Starfsfólk kvikmyndahúsa í Bretlandi þurfti að hringja á sjúkrabíl þrisvar sinnum sömu nóttina eftir að það leið yfir nokkra sem voru að horfa á hryllingsmyndina Saw III.
Kona var flutt á sjúkrahús og tveir menn til viðbótar eftir að hafa fallið í yfirlið á myndinni. Hafa heilbrigðisstarfsmenn varað viðkvæmt fólk við því að fara á myndina. Atvikin áttu sér stað á föstudagskvöldi, en þá er erillinn mestur hjá sjúkrastarfsmönnum.
Saw III, sem fjallar um raðmorðingja sem pyntar fólk, er vinsælasta myndin í Bretlandi og Bandaríkjunum um þessar mundir.