Sjúkraliðar flýja lág laun, álag og ofbeldi 21. september 2006 07:45 sjúkraliðanám í Fb Sjúkraliðar hafa dregist aftur úr öðrum starfstéttum varðandi laun. Laun nýútskrifaðra sjúkraliða við LSH eru 146 þúsund krónur á mánuði. Sjúkraliðar á LSH krefjast stofnanasamninga þegar í stað. Þetta kom fram á fjölmennum fundi sjúkraliða sem var haldinn þar fyrr í vikunni. Í kjarasamningum sem ríkið hefur gert við önnur stéttarfélög hafa þeir lægstlaunuðustu fengið töluvert meiri hækkun en sjúkraliðar, að sögn Kristínar Á. Guðmundsdóttur, Formanns sjúkraliðafélags Íslands. „Sjúkraliðar hafa dregist aftur úr öðrum starfstéttum varðandi laun en nýútskrifaður 22 ára sjúkraliði á LSH fær 146 þúsund krónur í mánaðarlaun. Við 35 ára aldur eru launin 152.733 krónur." Miðað er við laun 1. maí 2007. Kristín segir að margir nýútskrifaðir sjúkraliðar hafi gerst félagsliðar til að fá hærri laun, en félagsliðar fá 182.537 krónur á mánuði miðað við 35 ára lífaldur. Kristín segir nokkuð um að sjúkraliðar sem gerist félagsliðar starfi á elliheimilium eða á vegum félagsþjónustunnar. „Búið er að gera stofnanasaminga við sjúkraliða á sjálfseignarstofnunum en þar eru launin um 160 þúsund krónur á mánuði óháð lífaldri. Flest sjúkrahús í landinu eiga eftir að gera stofnanasamninga við sjúkraliða ásamt LSH en þeir samningar sem gerðir hafa verið eru í samræmi við stofnanasamninga sem gerðir hafa verið við sjálfseignastofnanir." Kristín segir sjúkraliða á LSH hafa búið við vaxandi álag vegna manneklu ásamt ofbeldi sem átt hafi sér stað á sumum deildum spítalans. „Ofbeldið hefur verið bundið við bráðamóttöku og geðdeildir og árásarmenn gjarnan verið vopnaðir hnífum. Allt þetta eykur álag á sjúkraliða, sem margir gefast upp og hætta. Sem dæmi um manneklu veit ég dæmi þess að á deild þar sem gert er ráð fyrir ellefu stöðugildum sjúkraliða eru aðeins fjórar mannaðar." Kristín segir álagið á öðrum stöðum síst minna en á LSH og nefnir heimahjúkrun í Reykjavík. „Þar eru sjúkraliðar jafnvel að hætta eftir nokkra daga vegna álags sem stafar af fjölda vitjana. Það veldur áhyggjum að sjúkraliðastéttin er að eldast og nú er svo komið að fleiri hætta sökum aldurs en þeir sem útskrifast. Gripið hefur verið til þess ráðs að meta ófaglært fólk inn í sjúkraliðanám til að tryggja nýliðun í stéttinni." Innlent Mest lesið „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Innlent Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Innlent Þýskur kafbátur við Sundahöfn Innlent Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Innlent Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Fleiri fréttir Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Sjá meira
Sjúkraliðar á LSH krefjast stofnanasamninga þegar í stað. Þetta kom fram á fjölmennum fundi sjúkraliða sem var haldinn þar fyrr í vikunni. Í kjarasamningum sem ríkið hefur gert við önnur stéttarfélög hafa þeir lægstlaunuðustu fengið töluvert meiri hækkun en sjúkraliðar, að sögn Kristínar Á. Guðmundsdóttur, Formanns sjúkraliðafélags Íslands. „Sjúkraliðar hafa dregist aftur úr öðrum starfstéttum varðandi laun en nýútskrifaður 22 ára sjúkraliði á LSH fær 146 þúsund krónur í mánaðarlaun. Við 35 ára aldur eru launin 152.733 krónur." Miðað er við laun 1. maí 2007. Kristín segir að margir nýútskrifaðir sjúkraliðar hafi gerst félagsliðar til að fá hærri laun, en félagsliðar fá 182.537 krónur á mánuði miðað við 35 ára lífaldur. Kristín segir nokkuð um að sjúkraliðar sem gerist félagsliðar starfi á elliheimilium eða á vegum félagsþjónustunnar. „Búið er að gera stofnanasaminga við sjúkraliða á sjálfseignarstofnunum en þar eru launin um 160 þúsund krónur á mánuði óháð lífaldri. Flest sjúkrahús í landinu eiga eftir að gera stofnanasamninga við sjúkraliða ásamt LSH en þeir samningar sem gerðir hafa verið eru í samræmi við stofnanasamninga sem gerðir hafa verið við sjálfseignastofnanir." Kristín segir sjúkraliða á LSH hafa búið við vaxandi álag vegna manneklu ásamt ofbeldi sem átt hafi sér stað á sumum deildum spítalans. „Ofbeldið hefur verið bundið við bráðamóttöku og geðdeildir og árásarmenn gjarnan verið vopnaðir hnífum. Allt þetta eykur álag á sjúkraliða, sem margir gefast upp og hætta. Sem dæmi um manneklu veit ég dæmi þess að á deild þar sem gert er ráð fyrir ellefu stöðugildum sjúkraliða eru aðeins fjórar mannaðar." Kristín segir álagið á öðrum stöðum síst minna en á LSH og nefnir heimahjúkrun í Reykjavík. „Þar eru sjúkraliðar jafnvel að hætta eftir nokkra daga vegna álags sem stafar af fjölda vitjana. Það veldur áhyggjum að sjúkraliðastéttin er að eldast og nú er svo komið að fleiri hætta sökum aldurs en þeir sem útskrifast. Gripið hefur verið til þess ráðs að meta ófaglært fólk inn í sjúkraliðanám til að tryggja nýliðun í stéttinni."
Innlent Mest lesið „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Innlent Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Innlent Þýskur kafbátur við Sundahöfn Innlent Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Innlent Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Fleiri fréttir Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Sjá meira