Baráttujafntefli í Krikanum 11. ágúst 2006 10:00 tryggvi sterkur Tryggvi Guðmundsson skoraði tvö góð mörk í gær og lék vel fyrir FH. Fótbolti Eftir snarpa byrjun Fylkismanna náði FH fljótt góðum tökum á leiknum og komst yfir á 7. mínútu. Dennis Siim, sem var að spila sinn fyrsta leik fyrir FH í sumar, átti góða sendingu á Tryggva Guðmundsson, sem kom boltanum í netið eftir einfaldan samleik við André Lindbaek. Vel gert hjá Tryggva. Páll Einarsson, leikmaður Fylkis, komst í dauðafæri í byrjun leiks en Daði Lárusson varði slakt skot hans. Fylkismenn gáfust ekki upp og þjörmuðu að FH-ingum með ágætis spilamennsku, en gekk illa að skapa marktækfæri. Eftir hornspyrnu jafnaði Fylkir metin með ansi skrautlegu marki. Daða Lárussyni mistókst að kýla boltann frá markinu með þeim afleiðingum að boltinn endaði í marki FH-inga. Slysalegt sjálfsmark hjá Daða, svo ekki sé meira sagt. Á 25. mínútu bætti Tryggvi öðru marki sínu við eftir fallega sendingu frá Ólafi Páli Snorrasyni. Arnar Þór Úlfarsson gleymdi sér í varnarleiknum og það nýtti Tryggvi sér vel. FH því komið með forystu að nýju. Seinni hálfleikurinn byrjaði fjörlega. André Lindbæk fékk fyrsta færi í seinni hálfleik þegar hann kom ágætis skoti á markið úr teignum, en Fjalar Þorgeirsson, markvörður Fylkis, sá við honum. Fylkismenn léku ágætlega á upphafsmínútum seinni hálfleiks en gekk sem fyrr, erfiðlega að skapa marktækifæri. Páll Einarsson sýndi lipra takta þegar hann lagði upp færi fyrir Christian Christiansen en Ármann Smári Björnsson, sem nýlega var valinn í A-landsliðshópinn í fyrsta skipti, bjargaði með skriðtæklingu á síðustu stundu. Lítið jafnvægi var í miðjuspili beggja liða en það voru einna helst Eyjólfur Héðinsson og Sigurvin Ólafsson sem glöddu augað með góðum leikskilningi. Páll Einarsson, sem hafði ekki látið mikið til sín taka, jafnaði leikinn á 60. mínútu með fallegu skoti efst í markhornið úr þröngu færi. Fylkismenn héldu áfram að sækja eftir markið en FH-ingum tókst smá saman að koma skerpa sóknarleikinn, og ná með því yfirhöndinni í leiknum. En markið lét þó á sér standa. Þrátt fyrir að FH oft leikið betur en í gær, þá virðist fátt geta komið í veg fyrir að leikmenn liðsins fagni Íslandsmeistaratitlinum þriðja árið í röð. Fylkismenn þurfa hins vegar, eins og önnur lið í deildinni, að berjast fyrir sæti sínu sínu fram í síðustu umferð. Þeir þurfa þó ekki að hafa áhyggjur ef leikmenn berjast eins og þeir gerðu í seinni hálfleik í gær. Íþróttir Mest lesið Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Golf „Fótboltinn var grimmur við okkur“ Fótbolti „Við vorum úr leik en svo komum við til baka“ Fótbolti Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Körfubolti Öll sextíu sigra liðin 0-1 undir í sínum einvígum Körfubolti Inter í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir stórbrotið einvígi Fótbolti 150 milljónir fylgdust með sögulegum sigri Sport Ármenningar einum sigri frá sæti í Bónus deildinni Körfubolti Aron Einar verður ekki með Þórsurum í sumar Fótbolti Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Handbolti Fleiri fréttir Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Öll sextíu sigra liðin 0-1 undir í sínum einvígum „Við vorum úr leik en svo komum við til baka“ „Fótboltinn var grimmur við okkur“ Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Inter í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir stórbrotið einvígi 150 milljónir fylgdust með sögulegum sigri Ármenningar einum sigri frá sæti í Bónus deildinni Halda málþing um veðmál í íslensku íþróttalífi Aron Einar verður ekki með Þórsurum í sumar Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Milljarðar í kassann á leik kvöldsins og nýtt met Ráðherra bað stuðningsmenn Liverpool afsökunar Lék sinn fyrsta leik með Al-Gharafa í rúma þrjá mánuði Brasilíudvöl í kortunum hjá Jorginho Dembélé klár fyrir leikinn gegn Arsenal Sonur Ronaldos í fyrsta sinn í landsliði Ingvar gerir ráð fyrir að vera klár í næsta leik Fimm mörk að meðaltali í leik hjá KR Ældi á svellinu eftir höfuðhögg Byrjaður að ganga fimm dögum eftir að hafa fallið sex metra úr stúkunni Segir að Cecilía verði keypt fyrir metverð Kroos segir að Pedri sé mikilvægari en Yamal, Raphinha og Lewandowski Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“ Önnur sigurkarfa Gordons í úrslitakeppninni „Ofboðslega meðvitaður um að ég eigi ekki marga svona leiki eftir“ Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Sjáðu partýið í Kópavogi, Gylfa afgreiða Fram og nýliðana í stuði Ákalli svarað með afreksmiðstöð Sjá meira
Fótbolti Eftir snarpa byrjun Fylkismanna náði FH fljótt góðum tökum á leiknum og komst yfir á 7. mínútu. Dennis Siim, sem var að spila sinn fyrsta leik fyrir FH í sumar, átti góða sendingu á Tryggva Guðmundsson, sem kom boltanum í netið eftir einfaldan samleik við André Lindbaek. Vel gert hjá Tryggva. Páll Einarsson, leikmaður Fylkis, komst í dauðafæri í byrjun leiks en Daði Lárusson varði slakt skot hans. Fylkismenn gáfust ekki upp og þjörmuðu að FH-ingum með ágætis spilamennsku, en gekk illa að skapa marktækfæri. Eftir hornspyrnu jafnaði Fylkir metin með ansi skrautlegu marki. Daða Lárussyni mistókst að kýla boltann frá markinu með þeim afleiðingum að boltinn endaði í marki FH-inga. Slysalegt sjálfsmark hjá Daða, svo ekki sé meira sagt. Á 25. mínútu bætti Tryggvi öðru marki sínu við eftir fallega sendingu frá Ólafi Páli Snorrasyni. Arnar Þór Úlfarsson gleymdi sér í varnarleiknum og það nýtti Tryggvi sér vel. FH því komið með forystu að nýju. Seinni hálfleikurinn byrjaði fjörlega. André Lindbæk fékk fyrsta færi í seinni hálfleik þegar hann kom ágætis skoti á markið úr teignum, en Fjalar Þorgeirsson, markvörður Fylkis, sá við honum. Fylkismenn léku ágætlega á upphafsmínútum seinni hálfleiks en gekk sem fyrr, erfiðlega að skapa marktækifæri. Páll Einarsson sýndi lipra takta þegar hann lagði upp færi fyrir Christian Christiansen en Ármann Smári Björnsson, sem nýlega var valinn í A-landsliðshópinn í fyrsta skipti, bjargaði með skriðtæklingu á síðustu stundu. Lítið jafnvægi var í miðjuspili beggja liða en það voru einna helst Eyjólfur Héðinsson og Sigurvin Ólafsson sem glöddu augað með góðum leikskilningi. Páll Einarsson, sem hafði ekki látið mikið til sín taka, jafnaði leikinn á 60. mínútu með fallegu skoti efst í markhornið úr þröngu færi. Fylkismenn héldu áfram að sækja eftir markið en FH-ingum tókst smá saman að koma skerpa sóknarleikinn, og ná með því yfirhöndinni í leiknum. En markið lét þó á sér standa. Þrátt fyrir að FH oft leikið betur en í gær, þá virðist fátt geta komið í veg fyrir að leikmenn liðsins fagni Íslandsmeistaratitlinum þriðja árið í röð. Fylkismenn þurfa hins vegar, eins og önnur lið í deildinni, að berjast fyrir sæti sínu sínu fram í síðustu umferð. Þeir þurfa þó ekki að hafa áhyggjur ef leikmenn berjast eins og þeir gerðu í seinni hálfleik í gær.
Íþróttir Mest lesið Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Golf „Fótboltinn var grimmur við okkur“ Fótbolti „Við vorum úr leik en svo komum við til baka“ Fótbolti Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Körfubolti Öll sextíu sigra liðin 0-1 undir í sínum einvígum Körfubolti Inter í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir stórbrotið einvígi Fótbolti 150 milljónir fylgdust með sögulegum sigri Sport Ármenningar einum sigri frá sæti í Bónus deildinni Körfubolti Aron Einar verður ekki með Þórsurum í sumar Fótbolti Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Handbolti Fleiri fréttir Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Öll sextíu sigra liðin 0-1 undir í sínum einvígum „Við vorum úr leik en svo komum við til baka“ „Fótboltinn var grimmur við okkur“ Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Inter í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir stórbrotið einvígi 150 milljónir fylgdust með sögulegum sigri Ármenningar einum sigri frá sæti í Bónus deildinni Halda málþing um veðmál í íslensku íþróttalífi Aron Einar verður ekki með Þórsurum í sumar Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Milljarðar í kassann á leik kvöldsins og nýtt met Ráðherra bað stuðningsmenn Liverpool afsökunar Lék sinn fyrsta leik með Al-Gharafa í rúma þrjá mánuði Brasilíudvöl í kortunum hjá Jorginho Dembélé klár fyrir leikinn gegn Arsenal Sonur Ronaldos í fyrsta sinn í landsliði Ingvar gerir ráð fyrir að vera klár í næsta leik Fimm mörk að meðaltali í leik hjá KR Ældi á svellinu eftir höfuðhögg Byrjaður að ganga fimm dögum eftir að hafa fallið sex metra úr stúkunni Segir að Cecilía verði keypt fyrir metverð Kroos segir að Pedri sé mikilvægari en Yamal, Raphinha og Lewandowski Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“ Önnur sigurkarfa Gordons í úrslitakeppninni „Ofboðslega meðvitaður um að ég eigi ekki marga svona leiki eftir“ Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Sjáðu partýið í Kópavogi, Gylfa afgreiða Fram og nýliðana í stuði Ákalli svarað með afreksmiðstöð Sjá meira