Um 600 tilkynningar á ári um brot gegn börnum 23. ágúst 2006 08:00 Tilkynningum til Neyðarlínunnar um brot gegn börnum fer stöðugt fjölgandi. Ekki eru nema tvö og hálft ár síðan farið var af stað með þessa þjónustu í 112. Neyðarlínan 112 tekur á móti 50-60 símtölum að meðaltali á mánuði þar sem tilkynnt er um brot gegn börnum, að sögn Kristjáns Hoffmann, gæðastjóra 112. Það gera um 600 tilkynningar um slík brot á ári. Í langflestum tilvikum er um vanrækslu á börnum að ræða, áhættuhegðun eða ofbeldi gegn þeim. Barnaverndarstofa hefur tekið saman tölur fyrir Fréttablaðið um fjölda mála, sem komu til barnaverndarnefnda frá Neyðarlínunni 112, fyrir fyrstu fjóra mánuði áranna 2005 og 2006. Af þeim má ráða að umtalsverð aukning hafi orðið á milli ára. Þannig voru tilkynningar frá Neyðarlínunni samtals 71 á fyrstu fjórum mánuðunum 2005 og 159 talsins á sama tímabili í ár. Af síðarnefndu tölunni urðu 119 barnaverndarmál. Langflest símtalanna bárust úr Reykjavík, en einnig allnokkur annars staðar af höfuðborgarsvæðinu svo og frá einstökum stöðum á landsbyggðinni. Kristján kveðst ekki hafa tölu yfir hversu margar tilkynningar hafi borist 112 frá 1. febrúar 2004 þegar þessi þjónusta hófst, þar sem þróa hafi þurft sérstakt bókunarkerfi í byrjun. Hitt sé ljóst að fjöldi innhringinga af þessum toga hafi farið vaxandi frá því að 112 fór af stað með þjónustuna. Hvað varðar lægri tölu frá Barnaverndarstofu heldur en við áætlum getur sá mismunur átt sér skýringar, segir hann. Það geta borist til dæmis borist tvær hringingar vegna sama atburðar með klukkustundar millibili. Við erum búnir að afgreiða málið til barnaverndarnefndar eftir fyrri tilkynninguna. Þegar síðari tilkynningin berst hækkar hún ef til vill forgang málsins þannig að við sendum lögreglu á staðinn og látum barnaverndarnefnd vita. Þarna eru komnar tvær innhringingar til okkar sem verða að einu máli hjá barnaverndarnefnd. Kristján segir berast til 112 tilkynningar sem hann telji að myndu ekki skila sér ef þessi neyðarþjónusta væri ekki til staðar. Fólk veigrar sér kannski við því að ónáða aðra að kvöldi eða nóttu, eða þá að leita að símanúmerum. Það þarf að geta látið vita um leið og atburðurinn á sér stað, en vill þó ekki kalla til lögreglu. 112 er þá orðinn valkostur sem ég trúi að fólk eigi eftir að nota sér í vaxandi mæli. Spurður segir Kristján að starfsmenn Neyðarlínu kalli til lögreglu í einu til tveimur tilvikum af hverjum tíu þar sem brot gegn börnum eru tilkynnt. Innlent Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Innlent Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Innlent Fleiri fréttir Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Sjá meira
Neyðarlínan 112 tekur á móti 50-60 símtölum að meðaltali á mánuði þar sem tilkynnt er um brot gegn börnum, að sögn Kristjáns Hoffmann, gæðastjóra 112. Það gera um 600 tilkynningar um slík brot á ári. Í langflestum tilvikum er um vanrækslu á börnum að ræða, áhættuhegðun eða ofbeldi gegn þeim. Barnaverndarstofa hefur tekið saman tölur fyrir Fréttablaðið um fjölda mála, sem komu til barnaverndarnefnda frá Neyðarlínunni 112, fyrir fyrstu fjóra mánuði áranna 2005 og 2006. Af þeim má ráða að umtalsverð aukning hafi orðið á milli ára. Þannig voru tilkynningar frá Neyðarlínunni samtals 71 á fyrstu fjórum mánuðunum 2005 og 159 talsins á sama tímabili í ár. Af síðarnefndu tölunni urðu 119 barnaverndarmál. Langflest símtalanna bárust úr Reykjavík, en einnig allnokkur annars staðar af höfuðborgarsvæðinu svo og frá einstökum stöðum á landsbyggðinni. Kristján kveðst ekki hafa tölu yfir hversu margar tilkynningar hafi borist 112 frá 1. febrúar 2004 þegar þessi þjónusta hófst, þar sem þróa hafi þurft sérstakt bókunarkerfi í byrjun. Hitt sé ljóst að fjöldi innhringinga af þessum toga hafi farið vaxandi frá því að 112 fór af stað með þjónustuna. Hvað varðar lægri tölu frá Barnaverndarstofu heldur en við áætlum getur sá mismunur átt sér skýringar, segir hann. Það geta borist til dæmis borist tvær hringingar vegna sama atburðar með klukkustundar millibili. Við erum búnir að afgreiða málið til barnaverndarnefndar eftir fyrri tilkynninguna. Þegar síðari tilkynningin berst hækkar hún ef til vill forgang málsins þannig að við sendum lögreglu á staðinn og látum barnaverndarnefnd vita. Þarna eru komnar tvær innhringingar til okkar sem verða að einu máli hjá barnaverndarnefnd. Kristján segir berast til 112 tilkynningar sem hann telji að myndu ekki skila sér ef þessi neyðarþjónusta væri ekki til staðar. Fólk veigrar sér kannski við því að ónáða aðra að kvöldi eða nóttu, eða þá að leita að símanúmerum. Það þarf að geta látið vita um leið og atburðurinn á sér stað, en vill þó ekki kalla til lögreglu. 112 er þá orðinn valkostur sem ég trúi að fólk eigi eftir að nota sér í vaxandi mæli. Spurður segir Kristján að starfsmenn Neyðarlínu kalli til lögreglu í einu til tveimur tilvikum af hverjum tíu þar sem brot gegn börnum eru tilkynnt.
Innlent Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Innlent Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Innlent Fleiri fréttir Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Sjá meira