Flugmálastjórn gæti tekið við eftirlitinu 10. september 2006 07:30 Þorgeir Pálsson flugmálastjóri segist ekki geta sagt til um hvað það myndi kosta stofnunina að taka yfir eftirlittið. Flugmálastjórn gæti séð um eftirlit með allri flugumferð í íslenskri lofthelgi, líka óþekktum flugvélum sem ekki senda frá sér merki. Við gætum haft eftirlit með allri flugumferð, jafnvel þeirri sem ekki gerir endilega vart við sig, segir Þorgeir Pálsson flugmálastjóri. Þorgeir segist ekkert geta sagt hvað það myndi kosta ef Flugmálastjórn tæki við en eftirlit Bandaríkjahers kostar rúman milljarð á ári. Við fylgjumst með umferð flugvéla sem senda frá sér auðkenni sitt með ratsjánni og eru vinveittar í þeim skilningi að þær vilja láta sjá sig. Þessar flugvélar fljúga eftir flugheimildum og vilja og verða að tryggja öryggi sitt með því að halda aðskilnaði frá annarri umferð, segir hann en vill ekki leggja mat á það hvort nauðsynlegt sé fyrir Íslendinga að halda eftirliti Varnarliðsins áfram. Það er hernaðarlegs eðlis og allt önnur sjónarmið sem koma upp en við flugumferðarstjórn. Herþota á Keflavíkurflugvelli Það hefur ekki haft nein áhrif á flugumferðarstjórn þó að varnarliðið hafi ekki sinnt eftirliti með óþekktum flugvélum í íslenskri lofthelgi síðustu vikur. Varnarliðið hætti að fylgjast með merkjum frá ratsjárstöðvum fyrir nokkrum vikum og hefur það ekki haft nein áhrif á flugumferðarstjórn. Það skiptir máli að vita hvar þessar flugvélar eru til að geta eftir atvikum beint borgaralegri umferð frá henni ef um slíkt er að ræða. En mér vitanlega hefur ekki verið um slíka umferð að ræða á undanförnum árum, segir Þorgeir. Ágúst Ólafur Ágústsson, varaformaður Samfylkingarinnar, telur nauðsynlegt að fylgjast með allri flugumferð við Ísland, svæðið sé stórt og flugumferðin ekkert einkamál einnar þjóðar. Þetta er hagsmunamál allra Nató-ríkjanna. Það er ólíklegt að eitthvað gerist en við þurfum að vera viðbúin. Við þurfum að vona það besta en búast við því versta, segir hann og telur eðlilegt að Nató komi að kostnaðinum og hvetur til þess að málið verði tekið upp í utanríkismálanefnd. Valgerður Sverrisdóttir utanríkisráðherra Ratsjárstofnun gegnir mikilvægu hlutverki. Það skiptir máli fyrir Ísland hvað varðar borgaralegt flug, varnir og öryggi á norðurhöfum að starfsemin haldi áfram. Við erum í viðræðum við Bandaríkjamenn um varnir og viðskilnaðinn hér. Það er ekki komin niðurstaða í þær viðræður, segir Valgerður Sverrisdóttir utanríkismálaráðherra. Innlent Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Innlent Fleiri fréttir Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Sjá meira
Flugmálastjórn gæti séð um eftirlit með allri flugumferð í íslenskri lofthelgi, líka óþekktum flugvélum sem ekki senda frá sér merki. Við gætum haft eftirlit með allri flugumferð, jafnvel þeirri sem ekki gerir endilega vart við sig, segir Þorgeir Pálsson flugmálastjóri. Þorgeir segist ekkert geta sagt hvað það myndi kosta ef Flugmálastjórn tæki við en eftirlit Bandaríkjahers kostar rúman milljarð á ári. Við fylgjumst með umferð flugvéla sem senda frá sér auðkenni sitt með ratsjánni og eru vinveittar í þeim skilningi að þær vilja láta sjá sig. Þessar flugvélar fljúga eftir flugheimildum og vilja og verða að tryggja öryggi sitt með því að halda aðskilnaði frá annarri umferð, segir hann en vill ekki leggja mat á það hvort nauðsynlegt sé fyrir Íslendinga að halda eftirliti Varnarliðsins áfram. Það er hernaðarlegs eðlis og allt önnur sjónarmið sem koma upp en við flugumferðarstjórn. Herþota á Keflavíkurflugvelli Það hefur ekki haft nein áhrif á flugumferðarstjórn þó að varnarliðið hafi ekki sinnt eftirliti með óþekktum flugvélum í íslenskri lofthelgi síðustu vikur. Varnarliðið hætti að fylgjast með merkjum frá ratsjárstöðvum fyrir nokkrum vikum og hefur það ekki haft nein áhrif á flugumferðarstjórn. Það skiptir máli að vita hvar þessar flugvélar eru til að geta eftir atvikum beint borgaralegri umferð frá henni ef um slíkt er að ræða. En mér vitanlega hefur ekki verið um slíka umferð að ræða á undanförnum árum, segir Þorgeir. Ágúst Ólafur Ágústsson, varaformaður Samfylkingarinnar, telur nauðsynlegt að fylgjast með allri flugumferð við Ísland, svæðið sé stórt og flugumferðin ekkert einkamál einnar þjóðar. Þetta er hagsmunamál allra Nató-ríkjanna. Það er ólíklegt að eitthvað gerist en við þurfum að vera viðbúin. Við þurfum að vona það besta en búast við því versta, segir hann og telur eðlilegt að Nató komi að kostnaðinum og hvetur til þess að málið verði tekið upp í utanríkismálanefnd. Valgerður Sverrisdóttir utanríkisráðherra Ratsjárstofnun gegnir mikilvægu hlutverki. Það skiptir máli fyrir Ísland hvað varðar borgaralegt flug, varnir og öryggi á norðurhöfum að starfsemin haldi áfram. Við erum í viðræðum við Bandaríkjamenn um varnir og viðskilnaðinn hér. Það er ekki komin niðurstaða í þær viðræður, segir Valgerður Sverrisdóttir utanríkismálaráðherra.
Innlent Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Innlent Fleiri fréttir Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Sjá meira