Stefán Karl talar íslensku í bandarískri stórmynd 15. október 2006 11:30 Stiller og Wilson fá aðstoð frá Stefáni Karli í nýrri gamanmynd. MYND/GettyImages Ben Stiller hittir fyrir nokkra víkinga í myndinni og það vantaði því íslenskar víkingaraddir í myndina, segir Stefán Karl Stefánsson, leikari, sem mun láta í sér heyra í gamanmyndinni Night at the Museum sem skartar stórstjörnum á borð við Robin Williams, Owen Wilson, Ricky Gervais og Mickey Rooney. Það er auðvitað ekki allt vaðandi í íslenskum leikurum hérna í Los Angeles en þeir vissu af mér og buðu mér verkefnið enda þótti tilvalið að láta víkingana tala íslensku. Því er spáð að Night at the Museum verði ein vinsælasta jólamyndin vestanhafs en í henni leikur Ben Stiller taugaveiklaðan safnvörð sem leysir óvart forna bölvun úr læðingi með þeim afleiðingum að skrímsli og ýmsar forynjur sem geymdar eru á safninu vakna til lífsins og gera allt vitlaust. Ég er búinn að sjá megnið af myndinni og hún er frábær. Alveg hrikalega fyndinn, segir Stefán og bætir því við að þó þáttur hans í myndinni sé ekki stór þá sé það ekki ónýtt að vera á lista með áðurnefndum stórstjörnum. Stefán Karl var ekki lengi að skila sínu. Mætti tvisvar í hljóðver þar sem honum voru lagðar ákveðnar línur og svo spann hann djöfulganginn í íslensku berserkjunum á staðnum. Undir lok myndarinnar lendir Stiller í víkingunum sem eru í jötunmóð. Það sést ekki mikið framan í þá en ef fólk leggur vel við hlustir mun það heyra fleygar íslenskar setningar á borð við þungur hnífur, þannig að þetta er heilmikið stuð. Stiller vekur alls kyns vígamenn upp til lífsins allt frá indíanum til víkinga og í einu atriði myndarinnar takast víkingur og íníani á með miklum látum. Ég mætti þarna með mina íslensku og á móti mér talaði indíáni á móðurmáli sínu. Við komumst varla neitt áfram vegna þess að við hlógum svo mikið enda var þetta alveg fráleitt en meðal þess sem ég læt indíánann heyra á íslensku er ég skal reyta af þér hanakambinn eins og hænu. Stefán Karl hefur verið búsettur í Los Angeles um nokkurt skeið og það er ekki útilokað að hann muni skjóta upp kollinum í fleiri Hollywoodmyndum. Það er ýmislegt í gangi en ég verð bara að segja eins og stjórnmálamennirnir að hlutirnir séu ekki komnir á það stig að hægt sé að tala um þá. Það gengur mjög vel en þetta tekur allt mikinn tíma en ég er sem betur fer þolinmóður maður. Menning Mest lesið „Ég hélt svo innilega að það væri stelpa“ Lífið Úttekt á merkilegu orðfæri Ingu Sæland Lífið „Sá síðasti dó á þessu ári“ Lífið Yfir fimmtíu fengu sér tattú í stórafmæli Steinda Lífið Ást er: Sigtaði sinn mann út á vellinum Lífið Bríet olli vonbrigðum Gagnrýni Trump yngri er algjör kvennabósi Lífið Selena komin með hring Lífið Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney Bíó og sjónvarp Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Tónlist Fleiri fréttir Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Barry Keoghan leikur Bítil Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Leikstjóri Naked Gun og Airplane! látinn „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Sjá meira
Ben Stiller hittir fyrir nokkra víkinga í myndinni og það vantaði því íslenskar víkingaraddir í myndina, segir Stefán Karl Stefánsson, leikari, sem mun láta í sér heyra í gamanmyndinni Night at the Museum sem skartar stórstjörnum á borð við Robin Williams, Owen Wilson, Ricky Gervais og Mickey Rooney. Það er auðvitað ekki allt vaðandi í íslenskum leikurum hérna í Los Angeles en þeir vissu af mér og buðu mér verkefnið enda þótti tilvalið að láta víkingana tala íslensku. Því er spáð að Night at the Museum verði ein vinsælasta jólamyndin vestanhafs en í henni leikur Ben Stiller taugaveiklaðan safnvörð sem leysir óvart forna bölvun úr læðingi með þeim afleiðingum að skrímsli og ýmsar forynjur sem geymdar eru á safninu vakna til lífsins og gera allt vitlaust. Ég er búinn að sjá megnið af myndinni og hún er frábær. Alveg hrikalega fyndinn, segir Stefán og bætir því við að þó þáttur hans í myndinni sé ekki stór þá sé það ekki ónýtt að vera á lista með áðurnefndum stórstjörnum. Stefán Karl var ekki lengi að skila sínu. Mætti tvisvar í hljóðver þar sem honum voru lagðar ákveðnar línur og svo spann hann djöfulganginn í íslensku berserkjunum á staðnum. Undir lok myndarinnar lendir Stiller í víkingunum sem eru í jötunmóð. Það sést ekki mikið framan í þá en ef fólk leggur vel við hlustir mun það heyra fleygar íslenskar setningar á borð við þungur hnífur, þannig að þetta er heilmikið stuð. Stiller vekur alls kyns vígamenn upp til lífsins allt frá indíanum til víkinga og í einu atriði myndarinnar takast víkingur og íníani á með miklum látum. Ég mætti þarna með mina íslensku og á móti mér talaði indíáni á móðurmáli sínu. Við komumst varla neitt áfram vegna þess að við hlógum svo mikið enda var þetta alveg fráleitt en meðal þess sem ég læt indíánann heyra á íslensku er ég skal reyta af þér hanakambinn eins og hænu. Stefán Karl hefur verið búsettur í Los Angeles um nokkurt skeið og það er ekki útilokað að hann muni skjóta upp kollinum í fleiri Hollywoodmyndum. Það er ýmislegt í gangi en ég verð bara að segja eins og stjórnmálamennirnir að hlutirnir séu ekki komnir á það stig að hægt sé að tala um þá. Það gengur mjög vel en þetta tekur allt mikinn tíma en ég er sem betur fer þolinmóður maður.
Menning Mest lesið „Ég hélt svo innilega að það væri stelpa“ Lífið Úttekt á merkilegu orðfæri Ingu Sæland Lífið „Sá síðasti dó á þessu ári“ Lífið Yfir fimmtíu fengu sér tattú í stórafmæli Steinda Lífið Ást er: Sigtaði sinn mann út á vellinum Lífið Bríet olli vonbrigðum Gagnrýni Trump yngri er algjör kvennabósi Lífið Selena komin með hring Lífið Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney Bíó og sjónvarp Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Tónlist Fleiri fréttir Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Barry Keoghan leikur Bítil Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Leikstjóri Naked Gun og Airplane! látinn „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Sjá meira