Markaður leitar jafnvægis 7. september 2006 07:15 Sláturtíð Að mati forsvarsmanna afurðastöðva er kjötmarkaðurinn að leita jafnvægis eftir að kjötafurðir voru seldar undir markaðsverði. Þeir sem reka kjötvinnslur telja hækkanir síðasta árs of háar. Myndin tengist ekki efni fréttarinnar. Mynd/Hörður Verð á öllu kjöti hefur hækkað frá sláturleyfishöfum til kjötvinnslustöðva frá því í júní 2005. Forsvarsmenn kjötvinnslustöðva telja hækkanirnar óeðlilega háar. Forsvarsmenn afurðastöðva eru því ósammála og telja að markaðurinn sé að leita jafnvægis eftir miklar verðsveiflur á undanförnum árum. Fullyrt er að kjöt hafi verið selt undir kostnaðarverði um árabil. Leifur Þórsson, framkvæmdastjóri Ferskra kjötvara, segir að verð kjötvöru sem hans fyrirtæki kaupi til úrvinnslu hafi hækkað allt að tuttugu prósent frá sínum birgjum á einu ári og þar er mest hækkun á svínakjöti. Þessa hækkun staðfesta forsvarsmenn annarra fyrirtækja í kjötvinnslu, en hækkun dilka- og ungnautakjöts er um sautján prósent. Geir Gunnar Geirsson, framkvæmdastjóri Stjörnugríss, segir ástæðuna fyrir hækkunum eðlilega, þótt hann véfengi að hækkunin sé tuttugu prósent, hún sé um ellefu prósent eins og verðhækkun til bænda. „Þetta eru almennar hækkanir á markaði auk þess sem kjötið á sínum tíma var á alltof lágu verði. Kjötmarkaðurinn hefur verið að leita jafnvægis í heild sinni, sem skilar sér í hærra verði til bænda. Mönnum hlýtur að vera í fersku minni að fyrir 2005 var verðið langt fyrir neðan kostnaðarverð, sem sést á öllum þeim gjaldþrotum sem voru í þessari grein. Verðhækkanir núna ættu því ekki að koma svo mikið á óvart.“ Ingvi Stefánsson, varaformaður í stjórn Norðlenska ehf., segist ekki hissa á því að fyrirtæki sem ekki séu með slátrun beri sig illa. „Þeir sem eru ekki með allt ferlið á sinni könnu finna fyrst fyrir því þegar eftirspurn er meiri en framboð á markaðnum. Þessir aðilar nutu líka góðs af offramboðinu sem var hér á árunum 2002 til 2004. Þá voru þeir að fá kjöt frá sláturleyfishöfum á mjög góðum kjörum.“ Ingvi segir að sláturleyfishafar, eins og Norðlenska, reki kjötvinnslu jafnhliða slátrun og kaupi allt fé af bændum á fæti. „Því ættu fyrirtæki, sem hafa góða framlegð út úr því að vinna kjöt sjálfir, ekki að leggja á kjöt sem er selt til annarra.“ Forsvarsmenn samtaka bænda telja að meira eigi að skila sér til framleiðenda, en forsvarsmenn afurðastöðvanna fullyrða að hækkanir þeirra til úrvinnslustöðva endurspegli hækkanir til framleiðenda. Steinþór Skúlason, forstjóri Sláturfélags Suðurlands, segir að verð til bænda frá hans fyrirtæki hafi hækkað mun meira en Bændasamtökin hafi upplýsingar um. „Það er aftur á móti rétt að hlutur bænda hefur minnkað á meðan hlutur smásöluálagningar hefur aukist.“ Innlent Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Rúmur helmingur óhress með Trump Erlent Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Innlent Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Innlent Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Erlent Fleiri fréttir Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Sjá meira
Verð á öllu kjöti hefur hækkað frá sláturleyfishöfum til kjötvinnslustöðva frá því í júní 2005. Forsvarsmenn kjötvinnslustöðva telja hækkanirnar óeðlilega háar. Forsvarsmenn afurðastöðva eru því ósammála og telja að markaðurinn sé að leita jafnvægis eftir miklar verðsveiflur á undanförnum árum. Fullyrt er að kjöt hafi verið selt undir kostnaðarverði um árabil. Leifur Þórsson, framkvæmdastjóri Ferskra kjötvara, segir að verð kjötvöru sem hans fyrirtæki kaupi til úrvinnslu hafi hækkað allt að tuttugu prósent frá sínum birgjum á einu ári og þar er mest hækkun á svínakjöti. Þessa hækkun staðfesta forsvarsmenn annarra fyrirtækja í kjötvinnslu, en hækkun dilka- og ungnautakjöts er um sautján prósent. Geir Gunnar Geirsson, framkvæmdastjóri Stjörnugríss, segir ástæðuna fyrir hækkunum eðlilega, þótt hann véfengi að hækkunin sé tuttugu prósent, hún sé um ellefu prósent eins og verðhækkun til bænda. „Þetta eru almennar hækkanir á markaði auk þess sem kjötið á sínum tíma var á alltof lágu verði. Kjötmarkaðurinn hefur verið að leita jafnvægis í heild sinni, sem skilar sér í hærra verði til bænda. Mönnum hlýtur að vera í fersku minni að fyrir 2005 var verðið langt fyrir neðan kostnaðarverð, sem sést á öllum þeim gjaldþrotum sem voru í þessari grein. Verðhækkanir núna ættu því ekki að koma svo mikið á óvart.“ Ingvi Stefánsson, varaformaður í stjórn Norðlenska ehf., segist ekki hissa á því að fyrirtæki sem ekki séu með slátrun beri sig illa. „Þeir sem eru ekki með allt ferlið á sinni könnu finna fyrst fyrir því þegar eftirspurn er meiri en framboð á markaðnum. Þessir aðilar nutu líka góðs af offramboðinu sem var hér á árunum 2002 til 2004. Þá voru þeir að fá kjöt frá sláturleyfishöfum á mjög góðum kjörum.“ Ingvi segir að sláturleyfishafar, eins og Norðlenska, reki kjötvinnslu jafnhliða slátrun og kaupi allt fé af bændum á fæti. „Því ættu fyrirtæki, sem hafa góða framlegð út úr því að vinna kjöt sjálfir, ekki að leggja á kjöt sem er selt til annarra.“ Forsvarsmenn samtaka bænda telja að meira eigi að skila sér til framleiðenda, en forsvarsmenn afurðastöðvanna fullyrða að hækkanir þeirra til úrvinnslustöðva endurspegli hækkanir til framleiðenda. Steinþór Skúlason, forstjóri Sláturfélags Suðurlands, segir að verð til bænda frá hans fyrirtæki hafi hækkað mun meira en Bændasamtökin hafi upplýsingar um. „Það er aftur á móti rétt að hlutur bænda hefur minnkað á meðan hlutur smásöluálagningar hefur aukist.“
Innlent Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Rúmur helmingur óhress með Trump Erlent Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Innlent Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Innlent Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Erlent Fleiri fréttir Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Sjá meira