Alveg bannað að svindla 31. október 2006 00:00 Freyja með bikarinn Ásamt Jóhanni Pétri Hilmarssyni sem sigraði í karlaflokki. Um helgina varð Freyja Sigurðardóttir Íslandsmeistari í Icefitness-keppninni. Hún sigraði örugglega, fékk 39 stig, þrettán stigum meira en sú sem varð í öðru sæti. Freyja er mikil fitness-drottning því hún hefur sigrað í öllum Íslandsmeistaramótum sem hún hefur tekið þátt í, árin 1999, 2000, 2001, 2002 og 2004, auk þess að sigra í ár. Þá hefur hún líka sigrað í fjórum bikarmótum, en bikar- og Íslandsmeistaramótið eru helstu fitness-mótin á Íslandi. „Ég var í fimleikum til 17 ára aldurs og fór í þetta þegar mig vantaði eitthvað eftir fimleikana. Ég keppti ekki árið 2003 því ég var ólétt og gat ekki keppt og í fyrra var ég að undirbúa það að flytja til Noregs," segir Freyja. Hún býr í Álasundi með knattspyrnukappanum Haraldi Frey Guðmundssyni, sem hefur verið að gera góða hluti í vörninni með Álasundsliðinu. Freyja segist aldrei hafa verið í eins góðu formi og núna og var sex kílóum léttari nú en árið 2004. Meðal þess sem hún afrekaði á Icefitness var að taka 80 armbeygjur á 1.14 mínútu og hékk í næstum 3 mínútur í „fitnessgreip", sem henni finnst reyndar leiðinlegasta greinin. „Fyrst og fremst þarf maður bara að vera ógeðslega agaður. Ég er náttúrlega með góðan grunn, til dæmis er ég heppin að hafa fæðst með góða líkamsbyggingu, og hef alltaf hreyft mig mikið. Tólf vikum áður byrjar maður að fókusera á keppnina. Það er alveg bannað að svindla því smá svindl á hverjum degi hleður utan á sig og er orðið eins og stór máltíð á föstudegi. Ég neita því ekki að maður er oft þreyttur á þessu á tímabilinu, en nokkrum dögum fyrir mót fyllist maður eldmóði og sér fram á að þetta er að verða búið." Freyja getur þó enn ekki slappað af þótt hún hafi rúllað Icefitness-keppninni upp því bikarmótið fer fram á laugardaginn. „Það er frábært að hafa þessi tvö mót svona í röð," segir Freyja, sem æfir nú á fullu og ætlar ekki að gefa neitt eftir á laugardaginn. Innlendar Innlent Mest lesið María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ Fótbolti Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Enski boltinn Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Íslenski boltinn Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Körfubolti Fleiri fréttir Sonur þjálfara Falcons með ljótan hrekk Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Dagskráin í dag: Stjarnan getur sópað Grindavík í sumarfrí Iðunn og Guðrún Fanney Norðurlandameistarar í skák „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Þórir og félagar nældu í mikilvægt stig gegn Atalanta Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Stoðsending Sverris dugði skammt Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Skytturnar skutu sér í úrslit Meistaradeildarinnar Tíu Juventusmenn kláruðu sitt Stefán Ingi og Sveinn Aron skoruðu í Íslendingaslögum „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Ísak Andri með tvær stoðsendingar í sigri Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City Sjá meira
Um helgina varð Freyja Sigurðardóttir Íslandsmeistari í Icefitness-keppninni. Hún sigraði örugglega, fékk 39 stig, þrettán stigum meira en sú sem varð í öðru sæti. Freyja er mikil fitness-drottning því hún hefur sigrað í öllum Íslandsmeistaramótum sem hún hefur tekið þátt í, árin 1999, 2000, 2001, 2002 og 2004, auk þess að sigra í ár. Þá hefur hún líka sigrað í fjórum bikarmótum, en bikar- og Íslandsmeistaramótið eru helstu fitness-mótin á Íslandi. „Ég var í fimleikum til 17 ára aldurs og fór í þetta þegar mig vantaði eitthvað eftir fimleikana. Ég keppti ekki árið 2003 því ég var ólétt og gat ekki keppt og í fyrra var ég að undirbúa það að flytja til Noregs," segir Freyja. Hún býr í Álasundi með knattspyrnukappanum Haraldi Frey Guðmundssyni, sem hefur verið að gera góða hluti í vörninni með Álasundsliðinu. Freyja segist aldrei hafa verið í eins góðu formi og núna og var sex kílóum léttari nú en árið 2004. Meðal þess sem hún afrekaði á Icefitness var að taka 80 armbeygjur á 1.14 mínútu og hékk í næstum 3 mínútur í „fitnessgreip", sem henni finnst reyndar leiðinlegasta greinin. „Fyrst og fremst þarf maður bara að vera ógeðslega agaður. Ég er náttúrlega með góðan grunn, til dæmis er ég heppin að hafa fæðst með góða líkamsbyggingu, og hef alltaf hreyft mig mikið. Tólf vikum áður byrjar maður að fókusera á keppnina. Það er alveg bannað að svindla því smá svindl á hverjum degi hleður utan á sig og er orðið eins og stór máltíð á föstudegi. Ég neita því ekki að maður er oft þreyttur á þessu á tímabilinu, en nokkrum dögum fyrir mót fyllist maður eldmóði og sér fram á að þetta er að verða búið." Freyja getur þó enn ekki slappað af þótt hún hafi rúllað Icefitness-keppninni upp því bikarmótið fer fram á laugardaginn. „Það er frábært að hafa þessi tvö mót svona í röð," segir Freyja, sem æfir nú á fullu og ætlar ekki að gefa neitt eftir á laugardaginn.
Innlendar Innlent Mest lesið María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ Fótbolti Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Enski boltinn Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Íslenski boltinn Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Körfubolti Fleiri fréttir Sonur þjálfara Falcons með ljótan hrekk Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Dagskráin í dag: Stjarnan getur sópað Grindavík í sumarfrí Iðunn og Guðrún Fanney Norðurlandameistarar í skák „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Þórir og félagar nældu í mikilvægt stig gegn Atalanta Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Stoðsending Sverris dugði skammt Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Skytturnar skutu sér í úrslit Meistaradeildarinnar Tíu Juventusmenn kláruðu sitt Stefán Ingi og Sveinn Aron skoruðu í Íslendingaslögum „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Ísak Andri með tvær stoðsendingar í sigri Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City Sjá meira