Mikill verðmunur á pasta og frosinni ýsu 7. september 2006 08:00 innkaupakarfa Samkvæmt nýrri verðlagskönnun ASÍ munar næstum fimmtungi á hæsta og lægsta verði innkaupakörfunnar. MYND/Valli Verðlagseftirlit Alþýðusamband Íslands kannaði verð í fjórum lágvöruverðsverslunum á þriðjudaginn og reyndist munurinn á lægsta og hæsta verði innkaupakörfunnar vera rúmar sautján hundruð krónur, eða átján prósent. Ódýrasta karfan var í verslun Bónus, en hún kostaði 9.780 krónur. Dýrust var karfan í verslun Kaskó, upp á 11.504 krónur. Innkaupakarfan samanstóð af fjörutíu almennum neysluvörum til heimilisins og átti hún að endurspegla dæmigerða verslunarferð hjá fjölskyldu. Í körfunni mátti meðal annars finna brauðmeti, sætabrauð, morgunkorn, smjör, ýmsar mjólkurvörur, álegg, lambalæri, fisk, ávexti, grænmeti, drykkjarvörur og þvottaefni. Minnstur verðmunur milli verslananna á einstökum vörutegundum reyndist vera á smjöri, osti og mjólkurvörum ýmiss konar, um fimm prósent eða svo. Athygli vekur að oft reyndist yfir hundrað prósenta munur á hæsta og lægsta kílóverði af pasta og jarðarberjasultu. Þá var tæplega áttatíu prósenta verðmunur á kílóverði af frosinni ýsu og 46 prósenta munur reyndist á kílóverði af frosnu lambalæri. Það er mikilvægt fyrir neytandann að horfa á alla körfuna í heild, því það munar oft mjög litlu á einstaka vöruflokkum milli verslana, segir Henný Hinz, verkefnisstjóri Verðlagseftirlits ASÍ. Það eru liðir í körfunni sem vega mjög þungt og getur verið mikill verðmunur á og veldur því að munað getur töluvert á heildarniðurstöðum. Könnunin var gerð í Bónus Holtagörðum, Krónunni Langholtsvegi, Nettó í Mjódd og Kaskó í Vesturbergi. Verðlagseftirlit Alþýðusambandsins tekur fram að einungis var um beinan verðsamanburð að ræða, en ekki var lagt mat á gæði eða þjónustu söluaðila. Innlent Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Innlent Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Innlent Svara ákalli foreldra Innlent Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Erlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Fleiri fréttir Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Sjá meira
Verðlagseftirlit Alþýðusamband Íslands kannaði verð í fjórum lágvöruverðsverslunum á þriðjudaginn og reyndist munurinn á lægsta og hæsta verði innkaupakörfunnar vera rúmar sautján hundruð krónur, eða átján prósent. Ódýrasta karfan var í verslun Bónus, en hún kostaði 9.780 krónur. Dýrust var karfan í verslun Kaskó, upp á 11.504 krónur. Innkaupakarfan samanstóð af fjörutíu almennum neysluvörum til heimilisins og átti hún að endurspegla dæmigerða verslunarferð hjá fjölskyldu. Í körfunni mátti meðal annars finna brauðmeti, sætabrauð, morgunkorn, smjör, ýmsar mjólkurvörur, álegg, lambalæri, fisk, ávexti, grænmeti, drykkjarvörur og þvottaefni. Minnstur verðmunur milli verslananna á einstökum vörutegundum reyndist vera á smjöri, osti og mjólkurvörum ýmiss konar, um fimm prósent eða svo. Athygli vekur að oft reyndist yfir hundrað prósenta munur á hæsta og lægsta kílóverði af pasta og jarðarberjasultu. Þá var tæplega áttatíu prósenta verðmunur á kílóverði af frosinni ýsu og 46 prósenta munur reyndist á kílóverði af frosnu lambalæri. Það er mikilvægt fyrir neytandann að horfa á alla körfuna í heild, því það munar oft mjög litlu á einstaka vöruflokkum milli verslana, segir Henný Hinz, verkefnisstjóri Verðlagseftirlits ASÍ. Það eru liðir í körfunni sem vega mjög þungt og getur verið mikill verðmunur á og veldur því að munað getur töluvert á heildarniðurstöðum. Könnunin var gerð í Bónus Holtagörðum, Krónunni Langholtsvegi, Nettó í Mjódd og Kaskó í Vesturbergi. Verðlagseftirlit Alþýðusambandsins tekur fram að einungis var um beinan verðsamanburð að ræða, en ekki var lagt mat á gæði eða þjónustu söluaðila.
Innlent Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Innlent Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Innlent Svara ákalli foreldra Innlent Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Erlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Fleiri fréttir Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Sjá meira