Breytist ekki í bílahlussu 25. september 2006 05:30 Freyr og corolla. Freyr fer aldrei yfir hámarkshraða. „Það stóð nú alltaf til að taka bílprófið en það tafðist í 15 ár vegna annarra verkefna. Svo sá ég smugu í stundaskránni og dreif í þessu," segir Freyr Eyjólfsson, dagskrárgerðarmaður á Rás 2, sem fékk loksins ökuskírteinið í síðasta mánuði. Hann bættist þar með í hóp með mönnum eins og Bubba Morthens og Merði Árnasyni, sem tóku bílprófið seint og um síðir. Freyr segist ekkert hafa fundið fyrir bílprófsleysinu. „Mér finnst nú bara gaman að hjóla og labba og svo kann ég á strætó. Ef mikið lá við átti maður kærustu og vini sem höfðu bílpróf." Freyr hafði keyrt traktor í sveit sem unglingur en fannst samt dálítið erfitt að læra á bíl. „Það var meira mál en ég hélt. Ég mætti auðmjúkur í bóklegu tímana og var þar með eintómum krökkum í bekk. Ég hefði getað verið pabbi þeirra allra svo þetta var dálítið skrítin upplifun. Eftir prófið hef ég samt haldið áfram að labba og hjóla og ætla ekki að breytast í jeppakarl eða bílahlussu." Freyr keyrir nú fjölskyldubílinn, Toyotu Corolla, og segist vera mjög góður bílstjóri. „Ég fer aldrei yfir hámarkshraða og gef alltaf stefnuljós. Svo hlusta ég auðvitað alltaf á Umferðarútvarpið kl. 17. En það læðist engu að síður að manni ótti við allar þessar hörmungarfréttir úr umferðinni. Ég er ekkert óöruggur í umferðinni, þannig séð, en maður er hræddur við fávita sem keyra allt of hratt. Það virðist nóg vera til af þeim." Innlent Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Fleiri fréttir Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Sjá meira
„Það stóð nú alltaf til að taka bílprófið en það tafðist í 15 ár vegna annarra verkefna. Svo sá ég smugu í stundaskránni og dreif í þessu," segir Freyr Eyjólfsson, dagskrárgerðarmaður á Rás 2, sem fékk loksins ökuskírteinið í síðasta mánuði. Hann bættist þar með í hóp með mönnum eins og Bubba Morthens og Merði Árnasyni, sem tóku bílprófið seint og um síðir. Freyr segist ekkert hafa fundið fyrir bílprófsleysinu. „Mér finnst nú bara gaman að hjóla og labba og svo kann ég á strætó. Ef mikið lá við átti maður kærustu og vini sem höfðu bílpróf." Freyr hafði keyrt traktor í sveit sem unglingur en fannst samt dálítið erfitt að læra á bíl. „Það var meira mál en ég hélt. Ég mætti auðmjúkur í bóklegu tímana og var þar með eintómum krökkum í bekk. Ég hefði getað verið pabbi þeirra allra svo þetta var dálítið skrítin upplifun. Eftir prófið hef ég samt haldið áfram að labba og hjóla og ætla ekki að breytast í jeppakarl eða bílahlussu." Freyr keyrir nú fjölskyldubílinn, Toyotu Corolla, og segist vera mjög góður bílstjóri. „Ég fer aldrei yfir hámarkshraða og gef alltaf stefnuljós. Svo hlusta ég auðvitað alltaf á Umferðarútvarpið kl. 17. En það læðist engu að síður að manni ótti við allar þessar hörmungarfréttir úr umferðinni. Ég er ekkert óöruggur í umferðinni, þannig séð, en maður er hræddur við fávita sem keyra allt of hratt. Það virðist nóg vera til af þeim."
Innlent Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Fleiri fréttir Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Sjá meira