Óþarfi að hjálpa fullfrísku fólki 30. október 2006 23:56 Það er mikilvægt fyrir Samfylkinguna að sannfæra kjósendur um að forystumönnum flokksins sé treystandi til að fara með stjórn ríkisfjármála á Íslandi eftir alþingiskosningarnar næsta vor. Í því sambandi skiptir máli að gefið verði vilyrði fyrir því að skattar fólks hækki ekki komist Samfylkingin til valda og að ríkisútgjöldum verði haldið í skefjum. Ekki má heldur steypa ríkissjóði í skuldir til að fjármagna öll þau verkefni sem metnaðarfulla þingmenn, sem hafa kannski setið lengi áhrifalausir í stjórnarandstöðu, langar til að hrinda í framkvæmd. Kjósendur þurfa skýr svör í þessum efnum. Þó að enn sé deilt um fjárhagsstöðu Reykjavíkurborgar eftir langa samfellda stjórn vinstri manna er það staðreynd að skuldir borgarinnar jukust mikið á valdatíma R-listans. Vissulega er hægt að færa málefnaleg rök fyrir hluta af þeirri skuldsetningu. En á meðan skuldir borgarinnar jukust notaði ríkisstjórnin uppsveifluna til að greiða niður skuldir ríkissjóðs. Fólk nýtur þess nú í lægri afborgunum og afgangurinn er notaður til framkvæmda. Þessari þróun mega vinstri menn ekki snúa við komist þeir í ríkisstjórn. Sporin í borginni hræða. Það er eðlilegt að vinstri flokkarnir setji jöfnun lífskjara á oddinn í komandi kosningabaráttu. Lífskjarabyltingin hefur gert það að verkum að allir hafa það betra í dag en fyrir áratug. Þó eru dæmi um hópa sem þurfa að hafa mikið fyrir litlu. Varaformaður Samfylkingarinnar, Ágúst Ólafur Ágústsson, kemur með athyglisvert innlegg í þessa umræðu í grein í Fréttablaðinu í gær. Vill hann að Samfylkingin beiti sér fyrir því að skattur á greiðslur frá lífeyrissjóðum verði lækkaður í tíu prósent. Nú eru þessar greiðslur skattlagðar til jafns við launatekjur. Mundi þetta hafa verulega þýðingu fyrir eldri borgara, sem sumir hverjir lifa við þröngan kost. Samfylkingin hefur líka lagt fram tillögur um lækkun matarverðs, sem ganga lengra en hugmyndir núverandi ríkisstjórnar. Slíkar hugmyndir gagnast best fjölmennum fjölskyldum sem þurfa að eyða stórum hluta tekna sinna í kaup á matvöru. Báðar þessar hugmyndir Samfylkingarinnar ganga út á að bæta hag þeirra tekjulægri í samfélaginu án þess að auka skattbyrði annarra. Þær snúast um að ríkið taki minna til sín frá fólki sem þarf á hverri krónu að halda. Þær snúast um að forgangsraða í þágu þeirra sem minna mega sín. Það er einmitt hlutverk ríkisins, að hjálpa þeim sem eru hjálpar þurfi. Ríkisvaldið á ekki að þurfa að aðstoða fullfrískt fólk. Það á ekki að borga hátekjufólki fyrir að vera heima hjá börnum sínum, né niðurgreiða leikhúsmiða fyrir góðborgara þessa lands, eða reisa hestamönnum hús til að sinna störfum sínum og áhugamálum. Ríkið á ekki að styrkja ákveðnar atvinnugreinar, halda úti óþarflega stórri utanríkisþjónustu eða reka ríkisfjölmiðil sem skyldar alla lögráða einstaklinga til að greiða afnotagjöld. Það er af nógu að taka. Stjórnmálamenn eru smeykir við að ræða þetta af fullri alvöru af ótta við að styggja fullfríska fólkið sem telur sjálfsagt að skattpeningar séu nýttir því til hagsbóta. Sáttin um skattkerfið snýst samt um að aðstoða þá sem sökum aldurs, veikinda eða fötlunar geta ekki notið sín til fulls miðað við aðstæður hjálparlaust. Forgangsröðun verkefna í þágu þessa fólks, samhliða traustri stjórn efnahagsmála, eru meðal mikilvægra verkefna stjórnmálanna á komandi vetri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Björgvin Guðmundsson Skoðanir Mest lesið Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson Skoðun Gaza getur ekki beðið lengur Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon Skoðun Ísland yrði betra með aðild að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson Skoðun SVEIT – Kastið inn handklæðinu Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand Skoðun Munu næstu fjögur ár nægja? Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Hugvíkkandi efni: Forvitni umfram dómhörku Bergsveinn Ólafsson Skoðun
Það er mikilvægt fyrir Samfylkinguna að sannfæra kjósendur um að forystumönnum flokksins sé treystandi til að fara með stjórn ríkisfjármála á Íslandi eftir alþingiskosningarnar næsta vor. Í því sambandi skiptir máli að gefið verði vilyrði fyrir því að skattar fólks hækki ekki komist Samfylkingin til valda og að ríkisútgjöldum verði haldið í skefjum. Ekki má heldur steypa ríkissjóði í skuldir til að fjármagna öll þau verkefni sem metnaðarfulla þingmenn, sem hafa kannski setið lengi áhrifalausir í stjórnarandstöðu, langar til að hrinda í framkvæmd. Kjósendur þurfa skýr svör í þessum efnum. Þó að enn sé deilt um fjárhagsstöðu Reykjavíkurborgar eftir langa samfellda stjórn vinstri manna er það staðreynd að skuldir borgarinnar jukust mikið á valdatíma R-listans. Vissulega er hægt að færa málefnaleg rök fyrir hluta af þeirri skuldsetningu. En á meðan skuldir borgarinnar jukust notaði ríkisstjórnin uppsveifluna til að greiða niður skuldir ríkissjóðs. Fólk nýtur þess nú í lægri afborgunum og afgangurinn er notaður til framkvæmda. Þessari þróun mega vinstri menn ekki snúa við komist þeir í ríkisstjórn. Sporin í borginni hræða. Það er eðlilegt að vinstri flokkarnir setji jöfnun lífskjara á oddinn í komandi kosningabaráttu. Lífskjarabyltingin hefur gert það að verkum að allir hafa það betra í dag en fyrir áratug. Þó eru dæmi um hópa sem þurfa að hafa mikið fyrir litlu. Varaformaður Samfylkingarinnar, Ágúst Ólafur Ágústsson, kemur með athyglisvert innlegg í þessa umræðu í grein í Fréttablaðinu í gær. Vill hann að Samfylkingin beiti sér fyrir því að skattur á greiðslur frá lífeyrissjóðum verði lækkaður í tíu prósent. Nú eru þessar greiðslur skattlagðar til jafns við launatekjur. Mundi þetta hafa verulega þýðingu fyrir eldri borgara, sem sumir hverjir lifa við þröngan kost. Samfylkingin hefur líka lagt fram tillögur um lækkun matarverðs, sem ganga lengra en hugmyndir núverandi ríkisstjórnar. Slíkar hugmyndir gagnast best fjölmennum fjölskyldum sem þurfa að eyða stórum hluta tekna sinna í kaup á matvöru. Báðar þessar hugmyndir Samfylkingarinnar ganga út á að bæta hag þeirra tekjulægri í samfélaginu án þess að auka skattbyrði annarra. Þær snúast um að ríkið taki minna til sín frá fólki sem þarf á hverri krónu að halda. Þær snúast um að forgangsraða í þágu þeirra sem minna mega sín. Það er einmitt hlutverk ríkisins, að hjálpa þeim sem eru hjálpar þurfi. Ríkisvaldið á ekki að þurfa að aðstoða fullfrískt fólk. Það á ekki að borga hátekjufólki fyrir að vera heima hjá börnum sínum, né niðurgreiða leikhúsmiða fyrir góðborgara þessa lands, eða reisa hestamönnum hús til að sinna störfum sínum og áhugamálum. Ríkið á ekki að styrkja ákveðnar atvinnugreinar, halda úti óþarflega stórri utanríkisþjónustu eða reka ríkisfjölmiðil sem skyldar alla lögráða einstaklinga til að greiða afnotagjöld. Það er af nógu að taka. Stjórnmálamenn eru smeykir við að ræða þetta af fullri alvöru af ótta við að styggja fullfríska fólkið sem telur sjálfsagt að skattpeningar séu nýttir því til hagsbóta. Sáttin um skattkerfið snýst samt um að aðstoða þá sem sökum aldurs, veikinda eða fötlunar geta ekki notið sín til fulls miðað við aðstæður hjálparlaust. Forgangsröðun verkefna í þágu þessa fólks, samhliða traustri stjórn efnahagsmála, eru meðal mikilvægra verkefna stjórnmálanna á komandi vetri.
Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand Skoðun
Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand Skoðun