"...þá leitar hún út um síðir" 4. ágúst 2006 06:00 Menn geta talið rétt að leyfa einhverja háttsemi eða þola, þótt þeir séu ekki hlynntir henni og jafnvel andvígir. Ástæðurnar eru aðallega tvenns konar, en fara oftast saman: Afleiðingarnar af því að banna slíka háttsemi eru verri en afleiðingarnar af að leyfa hana, og fullorðið, skynsamt fólk hefur rétt til að gera það, sem það vill, svo framarlega sem það skaðar ekki aðra eða stofnar góðri allsherjarreglu í voða. Þessar röksemdir eiga báðar við um klám og vændi, en mér til nokkurrar furðu hafa síðustu misseri heyrst raddir um, að lögreglan ætti að snúa sér að baráttu gegn þessum tveimur gamalkunnu fyrirbærum mannlífsins. Klám er loðið og teygjanlegt hugtak, eins og Jónatan Þórmundsson prófessor hefur bent á. Það, sem var talið klám fyrir þrjátíu árum, er nú talið sjálfsagt. Þegar af þeirri ástæðu er óskynsamlegt að banna klám. Lög verða að vera skýr og auðvelt að framfylgja þeim. En mestu máli skiptir auðvitað spurningin: Hvar er fórnarlambið? Tvær ungar stúlkar drýgja tekjurnar með atlotum fyrir framan upptökuvél. Aldraður kynferðislegur munaðarleysingi kaupir snælduna með þeim úti í búð og horfir á heima hjá sér. Hver er verr settur fyrir vikið? Stúlkurnar þurftu féð, og gamli maðurinn nýtur myndarinnar. Það ætti að vera óþarfi að taka fram, að klámið, jafnt framleiðsla þess og neysla, hlýtur vitaskuld að einskorðast við fullorðið, upplýst fólk, sem ekki hefur verið beitt neins konar nauðung. Formælendur banns við klámi svara því til, að klám auki á kynferðisglæpi. Ég hygg, að þessu sé þveröfugt farið. Menn, sem svali fýsnum sínum með klámi, geri það þá síður með áreitni við annað fólk. Bannmenn segja í öðru lagi, að klámið skapi ranghugmyndir um kynferðismál. En öll afþreying er í eðli sínu um hið sögulega eða óvenjulega. Þetta eru því engin rök fyrir því að banna klám. Femínistar í röðum bannmanna segja í þriðja lagi, að með kláminu séu konur óvirtar. Þær séu gerðar að hlut eða leikfangi. Þetta má til sanns vegar færa, en nægir ekki til að rökstyðja bannið. Raunar beinist ekki allt klám að konum. Sumir neytendur kláms eru til dæmis konur eða samkynhneigðir karlar. Öll blöð skrifa fjálglega þessa dagana um, að von sé bráðlega á nektardansflokki karla til landsins, Chippendales. Á ekki að banna sýningar hans með slíkum rökum? Ótalin er ein röksemd fyrir því að þola eða leyfa klám. Hún er, að lögreglumenn, sem eiga að framfylgja banni við klámi, gera ekki annað á meðan. En önnur verkefni lögreglunnar eru miklu brýnni. Þessi röksemd á enn frekar við um vændi. Um það gildir hið sama og klám, að erfitt er að koma auga á fórnarlambið. Kona selur blíðu sína og karl kaupir. Hver er verr settur fyrir vikið? Reynslan hefur síðan sýnt, að afleiðingarnar af því að banna vændi eru miklu verri en afleiðingarnar af því að leyfa það. Slíkt bann kemur ekki í veg fyrir vændið, heldur hrekur það inn í neðanjarðarhagkerfið, þar sem stúlkurnar, sem það stunda, verða réttlausar. Bannið torveldar líka heilbrigðiseftirlit með konunum og viðskiptavinum þeirra, svo að hætta eykst á smiti kynsjúkdóma. Vændiskonurnar bera ekki heldur byrðar til jafns við aðra borgara, ef vændið er ólöglegt og þær greiða ekki skatta af tekjum sínum. Femínistar segja, að engar konur leggi fyrir sig vændi af fúsum vilja. Það er hugsanlega rétt, en nægir ekki til að banna einhverjum kynsystrum þeirra að framfleyta sér á þann hátt. Hver gerist tannlæknir af einskærum áhuga á starfinu? En af tvennu illu er skárra, að vændið sé sýnilegt og undir eftirliti en neðanjarðar, þar sem glæpahringir stjórna því. Enn ætti að vera óþarfi að taka fram, að slík viðskipti hljóta að einskorðast við fullorðið, upplýst fólk, sem ekki hefur verið beitt neins konar nauðung. Við kærum okkur ekki um hvíta þrælasölu. En það er einmitt auðveldara að vernda rétt kvennanna, ef vændi er leyft eða þolað, svo að það sé ofanjarðar. Bann kemur ekki í veg fyrir vændi, heldur gerir illt verra. Þótt náttúran sé lamin með lurk, þá leitar hún út um síðir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hannes Hólmsteinn Gissurarson Skoðanir Mest lesið 40 ára ráðgáta leyst Arnór Bjarki Svarfdal Skoðun Stjórnlaust útlendingahatur Útlendingastofnunar Jón Frímann Jónsson Skoðun Kvenréttindi varða okkur öll - óháð kyni Rósa S. Sigurðardóttir Skoðun Innviðauppbygging og viðhald í Sveitarfélaginu Árborg Álfheiður Eymarsdóttir,Sveinn Ægir Birgisson Skoðun Jólin og börnin okkar: Að leggja áherslu á samveru frekar en gjafir Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Hverskonar frelsi vill Viðreisn? Reynir Böðvarsson Skoðun Af hverju hóflegan jöfnuð fremur en ójöfnuð? Guðmundur D. Haraldsson Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Móses og Martin Luther King Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun Forvarnir og fyrirmyndir er á ábyrgð okkar allra Arnrún María Magnúsdóttir Skoðun Smábátar bjóða betur! Kjartan Páll Sveinsson Skoðun
Menn geta talið rétt að leyfa einhverja háttsemi eða þola, þótt þeir séu ekki hlynntir henni og jafnvel andvígir. Ástæðurnar eru aðallega tvenns konar, en fara oftast saman: Afleiðingarnar af því að banna slíka háttsemi eru verri en afleiðingarnar af að leyfa hana, og fullorðið, skynsamt fólk hefur rétt til að gera það, sem það vill, svo framarlega sem það skaðar ekki aðra eða stofnar góðri allsherjarreglu í voða. Þessar röksemdir eiga báðar við um klám og vændi, en mér til nokkurrar furðu hafa síðustu misseri heyrst raddir um, að lögreglan ætti að snúa sér að baráttu gegn þessum tveimur gamalkunnu fyrirbærum mannlífsins. Klám er loðið og teygjanlegt hugtak, eins og Jónatan Þórmundsson prófessor hefur bent á. Það, sem var talið klám fyrir þrjátíu árum, er nú talið sjálfsagt. Þegar af þeirri ástæðu er óskynsamlegt að banna klám. Lög verða að vera skýr og auðvelt að framfylgja þeim. En mestu máli skiptir auðvitað spurningin: Hvar er fórnarlambið? Tvær ungar stúlkar drýgja tekjurnar með atlotum fyrir framan upptökuvél. Aldraður kynferðislegur munaðarleysingi kaupir snælduna með þeim úti í búð og horfir á heima hjá sér. Hver er verr settur fyrir vikið? Stúlkurnar þurftu féð, og gamli maðurinn nýtur myndarinnar. Það ætti að vera óþarfi að taka fram, að klámið, jafnt framleiðsla þess og neysla, hlýtur vitaskuld að einskorðast við fullorðið, upplýst fólk, sem ekki hefur verið beitt neins konar nauðung. Formælendur banns við klámi svara því til, að klám auki á kynferðisglæpi. Ég hygg, að þessu sé þveröfugt farið. Menn, sem svali fýsnum sínum með klámi, geri það þá síður með áreitni við annað fólk. Bannmenn segja í öðru lagi, að klámið skapi ranghugmyndir um kynferðismál. En öll afþreying er í eðli sínu um hið sögulega eða óvenjulega. Þetta eru því engin rök fyrir því að banna klám. Femínistar í röðum bannmanna segja í þriðja lagi, að með kláminu séu konur óvirtar. Þær séu gerðar að hlut eða leikfangi. Þetta má til sanns vegar færa, en nægir ekki til að rökstyðja bannið. Raunar beinist ekki allt klám að konum. Sumir neytendur kláms eru til dæmis konur eða samkynhneigðir karlar. Öll blöð skrifa fjálglega þessa dagana um, að von sé bráðlega á nektardansflokki karla til landsins, Chippendales. Á ekki að banna sýningar hans með slíkum rökum? Ótalin er ein röksemd fyrir því að þola eða leyfa klám. Hún er, að lögreglumenn, sem eiga að framfylgja banni við klámi, gera ekki annað á meðan. En önnur verkefni lögreglunnar eru miklu brýnni. Þessi röksemd á enn frekar við um vændi. Um það gildir hið sama og klám, að erfitt er að koma auga á fórnarlambið. Kona selur blíðu sína og karl kaupir. Hver er verr settur fyrir vikið? Reynslan hefur síðan sýnt, að afleiðingarnar af því að banna vændi eru miklu verri en afleiðingarnar af því að leyfa það. Slíkt bann kemur ekki í veg fyrir vændið, heldur hrekur það inn í neðanjarðarhagkerfið, þar sem stúlkurnar, sem það stunda, verða réttlausar. Bannið torveldar líka heilbrigðiseftirlit með konunum og viðskiptavinum þeirra, svo að hætta eykst á smiti kynsjúkdóma. Vændiskonurnar bera ekki heldur byrðar til jafns við aðra borgara, ef vændið er ólöglegt og þær greiða ekki skatta af tekjum sínum. Femínistar segja, að engar konur leggi fyrir sig vændi af fúsum vilja. Það er hugsanlega rétt, en nægir ekki til að banna einhverjum kynsystrum þeirra að framfleyta sér á þann hátt. Hver gerist tannlæknir af einskærum áhuga á starfinu? En af tvennu illu er skárra, að vændið sé sýnilegt og undir eftirliti en neðanjarðar, þar sem glæpahringir stjórna því. Enn ætti að vera óþarfi að taka fram, að slík viðskipti hljóta að einskorðast við fullorðið, upplýst fólk, sem ekki hefur verið beitt neins konar nauðung. Við kærum okkur ekki um hvíta þrælasölu. En það er einmitt auðveldara að vernda rétt kvennanna, ef vændi er leyft eða þolað, svo að það sé ofanjarðar. Bann kemur ekki í veg fyrir vændi, heldur gerir illt verra. Þótt náttúran sé lamin með lurk, þá leitar hún út um síðir.
Innviðauppbygging og viðhald í Sveitarfélaginu Árborg Álfheiður Eymarsdóttir,Sveinn Ægir Birgisson Skoðun
Jólin og börnin okkar: Að leggja áherslu á samveru frekar en gjafir Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Innviðauppbygging og viðhald í Sveitarfélaginu Árborg Álfheiður Eymarsdóttir,Sveinn Ægir Birgisson Skoðun
Jólin og börnin okkar: Að leggja áherslu á samveru frekar en gjafir Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun