Stjórnarsamstarfið 25. ágúst 2006 00:28 Tryggvi Þórhallsson á heiðurinn af einhverju heimskulegasta vígorðinu í íslenskum stjórnmálum: „Allt er betra en íhaldið!" Stjórnmálaflokkar eiga ekki að útiloka neina samstarfskosti. Í lýðræðisríki þurfa allir að starfa með öllum. Íslensk stjórnmál snúast um málamiðlanir, ekki stríð. Það er þess vegna afturhvarf til verri tíma, að Ingibjörg Sólrún Gísladóttir hefur nánast útilokað samstarf við Sjálfstæðisflokkinn og gert það að æðstu köllun lífs síns að berjast gegn forystumönnum hans. Í hinni alræmdu Borgarnesræðu í febrúar 2003, þegar hún hóf baráttu Samfylkingar fyrir þingkosningar það árið, var fátt sagt um það, hvernig flokkur hennar hygðist auðvelda almenningi að bæta kjör sín, heldur var þar helst dylgjað um, að Davíð Oddsson, þáverandi forsætisráðherra, bæri ábyrgð á skattrannsókn á Jóni Ólafssyni Lundúnafara og fyrirtækja hans. Ýmsir hrokafullir menntamenn í Reykjavík, nákomnir Ingibjörgu Sólrúnu, segja síðan, að Framsóknarflokkurinn sé úreltur. Það hlakkar í þeim, þegar birtar eru skoðanakannanir óhagstæðar flokknum. Þetta hljómar undarlega frá fólki, sem beitir sér fyrir „umræðustjórnmálum". Framsóknarflokkurinn á merkilega sögu, djúpar rætur í þjóðarsálinni og berst fyrir viðhorfum, sem ber að virða. Ísland var í þúsund ár landbúnaðarland, og það er ekki unnt að svipta bændur skilyrðum til starfsemi þeirra með einu pennastriki, þótt sjálfsagt sé að leyfa innflutning landbúnaðarvara í áföngum til að tryggja samkeppni og lægra matvælaverð. Það verður einmitt að gerast í samstarfi við bændur, ekki stríði við þá. Þessir hrokafullu menntamenn í Reykjavík tala iðulega um það, að Jón Baldvin Hannibalsson hafi verið frjálslyndari en Davíð Oddsson, þegar þeir störfuðu saman í ríkisstjórn 1991-1995. Þeir hafa gleymt því, að Alþýðuflokkurinn stöðvaði á því tímabili sölu ríkisbankanna tveggja. Ástæðan var, að sumir þingmenn flokksins, svo sem Jóhanna Sigurðardóttir og Össur Skarphéðinsson, voru andvíg sölu bankanna. Þessir reykvísku oflátungar hafa líka gleymt því, að forystumenn Alþýðuflokksins kröfðust hátekjuskattsins, sem er óhagkvæmur skattur. Eðlilegast og einfaldast er að leggja flatan skatt á allan tekjur. Ekki má heldur gleyma hinni hörðu baráttu Alþýðuflokksins gegn útgerðarfyrirtækjum undir fána „auðlindaskatts". Það gekk miklu betur að auka atvinnufrelsi og opna hagkerfið í samstarfi Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks frá 1995. Ástæðan er sú, að framsóknarmenn skilja betur en jafnaðarmenn kosti einkaeignarréttar. Kvótakerfið fékk til dæmis að þroskast, vaxa og dafna undir stjórn Þorsteins Pálssonar og með stuðningi þeirra Davíðs Oddssonar og Halldórs Ásgrímssonar. Bankarnir voru seldir ásamt Símanum og mörg önnur fyrirtæki. Hefur munað stórkostlega um þetta skref til aukins frelsis. Skattar voru lækkaðir, þótt hitt gerðist vissulega í góðærinu, að heildarskatttekjur ríkisins jukust um leið, meðal annars vegna þess að menn, sem áður höfðu svo lágar tekjur, að þeir greiddu ekki skatta, eru nú orðnir aflögufærir. Mér er óskiljanlegt, hvers vegna það er talið harmsefni. Framsóknarmenn hafa nú tekið höndum saman við sjálfstæðismenn um að skoða, hvernig Íslendingar geti haldið áfram að laða erlent fjármagn og fyrirtæki til landsins með lágum sköttum og traustu rekstrarumhverfi. Þannig getur Ísland nýtt sérstöðu sína utan Evrópusambandsins. Nú hefur Framsóknarflokkurinn kosið sér nýjan formann, Jón Sigurðsson, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, sem hefur þekkingu og skilning á lögmálum atvinnulífsins. Guðni Ágústsson var endurkjörinn varaformaður, en hann er góður fulltrúi hinna gömlu gilda flokksins. Verkefni hinnar nýju forystusveitar verður að halda utan um fastafylgi flokksins til sjávar og sveita, sem er meira en skoðanakannanir sýna. Þetta verður ekki gert með tillögum Samfylkingarinnar um aðild að Evrópusambandinu. Í næstu kosningum verður valið vonandi skýrt. Það getur orðið milli núverandi stjórnarflokka, sem lofi áframhaldandi skattalækkunum, niðurfellingu vörugjalds og tolla, lægra matvælaverði og hærri launum, eða Samfylkingar og vinstri grænna, sem stöðva vilja nýtingu náttúruauðlindanna, lama verðmætasköpun með skattahækkunum, auka verðbólgu með fjáraustri í allar áttir, safna skuldum (eins og Ingibjörg Sólrún gerði í Reykjavík) og loka Ísland inni í Evrópusambandinu. En vonandi kemur sú tíð, að Samfylkingin verði stjórnarhæf, losi sig við hatrið, sem rekur málsvara hennar áfram, og skilji, hver tækifæri og takmörk Íslands eru. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hannes Hólmsteinn Gissurarson Skoðanir Mest lesið 40 ára ráðgáta leyst Arnór Bjarki Svarfdal Skoðun Stjórnlaust útlendingahatur Útlendingastofnunar Jón Frímann Jónsson Skoðun Kvenréttindi varða okkur öll - óháð kyni Rósa S. Sigurðardóttir Skoðun Innviðauppbygging og viðhald í Sveitarfélaginu Árborg Álfheiður Eymarsdóttir,Sveinn Ægir Birgisson Skoðun Jólin og börnin okkar: Að leggja áherslu á samveru frekar en gjafir Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Hverskonar frelsi vill Viðreisn? Reynir Böðvarsson Skoðun Af hverju hóflegan jöfnuð fremur en ójöfnuð? Guðmundur D. Haraldsson Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Móses og Martin Luther King Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun Smábátar bjóða betur! Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Forvarnir og fyrirmyndir er á ábyrgð okkar allra Arnrún María Magnúsdóttir Skoðun
Tryggvi Þórhallsson á heiðurinn af einhverju heimskulegasta vígorðinu í íslenskum stjórnmálum: „Allt er betra en íhaldið!" Stjórnmálaflokkar eiga ekki að útiloka neina samstarfskosti. Í lýðræðisríki þurfa allir að starfa með öllum. Íslensk stjórnmál snúast um málamiðlanir, ekki stríð. Það er þess vegna afturhvarf til verri tíma, að Ingibjörg Sólrún Gísladóttir hefur nánast útilokað samstarf við Sjálfstæðisflokkinn og gert það að æðstu köllun lífs síns að berjast gegn forystumönnum hans. Í hinni alræmdu Borgarnesræðu í febrúar 2003, þegar hún hóf baráttu Samfylkingar fyrir þingkosningar það árið, var fátt sagt um það, hvernig flokkur hennar hygðist auðvelda almenningi að bæta kjör sín, heldur var þar helst dylgjað um, að Davíð Oddsson, þáverandi forsætisráðherra, bæri ábyrgð á skattrannsókn á Jóni Ólafssyni Lundúnafara og fyrirtækja hans. Ýmsir hrokafullir menntamenn í Reykjavík, nákomnir Ingibjörgu Sólrúnu, segja síðan, að Framsóknarflokkurinn sé úreltur. Það hlakkar í þeim, þegar birtar eru skoðanakannanir óhagstæðar flokknum. Þetta hljómar undarlega frá fólki, sem beitir sér fyrir „umræðustjórnmálum". Framsóknarflokkurinn á merkilega sögu, djúpar rætur í þjóðarsálinni og berst fyrir viðhorfum, sem ber að virða. Ísland var í þúsund ár landbúnaðarland, og það er ekki unnt að svipta bændur skilyrðum til starfsemi þeirra með einu pennastriki, þótt sjálfsagt sé að leyfa innflutning landbúnaðarvara í áföngum til að tryggja samkeppni og lægra matvælaverð. Það verður einmitt að gerast í samstarfi við bændur, ekki stríði við þá. Þessir hrokafullu menntamenn í Reykjavík tala iðulega um það, að Jón Baldvin Hannibalsson hafi verið frjálslyndari en Davíð Oddsson, þegar þeir störfuðu saman í ríkisstjórn 1991-1995. Þeir hafa gleymt því, að Alþýðuflokkurinn stöðvaði á því tímabili sölu ríkisbankanna tveggja. Ástæðan var, að sumir þingmenn flokksins, svo sem Jóhanna Sigurðardóttir og Össur Skarphéðinsson, voru andvíg sölu bankanna. Þessir reykvísku oflátungar hafa líka gleymt því, að forystumenn Alþýðuflokksins kröfðust hátekjuskattsins, sem er óhagkvæmur skattur. Eðlilegast og einfaldast er að leggja flatan skatt á allan tekjur. Ekki má heldur gleyma hinni hörðu baráttu Alþýðuflokksins gegn útgerðarfyrirtækjum undir fána „auðlindaskatts". Það gekk miklu betur að auka atvinnufrelsi og opna hagkerfið í samstarfi Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks frá 1995. Ástæðan er sú, að framsóknarmenn skilja betur en jafnaðarmenn kosti einkaeignarréttar. Kvótakerfið fékk til dæmis að þroskast, vaxa og dafna undir stjórn Þorsteins Pálssonar og með stuðningi þeirra Davíðs Oddssonar og Halldórs Ásgrímssonar. Bankarnir voru seldir ásamt Símanum og mörg önnur fyrirtæki. Hefur munað stórkostlega um þetta skref til aukins frelsis. Skattar voru lækkaðir, þótt hitt gerðist vissulega í góðærinu, að heildarskatttekjur ríkisins jukust um leið, meðal annars vegna þess að menn, sem áður höfðu svo lágar tekjur, að þeir greiddu ekki skatta, eru nú orðnir aflögufærir. Mér er óskiljanlegt, hvers vegna það er talið harmsefni. Framsóknarmenn hafa nú tekið höndum saman við sjálfstæðismenn um að skoða, hvernig Íslendingar geti haldið áfram að laða erlent fjármagn og fyrirtæki til landsins með lágum sköttum og traustu rekstrarumhverfi. Þannig getur Ísland nýtt sérstöðu sína utan Evrópusambandsins. Nú hefur Framsóknarflokkurinn kosið sér nýjan formann, Jón Sigurðsson, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, sem hefur þekkingu og skilning á lögmálum atvinnulífsins. Guðni Ágústsson var endurkjörinn varaformaður, en hann er góður fulltrúi hinna gömlu gilda flokksins. Verkefni hinnar nýju forystusveitar verður að halda utan um fastafylgi flokksins til sjávar og sveita, sem er meira en skoðanakannanir sýna. Þetta verður ekki gert með tillögum Samfylkingarinnar um aðild að Evrópusambandinu. Í næstu kosningum verður valið vonandi skýrt. Það getur orðið milli núverandi stjórnarflokka, sem lofi áframhaldandi skattalækkunum, niðurfellingu vörugjalds og tolla, lægra matvælaverði og hærri launum, eða Samfylkingar og vinstri grænna, sem stöðva vilja nýtingu náttúruauðlindanna, lama verðmætasköpun með skattahækkunum, auka verðbólgu með fjáraustri í allar áttir, safna skuldum (eins og Ingibjörg Sólrún gerði í Reykjavík) og loka Ísland inni í Evrópusambandinu. En vonandi kemur sú tíð, að Samfylkingin verði stjórnarhæf, losi sig við hatrið, sem rekur málsvara hennar áfram, og skilji, hver tækifæri og takmörk Íslands eru.
Innviðauppbygging og viðhald í Sveitarfélaginu Árborg Álfheiður Eymarsdóttir,Sveinn Ægir Birgisson Skoðun
Jólin og börnin okkar: Að leggja áherslu á samveru frekar en gjafir Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Innviðauppbygging og viðhald í Sveitarfélaginu Árborg Álfheiður Eymarsdóttir,Sveinn Ægir Birgisson Skoðun
Jólin og börnin okkar: Að leggja áherslu á samveru frekar en gjafir Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun