FL selur öll bréf sín í Icelandair Group 17. október 2006 06:00 Fljúga hvor sína leið Hannes Smárason og félagar hans í FL Group yfirgefa nú hluthafahóp Icelandair. Jón Karl Ólafsson forstjóri heldur fluginu áfram með nýja áhöfn í hluthafahópnum. FL Group hefur selt allt hlutafé sitt í Icelandair Group að lokinni áreiðanleikakönnun á Icelandair. Tveir þriðju hlutar hlutafjár voru seldir til fjárfesta, starfsfólks og stjórnenda fyrir milligöngu Glitnis. Það sem eftir stendur verður selt til fagfjárfesta og almennings í hlutafjárútboði á næstunni í tengslum við skráningu Icelandair í Kauphöll Íslands. Tryggir Glitnir sölu á því hlutafé Icelandair sem enn er óráðstafað en áætlað er að skráning fari fram á næstunni. Þrír fjárfestahópar kaupa helming hlutafjár í Icelandair en þeir eru: Langflug, Naust og Blue-Sky Transport. Fyrstnefnda félagið, sem er að mestu leyti í eigu Eignarhaldsfélagsins Samvinnutrygginga, tekur um 32 prósenta hlut. Naust kaupir 11,1 prósent en fyrir því fara eigendur Bílanausts og Olíufélagsins þar sem stærsti hluthafinn er Benedikt Sveinsson, fyrrverandi stjórnarformaður Eimskipafélagsins og Sjóvá-Almennra. Blue-Sky Transport Holding eignast 7,4 prósenta hlut en það er að stærstum hluta í eigu Ómars Benediktssonar, fyrrverandi framkvæmdastjóra Íslandsflugs. Finnur Ingólfsson, starfandi stjórnarformaður VÍS, verður líklega næsti stjórnarformaður Icelandair Group, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Starfsmönnum og lykilstjórnendum Icelandair verður boðið að kaupa alls átta prósent hlutafjár en þar að auki hafa aðrir fjárfestar tryggt sér um átta prósent. Hannes Smárason, forstjóri FL Group, er afar sáttur við söluna sem hann segir að hafi gengið hratt og örugglega fyrir sig. Þetta er rökrétt framhald fyrir okkur og við náðum þeim markmiðum sem við settum okkur um skráningu og sölu Icelandair. Við horfum til þess að styrkja okkur innan þeirra sviða sem við höfum verið að fjárfesta í. Áætlaður hagnaður FL af sölunni eru um 26 milljarðar króna miðað við bókfært virði Icelandair Group og eykst handbært fé fjárfestingafélagsins um 35 milljarða króna. Innlent Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Innlent Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Erlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Innlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Innlent Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Innlent Fleiri fréttir „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Sjá meira
FL Group hefur selt allt hlutafé sitt í Icelandair Group að lokinni áreiðanleikakönnun á Icelandair. Tveir þriðju hlutar hlutafjár voru seldir til fjárfesta, starfsfólks og stjórnenda fyrir milligöngu Glitnis. Það sem eftir stendur verður selt til fagfjárfesta og almennings í hlutafjárútboði á næstunni í tengslum við skráningu Icelandair í Kauphöll Íslands. Tryggir Glitnir sölu á því hlutafé Icelandair sem enn er óráðstafað en áætlað er að skráning fari fram á næstunni. Þrír fjárfestahópar kaupa helming hlutafjár í Icelandair en þeir eru: Langflug, Naust og Blue-Sky Transport. Fyrstnefnda félagið, sem er að mestu leyti í eigu Eignarhaldsfélagsins Samvinnutrygginga, tekur um 32 prósenta hlut. Naust kaupir 11,1 prósent en fyrir því fara eigendur Bílanausts og Olíufélagsins þar sem stærsti hluthafinn er Benedikt Sveinsson, fyrrverandi stjórnarformaður Eimskipafélagsins og Sjóvá-Almennra. Blue-Sky Transport Holding eignast 7,4 prósenta hlut en það er að stærstum hluta í eigu Ómars Benediktssonar, fyrrverandi framkvæmdastjóra Íslandsflugs. Finnur Ingólfsson, starfandi stjórnarformaður VÍS, verður líklega næsti stjórnarformaður Icelandair Group, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Starfsmönnum og lykilstjórnendum Icelandair verður boðið að kaupa alls átta prósent hlutafjár en þar að auki hafa aðrir fjárfestar tryggt sér um átta prósent. Hannes Smárason, forstjóri FL Group, er afar sáttur við söluna sem hann segir að hafi gengið hratt og örugglega fyrir sig. Þetta er rökrétt framhald fyrir okkur og við náðum þeim markmiðum sem við settum okkur um skráningu og sölu Icelandair. Við horfum til þess að styrkja okkur innan þeirra sviða sem við höfum verið að fjárfesta í. Áætlaður hagnaður FL af sölunni eru um 26 milljarðar króna miðað við bókfært virði Icelandair Group og eykst handbært fé fjárfestingafélagsins um 35 milljarða króna.
Innlent Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Innlent Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Erlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Innlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Innlent Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Innlent Fleiri fréttir „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Sjá meira