Skeikaði aðeins um fimmtán sentimetra 10. september 2006 03:30 Risabor Impregilo boraði sig í gegnum síðasta berghaftið í aðrennslisgöngum Kárahnjúkavirkjunar um ellefuleytið í gærmorgun. Þar með lauk tveggja ára og fimmtán kílómetra löngu ferðalagi borsins undir Fljótsdalsheiði og skeikaði aðeins um fimmtán sentimetra. Þetta er mjög stór áfangi fyrir Impregilo, segir Ómar Valdimarsson, talsmaður Impregilo á Íslandi. Nú þegar þessum áfanga er lokið eru það ekki nema um tveir kílómetrar sem á eftir að bora í allri þessari jarðgangagerð fyrir aðrennslisgöngin. Þar af leiðandi er þetta ansi stór dagur. Um hundrað manns voru viðstaddir þegar borinn fór í gegn. Af öryggisástæðum var honum ekki ýtt af fullu afli seinustu metrana og tók það um klukkustund að bora í gegnum seinasta haftið sem var tæpir tveir metrar að þykkt. Þar sem borinn var stöðvaður eru um hundrað og fimmtíu metrar upp á yfirborðið. Ómar segist hafa verið í göngunum þegar borinn braut seinasta haftið. Það var tekið mjög vel á móti þeim mönnum sem komu í gegnum síðasta berghaftið. Við merktum stóran hring þar sem við ætluðum bornum að koma í gegn og honum skeikaði um fimmtán sentimetra á þessari fimmtán kílómetra leið. Við teljum það ansi gott, segir hann. Borinn, sem kallast TBM1, verður nú tekinn í sundur og sendur úr landi. Hann fer í önnur verkefni eftir uppherslu hjá framleiðandanum. Borarnir tveir sem eru eftir, TBM2 og TBM3 bora hvor á móti öðrum og eiga eftir um tveggja kílómetra leið. Innlent Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Innlent Fleiri fréttir Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í gæsluvarðhaldi síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Sjá meira
Risabor Impregilo boraði sig í gegnum síðasta berghaftið í aðrennslisgöngum Kárahnjúkavirkjunar um ellefuleytið í gærmorgun. Þar með lauk tveggja ára og fimmtán kílómetra löngu ferðalagi borsins undir Fljótsdalsheiði og skeikaði aðeins um fimmtán sentimetra. Þetta er mjög stór áfangi fyrir Impregilo, segir Ómar Valdimarsson, talsmaður Impregilo á Íslandi. Nú þegar þessum áfanga er lokið eru það ekki nema um tveir kílómetrar sem á eftir að bora í allri þessari jarðgangagerð fyrir aðrennslisgöngin. Þar af leiðandi er þetta ansi stór dagur. Um hundrað manns voru viðstaddir þegar borinn fór í gegn. Af öryggisástæðum var honum ekki ýtt af fullu afli seinustu metrana og tók það um klukkustund að bora í gegnum seinasta haftið sem var tæpir tveir metrar að þykkt. Þar sem borinn var stöðvaður eru um hundrað og fimmtíu metrar upp á yfirborðið. Ómar segist hafa verið í göngunum þegar borinn braut seinasta haftið. Það var tekið mjög vel á móti þeim mönnum sem komu í gegnum síðasta berghaftið. Við merktum stóran hring þar sem við ætluðum bornum að koma í gegn og honum skeikaði um fimmtán sentimetra á þessari fimmtán kílómetra leið. Við teljum það ansi gott, segir hann. Borinn, sem kallast TBM1, verður nú tekinn í sundur og sendur úr landi. Hann fer í önnur verkefni eftir uppherslu hjá framleiðandanum. Borarnir tveir sem eru eftir, TBM2 og TBM3 bora hvor á móti öðrum og eiga eftir um tveggja kílómetra leið.
Innlent Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Innlent Fleiri fréttir Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í gæsluvarðhaldi síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Sjá meira