Segja hæfari umsækjendur hafa verið sniðgengna 25. september 2006 03:30 Velferðarsvið Reykjavíkurborgar. Félagsráðgjafar eru afar ósáttir við ráðningu nýs sviðsstjóra velferðarsviðs Reykjavíkurborgar og segja að gengið hafi verið framhjá hæfari umsækendum. Páll Ólafsson, formaður Stéttarfélags íslenskra félagsráðgjafa, segir synd að gengið hafi verið framhjá hæfari félagsráðgjöfum þegar Stella K. Víðisdóttir var ráðin í starf sviðsstjóra velferðarsviðs. „Ég óttast einnig að með því að ráða viðskiptafræðing í þetta starf eigi að fara að færa áherslu þessa viðkvæma málaflokks yfir á fjármálin.“ Páll segir mikla óánægju meðal félagsráðgjafa, sérstaklega þar sem einstaklingar með doktorspróf í faginu hafi sótt um stöðuna. „Félagsráðgjafar vinna í viðkvæmum málaflokkum og það er mikilvægt fyrir okkur að hafa yfirmenn sem sýna hugmyndafræði okkar skilning.“ Þess má geta að um 60 félagsráðgjafar vinna á velferðarsviði Reykjavíkurborgar og forveri Stellu, Lára Björnsdóttir, var félagsráðgjafi að mennt. „Stéttarfélag félagsráðgjafa mun senda borgarstjóra og borgarráði bréf þar sem skorað verður á yfirmann í velferðarmálum að endurskoða ráðninguna. Þá mun stéttarfélagið aðstoða okkar félagsmenn sem ekki fengu ráðningu við að leita réttar sins.“ Páll Ólafsson félagsráðgjafi Dagur B. Eggertsson, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar, segir nýráðnum sviðsstjóra ekki mikinn greiða gerðan með því að keyra ráðninguna í gegn án samanburðar á hæfni og reynslu. Borgarráðsfulltrúar Samfylkingarinnar og Vinstri grænna fóru fram á sundurliðaðan samanburð á þeim fimm umsækjendum sem voru metnir hæfastir en meirihlutinn varð ekki við þeirri beiðni. Dagur segir hið opinbera þurfa að hafa sig allt við í samkeppni um hæft fólk og óttast að þessi málsmeðferð verði til þess að fæla hæft fólk frá því að sækja um stöður hjá borginni í framtíðinni. Gísli Marteinn Baldursson, formaður borgarstjórnarflokks Sjálfstæðisflokksins, segir faghóp hafa farið yfir alla umsækjendur og tekið viðtöl. „Það var samdóma álit faghópsins að Stella væri hæfust í starfið og mér finnst að minnihlutinn ætti að fagna því að hæft fólk sé ráðið til starfa í stað þess að slá pólitískar keilur. Það hefði ekki verið faglegt ef borgarráð hefði farið gegn þeirri niðurstöðu sem faghópurinn komst að.“ Gísli Marteinn segir hvorki félagsráðgjafa né aðra þurfa að óttast að faglegt starf velferðarsviðs fari halloka með ráðningu nýs sviðstjóra. Innlent Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Fleiri fréttir Biðla til ráðherra um að opna rannsókn um flóttateymið Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu Sjá meira
Páll Ólafsson, formaður Stéttarfélags íslenskra félagsráðgjafa, segir synd að gengið hafi verið framhjá hæfari félagsráðgjöfum þegar Stella K. Víðisdóttir var ráðin í starf sviðsstjóra velferðarsviðs. „Ég óttast einnig að með því að ráða viðskiptafræðing í þetta starf eigi að fara að færa áherslu þessa viðkvæma málaflokks yfir á fjármálin.“ Páll segir mikla óánægju meðal félagsráðgjafa, sérstaklega þar sem einstaklingar með doktorspróf í faginu hafi sótt um stöðuna. „Félagsráðgjafar vinna í viðkvæmum málaflokkum og það er mikilvægt fyrir okkur að hafa yfirmenn sem sýna hugmyndafræði okkar skilning.“ Þess má geta að um 60 félagsráðgjafar vinna á velferðarsviði Reykjavíkurborgar og forveri Stellu, Lára Björnsdóttir, var félagsráðgjafi að mennt. „Stéttarfélag félagsráðgjafa mun senda borgarstjóra og borgarráði bréf þar sem skorað verður á yfirmann í velferðarmálum að endurskoða ráðninguna. Þá mun stéttarfélagið aðstoða okkar félagsmenn sem ekki fengu ráðningu við að leita réttar sins.“ Páll Ólafsson félagsráðgjafi Dagur B. Eggertsson, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar, segir nýráðnum sviðsstjóra ekki mikinn greiða gerðan með því að keyra ráðninguna í gegn án samanburðar á hæfni og reynslu. Borgarráðsfulltrúar Samfylkingarinnar og Vinstri grænna fóru fram á sundurliðaðan samanburð á þeim fimm umsækjendum sem voru metnir hæfastir en meirihlutinn varð ekki við þeirri beiðni. Dagur segir hið opinbera þurfa að hafa sig allt við í samkeppni um hæft fólk og óttast að þessi málsmeðferð verði til þess að fæla hæft fólk frá því að sækja um stöður hjá borginni í framtíðinni. Gísli Marteinn Baldursson, formaður borgarstjórnarflokks Sjálfstæðisflokksins, segir faghóp hafa farið yfir alla umsækjendur og tekið viðtöl. „Það var samdóma álit faghópsins að Stella væri hæfust í starfið og mér finnst að minnihlutinn ætti að fagna því að hæft fólk sé ráðið til starfa í stað þess að slá pólitískar keilur. Það hefði ekki verið faglegt ef borgarráð hefði farið gegn þeirri niðurstöðu sem faghópurinn komst að.“ Gísli Marteinn segir hvorki félagsráðgjafa né aðra þurfa að óttast að faglegt starf velferðarsviðs fari halloka með ráðningu nýs sviðstjóra.
Innlent Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Fleiri fréttir Biðla til ráðherra um að opna rannsókn um flóttateymið Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu Sjá meira