Tuttugu hafa látið lífið í umferðarslysum á árinu 18. september 2006 04:30 Suðurlandsvegur. Forstjóri Umferðarstofu segist ánægður með viðtökur Íslendinga við umferðarátakinu "Nú segjum við STOPP". Hann segir óhætt að kalla það þjóðarinnræti Íslendinga að vilja leggja lóð á vogarskálarnar. Banaslys varð á Suðurlandsvegi austan við Selfoss um níu leytið á laugardagskvöld. Ekið var mann á sextugsaldri sem var á hestbaki. Talið er að hann hafi látist samstundis. Ökumaður bifreiðarinnar var einn í bílnum og þurfti að nota klippur Brunavarna Árnessýslu til að ná honum út. Hann var fluttur á Landspítala háskólasjúkrahús í Reykjavík en er að sögn lögreglunnar á Selfossi ekki alvarlega slasaður. Samkvæmt lögreglunni bendir ekkert til þess að um hraðakstur eða ölvunarakstur hafi verið að ræða. Veginum var lokað í þrjá tíma eftir slysið og myndaðist við það nokkur umferðarteppa. Tildrög slyssins eru í rannsókn hjá Rannsóknarnefnd umferðarslysa. Banaslysið á laugardaginn er það tuttugasta í umferðinni það sem af er þessu ári. Á sama tíma í fyrra höfðu sautján látið lífið í umferðarslysum og sextán um þetta leyti árið 2004. Umferðarstofa og samgönguráðuneytið standa nú fyrir átaki gegn umferðarslysum sem ber nafnið Nú segjum við STOPP. Á heimasíðu átaksins getur fólk skrifað undir yfirlýsingu um betri hegðun í umferðinni með það að markmiði að fækka slysum. Um hádegi á laugardag höfðu um átján þúsund manns skrifað nafn sitt við yfirlýsinguna. Í henni segir meðal annars að undirritaður hyggist fara að lögum í umferðinni, hann muni gera allt sem hann getur til að skaða hvorki sjálfan sig né aðra í umferðinni og að hann ætli að auðvelda öðrum vegfarendum að komast leiðar sinnar á sem öruggastan hátt. Þátttakan í átakinu er mjög góð og svo sem ekkert öðruvísi en við bjuggumst við. Það vilja allir vera með í að leggja lóð á vogarskálarnar. Það er óhætt að kalla þetta þjóðarinnræti, segir Karl Ragnars, forstjóri Umferðarstofu, um viðtökur Íslendinga við umferðarátakinu. Því miður eru kannski ekki allir tilbúnir að haga sér eftir því og alltaf einhverjir sem alls ekki vilja það. Þarna er verið að reyna að hafa áhrif á þá sem ástunda þessa hegðun. Innlent Mest lesið Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Innlent Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Fleiri fréttir Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Sjá meira
Banaslys varð á Suðurlandsvegi austan við Selfoss um níu leytið á laugardagskvöld. Ekið var mann á sextugsaldri sem var á hestbaki. Talið er að hann hafi látist samstundis. Ökumaður bifreiðarinnar var einn í bílnum og þurfti að nota klippur Brunavarna Árnessýslu til að ná honum út. Hann var fluttur á Landspítala háskólasjúkrahús í Reykjavík en er að sögn lögreglunnar á Selfossi ekki alvarlega slasaður. Samkvæmt lögreglunni bendir ekkert til þess að um hraðakstur eða ölvunarakstur hafi verið að ræða. Veginum var lokað í þrjá tíma eftir slysið og myndaðist við það nokkur umferðarteppa. Tildrög slyssins eru í rannsókn hjá Rannsóknarnefnd umferðarslysa. Banaslysið á laugardaginn er það tuttugasta í umferðinni það sem af er þessu ári. Á sama tíma í fyrra höfðu sautján látið lífið í umferðarslysum og sextán um þetta leyti árið 2004. Umferðarstofa og samgönguráðuneytið standa nú fyrir átaki gegn umferðarslysum sem ber nafnið Nú segjum við STOPP. Á heimasíðu átaksins getur fólk skrifað undir yfirlýsingu um betri hegðun í umferðinni með það að markmiði að fækka slysum. Um hádegi á laugardag höfðu um átján þúsund manns skrifað nafn sitt við yfirlýsinguna. Í henni segir meðal annars að undirritaður hyggist fara að lögum í umferðinni, hann muni gera allt sem hann getur til að skaða hvorki sjálfan sig né aðra í umferðinni og að hann ætli að auðvelda öðrum vegfarendum að komast leiðar sinnar á sem öruggastan hátt. Þátttakan í átakinu er mjög góð og svo sem ekkert öðruvísi en við bjuggumst við. Það vilja allir vera með í að leggja lóð á vogarskálarnar. Það er óhætt að kalla þetta þjóðarinnræti, segir Karl Ragnars, forstjóri Umferðarstofu, um viðtökur Íslendinga við umferðarátakinu. Því miður eru kannski ekki allir tilbúnir að haga sér eftir því og alltaf einhverjir sem alls ekki vilja það. Þarna er verið að reyna að hafa áhrif á þá sem ástunda þessa hegðun.
Innlent Mest lesið Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Innlent Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Fleiri fréttir Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Sjá meira