Þungur róður framundan hjá Öster 4. ágúst 2006 09:30 Helgi Valur Daníelsson leikmaður Öster í Svíþjóð. Helgi Valur Daníelsson er loksins byrjaður að spila með sænska úrvalsdeildarliðinu Öster á nýjan leik en hann var frá í þrjá mánuði vegna meiðsla í nára. Meiðslin ná reyndar mun lengra aftur þar sem hann lék flesta leiki liðsins áður en deildin fór í HM-frí meiddur á nára. "Þetta voru álagsmeiðsli sem urðu bara verri og verri með hverjum leiknum. Ég fann fyrir verki áður en tímabilið hófst en spilaði engu að síður flesta leiki liðsins í vor," sagði Helgi Valur við Fréttablaðið en þar til á mánudagskvöldið hafði hann verið frá vegna meiðslanna í þrjá mánuði. Öster lék þá á útivelli gegn Emil Hallfreðssyni og félögum í Malmö FF. "Við töpuðum nú leiknum 2-0 en að öðru leyti gekk mér ágætlega. Ég gat spilað allan leikinn og var alveg laus við verkinn. Ég var svolítið stífur eftir leikinn en það voru þó engin meiðsli." Þess má geta að Emil var einnig í byrjunarliði Malmö. Helgi Valur gekk til liðs við Öster frá Fylki nú fyrr á árinu en liðið komst upp úr sænsku 1. deildinni síðastliðið haust. Liðið hefur aðeins náð einum sigri það sem af er tímabilinu og er í næst neðsta sæti deildarinnar með sex stig. "Það var vitað að þetta yrði erfitt fyrir okkur en við eigum samt sem áður að vera búnir að vinna fleiri leiki. Í næstu viku spilum við tvo leiki í röð gegn Halmstad sem er með fimm stiga forskot á okkur eins og er og því mikilvægt að ná stigum úr þeim leikjum. Svo getum við komist í undanúrslit bikarkeppninnar ef við vinnum 1. deildarliðið Väsby sem yrði þá ágætur bónus," sagði Helgi Valur í gær en Fréttablaðið ræddi við hann áður en leikurinn fór fram. Íþróttir Mest lesið Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Golf „Fótboltinn var grimmur við okkur“ Fótbolti „Við vorum úr leik en svo komum við til baka“ Fótbolti Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Körfubolti Öll sextíu sigra liðin 0-1 undir í sínum einvígum Körfubolti Inter í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir stórbrotið einvígi Fótbolti 150 milljónir fylgdust með sögulegum sigri Sport Ármenningar einum sigri frá sæti í Bónus deildinni Körfubolti Aron Einar verður ekki með Þórsurum í sumar Fótbolti Dagskráin: Úrslit ráðast hjá Arsenal og PSG og mögulega Íslandsbikar á loft Sport Fleiri fréttir Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Dagskráin: Úrslit ráðast hjá Arsenal og PSG og mögulega Íslandsbikar á loft Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Öll sextíu sigra liðin 0-1 undir í sínum einvígum „Við vorum úr leik en svo komum við til baka“ „Fótboltinn var grimmur við okkur“ Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Inter í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir stórbrotið einvígi 150 milljónir fylgdust með sögulegum sigri Ármenningar einum sigri frá sæti í Bónus deildinni Halda málþing um veðmál í íslensku íþróttalífi Aron Einar verður ekki með Þórsurum í sumar Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Milljarðar í kassann á leik kvöldsins og nýtt met Ráðherra bað stuðningsmenn Liverpool afsökunar Lék sinn fyrsta leik með Al-Gharafa í rúma þrjá mánuði Brasilíudvöl í kortunum hjá Jorginho Dembélé klár fyrir leikinn gegn Arsenal Sonur Ronaldos í fyrsta sinn í landsliði Ingvar gerir ráð fyrir að vera klár í næsta leik Fimm mörk að meðaltali í leik hjá KR Ældi á svellinu eftir höfuðhögg Byrjaður að ganga fimm dögum eftir að hafa fallið sex metra úr stúkunni Segir að Cecilía verði keypt fyrir metverð Kroos segir að Pedri sé mikilvægari en Yamal, Raphinha og Lewandowski Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“ Önnur sigurkarfa Gordons í úrslitakeppninni „Ofboðslega meðvitaður um að ég eigi ekki marga svona leiki eftir“ Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Sjá meira
Helgi Valur Daníelsson er loksins byrjaður að spila með sænska úrvalsdeildarliðinu Öster á nýjan leik en hann var frá í þrjá mánuði vegna meiðsla í nára. Meiðslin ná reyndar mun lengra aftur þar sem hann lék flesta leiki liðsins áður en deildin fór í HM-frí meiddur á nára. "Þetta voru álagsmeiðsli sem urðu bara verri og verri með hverjum leiknum. Ég fann fyrir verki áður en tímabilið hófst en spilaði engu að síður flesta leiki liðsins í vor," sagði Helgi Valur við Fréttablaðið en þar til á mánudagskvöldið hafði hann verið frá vegna meiðslanna í þrjá mánuði. Öster lék þá á útivelli gegn Emil Hallfreðssyni og félögum í Malmö FF. "Við töpuðum nú leiknum 2-0 en að öðru leyti gekk mér ágætlega. Ég gat spilað allan leikinn og var alveg laus við verkinn. Ég var svolítið stífur eftir leikinn en það voru þó engin meiðsli." Þess má geta að Emil var einnig í byrjunarliði Malmö. Helgi Valur gekk til liðs við Öster frá Fylki nú fyrr á árinu en liðið komst upp úr sænsku 1. deildinni síðastliðið haust. Liðið hefur aðeins náð einum sigri það sem af er tímabilinu og er í næst neðsta sæti deildarinnar með sex stig. "Það var vitað að þetta yrði erfitt fyrir okkur en við eigum samt sem áður að vera búnir að vinna fleiri leiki. Í næstu viku spilum við tvo leiki í röð gegn Halmstad sem er með fimm stiga forskot á okkur eins og er og því mikilvægt að ná stigum úr þeim leikjum. Svo getum við komist í undanúrslit bikarkeppninnar ef við vinnum 1. deildarliðið Väsby sem yrði þá ágætur bónus," sagði Helgi Valur í gær en Fréttablaðið ræddi við hann áður en leikurinn fór fram.
Íþróttir Mest lesið Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Golf „Fótboltinn var grimmur við okkur“ Fótbolti „Við vorum úr leik en svo komum við til baka“ Fótbolti Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Körfubolti Öll sextíu sigra liðin 0-1 undir í sínum einvígum Körfubolti Inter í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir stórbrotið einvígi Fótbolti 150 milljónir fylgdust með sögulegum sigri Sport Ármenningar einum sigri frá sæti í Bónus deildinni Körfubolti Aron Einar verður ekki með Þórsurum í sumar Fótbolti Dagskráin: Úrslit ráðast hjá Arsenal og PSG og mögulega Íslandsbikar á loft Sport Fleiri fréttir Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Dagskráin: Úrslit ráðast hjá Arsenal og PSG og mögulega Íslandsbikar á loft Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Öll sextíu sigra liðin 0-1 undir í sínum einvígum „Við vorum úr leik en svo komum við til baka“ „Fótboltinn var grimmur við okkur“ Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Inter í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir stórbrotið einvígi 150 milljónir fylgdust með sögulegum sigri Ármenningar einum sigri frá sæti í Bónus deildinni Halda málþing um veðmál í íslensku íþróttalífi Aron Einar verður ekki með Þórsurum í sumar Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Milljarðar í kassann á leik kvöldsins og nýtt met Ráðherra bað stuðningsmenn Liverpool afsökunar Lék sinn fyrsta leik með Al-Gharafa í rúma þrjá mánuði Brasilíudvöl í kortunum hjá Jorginho Dembélé klár fyrir leikinn gegn Arsenal Sonur Ronaldos í fyrsta sinn í landsliði Ingvar gerir ráð fyrir að vera klár í næsta leik Fimm mörk að meðaltali í leik hjá KR Ældi á svellinu eftir höfuðhögg Byrjaður að ganga fimm dögum eftir að hafa fallið sex metra úr stúkunni Segir að Cecilía verði keypt fyrir metverð Kroos segir að Pedri sé mikilvægari en Yamal, Raphinha og Lewandowski Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“ Önnur sigurkarfa Gordons í úrslitakeppninni „Ofboðslega meðvitaður um að ég eigi ekki marga svona leiki eftir“ Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Sjá meira