Íslandssafn í Sognafirði 27. ágúst 2006 09:00 Ásgeir Ásgeirsson Össur Skarphéðinsson, þingmaður Samfylkingarinnar og nefndarmaður í Þingvallanefnd, leggur til að ríkisstjórn Íslands hafi frumkvæði gagnvart ríkisstjórn Noregs, um stofnun safns í Sognafirði í Noregi til að lyfta minningu áa okkar sem námu Ísland frá þessum stað, eins og Össur orðaði það í samtali við Fréttablaðið. Hann er nýkominn úr stuttri heimsókn til Gulen í Sognafirði en þar starfaði Gulaþing hið forna. Frá þeim slóðum komu landnámsmenn Íslands og var skyldleiki með Gulaþingi og Alþingi Íslendinga á Þingvöllum. Einnig var skyldleiki þinganna tveggja við hið þriðja, Tynwall á eyjunni Mön, og vilja forsvarsmenn Gulaþings efna til samstarfs þinganna þriggja. Össur fór utan til viðræðna við heimamenn sem fulltrúi Þingvallanefndar. Þeir vilja koma þessu á kortið sem sameiginlegri táknmynd um þróun lýðræðishefðar, sagði Össur um hugmyndir Norðmannanna. Össur er fráleitt fyrsti íslenski stjórnmálamaðurinn sem sækir Sognafjörð heim. Ásgeir Ásgeirsson kom þarna á skipi 1951. Hann sigldi fram hjá lítilli bryggju en átti samkvæmt dagskrá ekki að fara í land. Heimamenn höfðu látið barnakórinn æfa íslenska þjóðsönginn og Ásgeir hreifst svo af söngnum að hann skipaði svo fyrir að skipinu skyldi snúið að bryggju. Hann dvaldi þar lengi dags og þjóðsagan í Sognafirðinum segir að hann hafi sett norska mold í silfuröskjur og haft með sér til Bessastaða. Nokkrum árum síðar voru 30 Íslendingar á ferð á sömu slóðum, undir forystu Bjarna Benediktssonar þingmanns, síðar forsætisráðherra. Á nákvæmlega sama stað voru þeir sæddir í land, nú af angurværum harmonikkuleik. Tveir merkir stjórnmálaskörungar tengjast því þessum stað, segir Össur. Vilji hans stendur til að Íslendingar og Norðmenn treysti böndin. Þessar frændþjóðir eiga alltaf í deilum. Nú á að setja þær niður og taka ákvörðun um, af hálfu ríkisstjórnanna, að opna safn í Sognafirðinum. Það væri tilvalið að gera það þegar við loksins klárum hið erfiða deiluefni sem samningurinn um norsk-íslensku síldina er en það hlýtur að gerast á næsta ári. Innlent Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Fleiri fréttir Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Sjá meira
Össur Skarphéðinsson, þingmaður Samfylkingarinnar og nefndarmaður í Þingvallanefnd, leggur til að ríkisstjórn Íslands hafi frumkvæði gagnvart ríkisstjórn Noregs, um stofnun safns í Sognafirði í Noregi til að lyfta minningu áa okkar sem námu Ísland frá þessum stað, eins og Össur orðaði það í samtali við Fréttablaðið. Hann er nýkominn úr stuttri heimsókn til Gulen í Sognafirði en þar starfaði Gulaþing hið forna. Frá þeim slóðum komu landnámsmenn Íslands og var skyldleiki með Gulaþingi og Alþingi Íslendinga á Þingvöllum. Einnig var skyldleiki þinganna tveggja við hið þriðja, Tynwall á eyjunni Mön, og vilja forsvarsmenn Gulaþings efna til samstarfs þinganna þriggja. Össur fór utan til viðræðna við heimamenn sem fulltrúi Þingvallanefndar. Þeir vilja koma þessu á kortið sem sameiginlegri táknmynd um þróun lýðræðishefðar, sagði Össur um hugmyndir Norðmannanna. Össur er fráleitt fyrsti íslenski stjórnmálamaðurinn sem sækir Sognafjörð heim. Ásgeir Ásgeirsson kom þarna á skipi 1951. Hann sigldi fram hjá lítilli bryggju en átti samkvæmt dagskrá ekki að fara í land. Heimamenn höfðu látið barnakórinn æfa íslenska þjóðsönginn og Ásgeir hreifst svo af söngnum að hann skipaði svo fyrir að skipinu skyldi snúið að bryggju. Hann dvaldi þar lengi dags og þjóðsagan í Sognafirðinum segir að hann hafi sett norska mold í silfuröskjur og haft með sér til Bessastaða. Nokkrum árum síðar voru 30 Íslendingar á ferð á sömu slóðum, undir forystu Bjarna Benediktssonar þingmanns, síðar forsætisráðherra. Á nákvæmlega sama stað voru þeir sæddir í land, nú af angurværum harmonikkuleik. Tveir merkir stjórnmálaskörungar tengjast því þessum stað, segir Össur. Vilji hans stendur til að Íslendingar og Norðmenn treysti böndin. Þessar frændþjóðir eiga alltaf í deilum. Nú á að setja þær niður og taka ákvörðun um, af hálfu ríkisstjórnanna, að opna safn í Sognafirðinum. Það væri tilvalið að gera það þegar við loksins klárum hið erfiða deiluefni sem samningurinn um norsk-íslensku síldina er en það hlýtur að gerast á næsta ári.
Innlent Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Fleiri fréttir Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Sjá meira