Glöggt er gests augað 1. nóvember 2006 00:01 Niðurstaða: Meinfyndið sprell og eftirminnileg ádeila í frábærri sýningu. Leikhópurinn Rauði þráðurinn sýnir í Iðnó Höfundur Hávar Sigurjónsson, María Reyndal og leikhópurinn / Leikarar Caroline Dalton, Tuna Metya, Pierre-Alain Giraud og Dimitra Drakopoulou / Leikmynd- og ljósahönnun Egill Ingibergsson og Móeiður Helgadóttir / Búningar Dýrleif Ýr Örlygsdóttir og Margrét Einarsdóttir / Tónlist og hljóðmynd Þorkell Heiðarsson / Leikgervi Jóna Sólbjört Ágústsdóttir og Sigríður Rósa Bjarnadóttir / Danshöfundur Lára Stefánsdóttir/ Leikstjóri María Reyndal Við Íslendingar höfum óendanlegan áhuga á okkur sjálfum og þar með á viðhorfi annarra til okkar. Viðfangsefni sýningarinnar Best í heimi eru samskipti Íslendinga við útlendinga þar sem flett er ofan af ýmiss konar fordómum, látalátum og heimóttarskap. Þarna er á ferðinni meinfyndið verk sem samanstendur af stuttum þáttum eða frásögnum af fólki sem fléttast saman. Fjörið hefst og endar í flugvél en persónurnar eru allra landa farþegar og auðvitað séríslensk áhöfn sem kallar fram ófáar brosviprur hjá þurrlyndustu þjóðernissinnum. Leikhópurinn er hreint út sagt frábær. Verkið er leikið á íslensku en leikhópinn skipa Caroline Dalton frá Englandi, Dimitra Drakopoulou frá Grikklandi, Pierre-Alain Giraud frá Frakklandi og Tuna Metya frá Tyrklandi. Öll bregða þau sér í fjölmörg gervi og er frammistaða þeirra alveg glimrandi góð. Þau mynda sterkan og samstilltan hóp og hafa öll mikla útgeislun á sviðinu. Mismikið reyndi á hádramatíska tilburði í verkinu en vert er að minnast á leik Dimitru Drakopoulou sem túlkar móðurina ungu, Kim, sem missir forræði yfir barni sínu. Leikur hennar snart mig mjög og áhrifamikil lokaræða hennar fylgir leikhúsgestum út í nóttina, minnug þess að þarna var ekki aðeins dugmikið sprell á ferðinni heldur líka eftirminnileg ádeila á núverandi ástand. Leikritið er á íslensku en enskum texta er varpað á sviðsmyndina svo þeir sem ekki skilja hið ástkæra ylhýra geta einnig notið sýningarinnar. Reyndar er mikið spaugað með tungumálið í verkinu, líkt og með hinar klassísku forhugmyndir fólks um Ísland, vegsömun náttúruperlanna og ofuráherslu á sérstöðu íslensku þjóðarinnar. Grínið er oftar en ekki tengt vandræðalegum uppákomum sem útlendingar lenda í þegar þeir mæta velmeinandi eða óþolinmóðum Íslendingum, til dæmis þegar kemur að starfsþjálfun ræstitækna á heilbrigðisstofnunum. Heildarmynd sýningarinnar fannst mér faglega unnin, búningar og gervin nutu sín vel í einfaldleika sínum, leikmyndin var stórsniðug og dansnúmerin lífguðu mikið upp á sýninguna. Það er fáa annmarka að finna á þessu framtaki Rauða þráðarins, helst væri þó að grínið var full einsleitt en þó ekki svo að maður hætti nokkurn tíma að skemmta sér á sýningunni. Leiksýningin Best í heimi er verðug áminning um að við erum ekki aðeins íbúar lands eða mislyndir gestgjafar heldur tökum við þátt í títtnefndu fjölmenningarsamfélagi með gjörðum okkar og orðum. Ég hvet alla þá sem vettlingi geta valdið að sjá þessa sýningu. Kristrún Heiða Hauksdóttir Menning Mest lesið Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Tíska og hönnun „Risa tilkynning“ Lífið „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Lífið Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Lífið Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu Menning Birgitta prinsessa er látin Lífið Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Lífið Taka sér hlé hvort frá öðru Lífið 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Lífið Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Lífið Fleiri fréttir Barry Keoghan leikur Bítil Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Leikstjóri Naked Gun og Airplane! látinn „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Sjá meira
Leikhópurinn Rauði þráðurinn sýnir í Iðnó Höfundur Hávar Sigurjónsson, María Reyndal og leikhópurinn / Leikarar Caroline Dalton, Tuna Metya, Pierre-Alain Giraud og Dimitra Drakopoulou / Leikmynd- og ljósahönnun Egill Ingibergsson og Móeiður Helgadóttir / Búningar Dýrleif Ýr Örlygsdóttir og Margrét Einarsdóttir / Tónlist og hljóðmynd Þorkell Heiðarsson / Leikgervi Jóna Sólbjört Ágústsdóttir og Sigríður Rósa Bjarnadóttir / Danshöfundur Lára Stefánsdóttir/ Leikstjóri María Reyndal Við Íslendingar höfum óendanlegan áhuga á okkur sjálfum og þar með á viðhorfi annarra til okkar. Viðfangsefni sýningarinnar Best í heimi eru samskipti Íslendinga við útlendinga þar sem flett er ofan af ýmiss konar fordómum, látalátum og heimóttarskap. Þarna er á ferðinni meinfyndið verk sem samanstendur af stuttum þáttum eða frásögnum af fólki sem fléttast saman. Fjörið hefst og endar í flugvél en persónurnar eru allra landa farþegar og auðvitað séríslensk áhöfn sem kallar fram ófáar brosviprur hjá þurrlyndustu þjóðernissinnum. Leikhópurinn er hreint út sagt frábær. Verkið er leikið á íslensku en leikhópinn skipa Caroline Dalton frá Englandi, Dimitra Drakopoulou frá Grikklandi, Pierre-Alain Giraud frá Frakklandi og Tuna Metya frá Tyrklandi. Öll bregða þau sér í fjölmörg gervi og er frammistaða þeirra alveg glimrandi góð. Þau mynda sterkan og samstilltan hóp og hafa öll mikla útgeislun á sviðinu. Mismikið reyndi á hádramatíska tilburði í verkinu en vert er að minnast á leik Dimitru Drakopoulou sem túlkar móðurina ungu, Kim, sem missir forræði yfir barni sínu. Leikur hennar snart mig mjög og áhrifamikil lokaræða hennar fylgir leikhúsgestum út í nóttina, minnug þess að þarna var ekki aðeins dugmikið sprell á ferðinni heldur líka eftirminnileg ádeila á núverandi ástand. Leikritið er á íslensku en enskum texta er varpað á sviðsmyndina svo þeir sem ekki skilja hið ástkæra ylhýra geta einnig notið sýningarinnar. Reyndar er mikið spaugað með tungumálið í verkinu, líkt og með hinar klassísku forhugmyndir fólks um Ísland, vegsömun náttúruperlanna og ofuráherslu á sérstöðu íslensku þjóðarinnar. Grínið er oftar en ekki tengt vandræðalegum uppákomum sem útlendingar lenda í þegar þeir mæta velmeinandi eða óþolinmóðum Íslendingum, til dæmis þegar kemur að starfsþjálfun ræstitækna á heilbrigðisstofnunum. Heildarmynd sýningarinnar fannst mér faglega unnin, búningar og gervin nutu sín vel í einfaldleika sínum, leikmyndin var stórsniðug og dansnúmerin lífguðu mikið upp á sýninguna. Það er fáa annmarka að finna á þessu framtaki Rauða þráðarins, helst væri þó að grínið var full einsleitt en þó ekki svo að maður hætti nokkurn tíma að skemmta sér á sýningunni. Leiksýningin Best í heimi er verðug áminning um að við erum ekki aðeins íbúar lands eða mislyndir gestgjafar heldur tökum við þátt í títtnefndu fjölmenningarsamfélagi með gjörðum okkar og orðum. Ég hvet alla þá sem vettlingi geta valdið að sjá þessa sýningu. Kristrún Heiða Hauksdóttir
Menning Mest lesið Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Tíska og hönnun „Risa tilkynning“ Lífið „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Lífið Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Lífið Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu Menning Birgitta prinsessa er látin Lífið Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Lífið Taka sér hlé hvort frá öðru Lífið 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Lífið Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Lífið Fleiri fréttir Barry Keoghan leikur Bítil Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Leikstjóri Naked Gun og Airplane! látinn „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Sjá meira