góðu standi." Og forráðamenn Malmö hafa þegar gert Ásthildi grein fyrir því að þeir vilji að hún leiki með liðinu á næsta tímabili einnig. "Þetta er orðin sagan endalausa," sagði hún og hló. "En ég hef sagt þeim að ég ætla ekki að hugsa um þau mál strax. Það verður bara að koma í ljós enda að mörgu að huga.
Íþróttir Mest lesið Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Golf „Fótboltinn var grimmur við okkur“ Fótbolti Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Körfubolti „Við vorum úr leik en svo komum við til baka“ Fótbolti Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Körfubolti Öll sextíu sigra liðin 0-1 undir í sínum einvígum Körfubolti 150 milljónir fylgdust með sögulegum sigri Sport Inter í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir stórbrotið einvígi Fótbolti Aron Einar verður ekki með Þórsurum í sumar Fótbolti Ármenningar einum sigri frá sæti í Bónus deildinni Körfubolti Fleiri fréttir Bjuggust alls ekki við þessu af Bergrós: „Hún var alveg ótrúleg“ Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Dagskráin: Úrslit ráðast hjá Arsenal og PSG og mögulega Íslandsbikar á loft Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Öll sextíu sigra liðin 0-1 undir í sínum einvígum „Við vorum úr leik en svo komum við til baka“ „Fótboltinn var grimmur við okkur“ Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Inter í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir stórbrotið einvígi 150 milljónir fylgdust með sögulegum sigri Ármenningar einum sigri frá sæti í Bónus deildinni Halda málþing um veðmál í íslensku íþróttalífi Aron Einar verður ekki með Þórsurum í sumar Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Milljarðar í kassann á leik kvöldsins og nýtt met Ráðherra bað stuðningsmenn Liverpool afsökunar Lék sinn fyrsta leik með Al-Gharafa í rúma þrjá mánuði Brasilíudvöl í kortunum hjá Jorginho Dembélé klár fyrir leikinn gegn Arsenal Sonur Ronaldos í fyrsta sinn í landsliði Ingvar gerir ráð fyrir að vera klár í næsta leik Fimm mörk að meðaltali í leik hjá KR Ældi á svellinu eftir höfuðhögg Byrjaður að ganga fimm dögum eftir að hafa fallið sex metra úr stúkunni Segir að Cecilía verði keypt fyrir metverð Kroos segir að Pedri sé mikilvægari en Yamal, Raphinha og Lewandowski Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“ Önnur sigurkarfa Gordons í úrslitakeppninni „Ofboðslega meðvitaður um að ég eigi ekki marga svona leiki eftir“ Sjá meira