Hagkvæmari heilsugæslu 8. september 2006 00:01 Læknafélag Íslands sendi frá sér athyglisverða ályktun á dögunum. Þar sagði, að sameining sjúkrahúsanna í Reykjavík hefði verið misráðin, enda væri samkeppni sjúkrahúsa jafnmikilvæg og annarra fyrirtækja. Sjálfur ól ég með mér efasemdir, þegar Borgarspítalinn var á sínum tíma sameinaður Landakotsspítala og þeir síðan Landspítala. Þá hvarf úr sögunni samanburður á frammistöðu sjúkrahúsanna, jafnt um verð og gæði. Einn mikilvægasti kostur frjálsrar samkeppni er, að með henni aflast og kemst til skila þekking á því, hver stendur sig best í hverju. Íslenskir læknar hafa komið auga á annan höfuðkost frjálsrar samkeppni: Þá verður til áfrýjunarmöguleiki. Þar sem aðeins er einn vinnuveitandi, verða starfsmenn að sitja og standa eins og honum þóknast. Þessi vinnuveitandi þarf ekki að hóta neinu, því að allir vita, hversu dýrkeypt þeim verður að gagnrýna hann. Þá er starfsframinn í hættu, jafnvel sjálft starfið. Fræg er sagan af því, þegar Sigurður Guðmundsson skólameistari var ósáttur við einhverja fyrirætlun Jónasar Jónssonar frá Hriflu, sem þá var kennslumálaráðherra. Sigurður sagði: Ef þú gerir þetta Jónas, þá er ég farinn. Jónas lét sér hvergi bregða og sagði: Já, öhö, Sigurður minn. Farðu bara, - en hvert? Það er ekki nóg að hafa frelsi til að fara. Menn þurfa líka að vera einhvers staðar velkomnir. Við fyrstu sýn virðist hagkvæmt að sameina sjúkrahús. Þá má nýta betur dýr tæki, sérþekkingu lækna og þjónustu ýmissa fyrirtækja, til dæmis matsölustaða og þvottahúsa. En má ekki hagræða í frjálsum samningum frekar en með sameiningu? Þar sem þjónusta er hagkvæmust í stórum einingum, geta einstök sjúkrahús bundist samtökum um útboð, til dæmis um þvotta. Þar sem vandinn er sá, að dýrt tæki nýtist illa, getur eitt sjúkrahús keypt það og selt öðrum afnot við hóflegu verði. Ekki má heldur gleyma sjúklingunum. Hvers vegna mega þeir ekki velja um nokkur ólík sjúkrahús í stað þess að vera reknir í rétt eins og sauðfé? Enginn venjulegur Íslendingur vill, að menn fari á mis við heilsugæslu vegna fátæktar. En lögmál atvinnulífsins gilda auðvitað um hana. Fjármunir til hennar eru takmarkaðir. Þess vegna ber að nýta þá sem best. Því betur sem þeir eru nýttir, því meira er unnt að gera. Jafnframt má ekki gleyma, að einstaklingarnir eru ólíkir. Sumum er það mikils virði, sem öðrum er ekki. Til dæmis eiga ýmsir erfitt um svefn. Þeir vilja þess vegna liggja á einkaherbergjum á sjúkrahúsum í stað þess að veltast um andvaka heilu næturnar. Hvers vegna á að banna það, ef menn eru reiðubúnir til þess að greiða fyrir þetta sjálfir? Tökum annað dæmi. Bakflæði er kvilli, sem kippa má í lag með einfaldri skurðaðgerð. Síðast, þegar ég vissi til, var margra mánaða bið eftir slíkri aðgerð. Nú er tíminn mönnum mismikils virði, auk þess sem þeir bera kvalir misvel. Hvers vegna má ekki leyfa læknum að stofna fyrirtæki og taka gjald af þeim, sem af einhverjum ástæðum, til dæmis vegna tímaskorts eða líkamlegrar viðkvæmni, una biðinni illa? Við Íslendingar eigum að reyna að ná samkomulagi um það að minnka ekki þjónustuna við neinn, en nýta betur þá fjármuni, sem varið er til heilsugæslu, og leyfa þeim, sem vilja, að kaupa sér aukna þjónustu. Ekki er gert á hlut annarra með því. Furðu sætir, að þeir, sem tala hæst um umræðustjórnmál, gera jafnan hróp að þeim, sem vilja hefja umræður um betri nýtingu fjármuna til heilsugæslu og aukið val sjúklinga um þjónustu. Andstæðingar einkarekinnar heilsugæslu spá því, að hún myndi kosta meira en ríkisrekin. Ég tel það afar ólíklegt, en hitt er satt, að sennilega myndu menn verja meira fé til heilsugæslu, fengju þeir að ráða einhverju um það sjálfir, en nú er gert. Það er einnig æskilegt, enda er heilsan dýrmætasta eign okkar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hannes Hólmsteinn Gissurarson Skoðanir Mest lesið 40 ára ráðgáta leyst Arnór Bjarki Svarfdal Skoðun Stjórnlaust útlendingahatur Útlendingastofnunar Jón Frímann Jónsson Skoðun Kvenréttindi varða okkur öll - óháð kyni Rósa S. Sigurðardóttir Skoðun Innviðauppbygging og viðhald í Sveitarfélaginu Árborg Álfheiður Eymarsdóttir,Sveinn Ægir Birgisson Skoðun Jólin og börnin okkar: Að leggja áherslu á samveru frekar en gjafir Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Hverskonar frelsi vill Viðreisn? Reynir Böðvarsson Skoðun Af hverju hóflegan jöfnuð fremur en ójöfnuð? Guðmundur D. Haraldsson Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Móses og Martin Luther King Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun Forvarnir og fyrirmyndir er á ábyrgð okkar allra Arnrún María Magnúsdóttir Skoðun Íslenskur útgerðarmaður, evrópsk verkakona Sigurgeir B. Kristgeirsson Skoðun
Læknafélag Íslands sendi frá sér athyglisverða ályktun á dögunum. Þar sagði, að sameining sjúkrahúsanna í Reykjavík hefði verið misráðin, enda væri samkeppni sjúkrahúsa jafnmikilvæg og annarra fyrirtækja. Sjálfur ól ég með mér efasemdir, þegar Borgarspítalinn var á sínum tíma sameinaður Landakotsspítala og þeir síðan Landspítala. Þá hvarf úr sögunni samanburður á frammistöðu sjúkrahúsanna, jafnt um verð og gæði. Einn mikilvægasti kostur frjálsrar samkeppni er, að með henni aflast og kemst til skila þekking á því, hver stendur sig best í hverju. Íslenskir læknar hafa komið auga á annan höfuðkost frjálsrar samkeppni: Þá verður til áfrýjunarmöguleiki. Þar sem aðeins er einn vinnuveitandi, verða starfsmenn að sitja og standa eins og honum þóknast. Þessi vinnuveitandi þarf ekki að hóta neinu, því að allir vita, hversu dýrkeypt þeim verður að gagnrýna hann. Þá er starfsframinn í hættu, jafnvel sjálft starfið. Fræg er sagan af því, þegar Sigurður Guðmundsson skólameistari var ósáttur við einhverja fyrirætlun Jónasar Jónssonar frá Hriflu, sem þá var kennslumálaráðherra. Sigurður sagði: Ef þú gerir þetta Jónas, þá er ég farinn. Jónas lét sér hvergi bregða og sagði: Já, öhö, Sigurður minn. Farðu bara, - en hvert? Það er ekki nóg að hafa frelsi til að fara. Menn þurfa líka að vera einhvers staðar velkomnir. Við fyrstu sýn virðist hagkvæmt að sameina sjúkrahús. Þá má nýta betur dýr tæki, sérþekkingu lækna og þjónustu ýmissa fyrirtækja, til dæmis matsölustaða og þvottahúsa. En má ekki hagræða í frjálsum samningum frekar en með sameiningu? Þar sem þjónusta er hagkvæmust í stórum einingum, geta einstök sjúkrahús bundist samtökum um útboð, til dæmis um þvotta. Þar sem vandinn er sá, að dýrt tæki nýtist illa, getur eitt sjúkrahús keypt það og selt öðrum afnot við hóflegu verði. Ekki má heldur gleyma sjúklingunum. Hvers vegna mega þeir ekki velja um nokkur ólík sjúkrahús í stað þess að vera reknir í rétt eins og sauðfé? Enginn venjulegur Íslendingur vill, að menn fari á mis við heilsugæslu vegna fátæktar. En lögmál atvinnulífsins gilda auðvitað um hana. Fjármunir til hennar eru takmarkaðir. Þess vegna ber að nýta þá sem best. Því betur sem þeir eru nýttir, því meira er unnt að gera. Jafnframt má ekki gleyma, að einstaklingarnir eru ólíkir. Sumum er það mikils virði, sem öðrum er ekki. Til dæmis eiga ýmsir erfitt um svefn. Þeir vilja þess vegna liggja á einkaherbergjum á sjúkrahúsum í stað þess að veltast um andvaka heilu næturnar. Hvers vegna á að banna það, ef menn eru reiðubúnir til þess að greiða fyrir þetta sjálfir? Tökum annað dæmi. Bakflæði er kvilli, sem kippa má í lag með einfaldri skurðaðgerð. Síðast, þegar ég vissi til, var margra mánaða bið eftir slíkri aðgerð. Nú er tíminn mönnum mismikils virði, auk þess sem þeir bera kvalir misvel. Hvers vegna má ekki leyfa læknum að stofna fyrirtæki og taka gjald af þeim, sem af einhverjum ástæðum, til dæmis vegna tímaskorts eða líkamlegrar viðkvæmni, una biðinni illa? Við Íslendingar eigum að reyna að ná samkomulagi um það að minnka ekki þjónustuna við neinn, en nýta betur þá fjármuni, sem varið er til heilsugæslu, og leyfa þeim, sem vilja, að kaupa sér aukna þjónustu. Ekki er gert á hlut annarra með því. Furðu sætir, að þeir, sem tala hæst um umræðustjórnmál, gera jafnan hróp að þeim, sem vilja hefja umræður um betri nýtingu fjármuna til heilsugæslu og aukið val sjúklinga um þjónustu. Andstæðingar einkarekinnar heilsugæslu spá því, að hún myndi kosta meira en ríkisrekin. Ég tel það afar ólíklegt, en hitt er satt, að sennilega myndu menn verja meira fé til heilsugæslu, fengju þeir að ráða einhverju um það sjálfir, en nú er gert. Það er einnig æskilegt, enda er heilsan dýrmætasta eign okkar.
Innviðauppbygging og viðhald í Sveitarfélaginu Árborg Álfheiður Eymarsdóttir,Sveinn Ægir Birgisson Skoðun
Jólin og börnin okkar: Að leggja áherslu á samveru frekar en gjafir Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Innviðauppbygging og viðhald í Sveitarfélaginu Árborg Álfheiður Eymarsdóttir,Sveinn Ægir Birgisson Skoðun
Jólin og börnin okkar: Að leggja áherslu á samveru frekar en gjafir Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun