Tuttugu sagt upp og útsendingum hætt 23. september 2006 06:00 lokaútsendingin Útsendingum NFS á sérstakri sjónvarpsrás lauk klukkan átta í gærkvöldi. Sigmundur Ernir og Edda Andrésdóttir stýrðu seinasta fréttatímanum og kvöddu áhorfendur í lok hans. fjölmiðlar Útsendingum fréttastöðvarinnar NFS var hætt í gær. Um tuttugu manns hefur verið sagt upp störfum, þar af sjö frétta- og dagskrárgerðarmönnum. Markmiðið með breytingunum er að lækka tilkostnað og leggja meiri áherslu á fréttavefinn Vísi. Ari Edwald, forstjóri 365 miðla, hélt fund með starfsmönnum í gær þar sem ákvarðanir stjórnar Dagsbrúnar, móðurfélags 365 miðla, voru kynntar. Fréttir verða áfram fluttar á hefðbundnum tímum á Bylgjunni og Stöð 2. Þættirnir Ísland í dag og Ísland í bítið verða einnig áfram á dagskrá. Eftir breytingarnar verða stöðugildi á NFS um 55, en auk þeirra koma lausráðnir starfsmenn og verktakar að starfseminni. „Það er afskaplega sárt að sjá á eftir góðum vinum og góðu starfsfólki en við erum að breyta um áherslur og ætlum að efla fréttaþjónustu á þeim sviðum sem við erum hvað sterkust, í hádegis- og kvöldfréttum og á vefnum,“ segir Sigmundur Ernir Rúnarsson, fréttastjóri NFS. „Við erum einfaldlega í því umhverfi að það er erfitt að reka einkarekinn fjölmiðil við þær aðstæður sem honum hafa verið skapaðar.“ Sigmundur segir Ísland fulllítið fyrir fréttaþjónustu af því tagi sem NFS bauð upp á en telur að takast muni eftir nokkur ár að halda úti slíkri þjónustu. „Þær tekjur sem við náðum að hafa af sjónvarpsútsendingunum yfir daginn voru einfaldlega lægri en þurft hefði til að halda úti svona vandaðri og metnaðarfullri fréttadagskrá allan daginn,“ segir Ari Edwald. „Við erum einkafyrirtæki sem starfar í óvinveittu umhverfi. Stefna stjórnvalda er mjög fjandsamleg frjálsu framtaki og einkarekstri á þessu sviði atvinnulífsins.“ Róberti Marshall, forstöðumanni NFS, var fyrstum sagt upp í gær. Sigmundur Ernir Rúnarsson verður áfram fréttastjóri NFS. Þór Jónsson, sem mun einbeita sér að sjónvarpsfréttum Stöðvar 2, og Þórir Guðmundsson, sem mun stýra Vísi og fréttum á Bylgjunni, verða aðstoðarfréttastjórar. Elín Sveinsdóttir verður framleiðslustjóri NFS. Innlent Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Innlent Fleiri fréttir Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í gæsluvarðhaldi síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Sjá meira
fjölmiðlar Útsendingum fréttastöðvarinnar NFS var hætt í gær. Um tuttugu manns hefur verið sagt upp störfum, þar af sjö frétta- og dagskrárgerðarmönnum. Markmiðið með breytingunum er að lækka tilkostnað og leggja meiri áherslu á fréttavefinn Vísi. Ari Edwald, forstjóri 365 miðla, hélt fund með starfsmönnum í gær þar sem ákvarðanir stjórnar Dagsbrúnar, móðurfélags 365 miðla, voru kynntar. Fréttir verða áfram fluttar á hefðbundnum tímum á Bylgjunni og Stöð 2. Þættirnir Ísland í dag og Ísland í bítið verða einnig áfram á dagskrá. Eftir breytingarnar verða stöðugildi á NFS um 55, en auk þeirra koma lausráðnir starfsmenn og verktakar að starfseminni. „Það er afskaplega sárt að sjá á eftir góðum vinum og góðu starfsfólki en við erum að breyta um áherslur og ætlum að efla fréttaþjónustu á þeim sviðum sem við erum hvað sterkust, í hádegis- og kvöldfréttum og á vefnum,“ segir Sigmundur Ernir Rúnarsson, fréttastjóri NFS. „Við erum einfaldlega í því umhverfi að það er erfitt að reka einkarekinn fjölmiðil við þær aðstæður sem honum hafa verið skapaðar.“ Sigmundur segir Ísland fulllítið fyrir fréttaþjónustu af því tagi sem NFS bauð upp á en telur að takast muni eftir nokkur ár að halda úti slíkri þjónustu. „Þær tekjur sem við náðum að hafa af sjónvarpsútsendingunum yfir daginn voru einfaldlega lægri en þurft hefði til að halda úti svona vandaðri og metnaðarfullri fréttadagskrá allan daginn,“ segir Ari Edwald. „Við erum einkafyrirtæki sem starfar í óvinveittu umhverfi. Stefna stjórnvalda er mjög fjandsamleg frjálsu framtaki og einkarekstri á þessu sviði atvinnulífsins.“ Róberti Marshall, forstöðumanni NFS, var fyrstum sagt upp í gær. Sigmundur Ernir Rúnarsson verður áfram fréttastjóri NFS. Þór Jónsson, sem mun einbeita sér að sjónvarpsfréttum Stöðvar 2, og Þórir Guðmundsson, sem mun stýra Vísi og fréttum á Bylgjunni, verða aðstoðarfréttastjórar. Elín Sveinsdóttir verður framleiðslustjóri NFS.
Innlent Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Innlent Fleiri fréttir Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í gæsluvarðhaldi síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Sjá meira