Aldraðir í forgang 5. nóvember 2006 06:00 Það skiptir miklu máli hvernig skatttekjum ríkisins er ráðstafað. Í því ljósi er nauðsynlegt fyrir stjórnvöld að taka ábendingar Dagbjartar Þyrí Þorvarðdóttur, hjúkrunarfræðings og fyrrverandi hjúkrunarforstjóra Hrafnistuheimilanna, í forsíðufrétt Fréttablaðsins í gær alvarlega. Hún heldur því fram að ríkið greiði dvalar- og hjúkrunarheimilum á Íslandi yfir fimmtán milljarða króna til rekstursins á ári án þess að skilgreina hvaða þjónustu það fær í staðinn. Þar sem engir þjónustusamningar hafi verið gerðir um hvernig þessu fé skuli varið geti stjórnendur þessara stofnana farið með féð að vild. Það er virðingarvert að jafn reynslumikil kona og Dagbjört Þyri, sem gjörþekkir fyrirkomulag öldrunarþjónustu á Íslandi, stígi fram og bendir á svo miklar brotalamir í kerfinu. Vilji allra stendur til þess að nýta betur þá fjármuni sem settir eru í þessa þjónustu, öldruðum til hagsbóta. Þess vegna er nauðsynlegt að staðreyndir liggi uppá borðum. Fólkið sem nýtur þjónustunnar á það skilið. Dagbjört Þyri segir að ekkert muni breytast til batnaðar í þjónustu við aldraða fyrr en ríkið geri þjónustusamninga við öll dvalar- og hjúkrunarheimili. Greitt sé jafn mikið með einstaklingi sem lifir í einbýli og tvíbýli. Einnig er greitt jafn mikið fyrir einstakling sem nýtur sérstakrar hjúkrunar eina klukkustund á sólarhring og þess sem þarf hjúkrunar við í fimm klukkustundir. Hérna er augljóst misræmi sem þarf að leiðrétta. Dagbjört hefur talað áður um þetta þó sú umræða fór ekki mjög hátt meðal almennings. Jóhann Óli Guðmundsson, stjórnarformaður Öldungs hf. sem rekur hjúkrunarheimilið Sóltun, benti á þetta í aðsendum greinum í Fréttablaðinu í byrjun októbermánaðar. Jóhann Óli segir að allur rekstur Sóltúns, sem er einkarekið en með þjónustusamning við ríkið, sé kostnaðargreindur niður í smæstu agnir. Hann er harðorður í garð stjórnvalda í Fréttablaðinu. „Síðustu ráðstafanir í málefnum aldraðra virðast ekki taka mið af mismunandi visturnar- og ummönunarþörf, heldur eru úthlutanir framkvæmdar án samhengis við fyrirliggjandi forsendur og enginn skilgreindur greinarmunur gerður á ummönunarþunga og því sem honum fylgir," segir hann. Það er mikilvægt að heilbrigðisráðherra ráðist strax í að skilgreina þau verkefni sem dvalar- og hjúkrunarheimili sinna og gera við þau þjónustusamninga. Raunar er stórfurðulegt að það hafi ekki verið þegar gert. Óásættanlegt er að milljörðum króna af skattfé almennings sé varið í óskilgreinda þjónustu. Það þarf að nýta hverja krónu vel í þágu aldraðra. Slík þjónustugreining er líka nauðsynleg svo fagfólk geti tekið sig saman um rekstur dvalar- og hjúkrunarheimila með þjónustusamning við ríkið. Rekstur Sóltúns er góð fyrirmynd í þeim efnum. Biðlistum aldraðra eftir þjónust verður að eyða og sýnir reynslan okkur að einkaframtakið er nauðsynlegt svo það takist. Það þekkjast hvergi biðraðir eftir þjónustu nema hjá ríkinu. Framsóknarflokkurinn má ekki standa lengur í vegi fyrir nauðsynlegum endurbótum í þessum efnum. Það er ekki í þágu aldraðra, skattgreiðenda né stjórnmálamannanna sjálfra. Það skiptir nefnilega máli hvernig skattekjum ríkisins er ráðstafað. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Björgvin Guðmundsson Skoðanir Mest lesið Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir Skoðun SVEIT – Kastið inn handklæðinu Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Gaza getur ekki beðið lengur Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon Skoðun Ísland yrði betra með aðild að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson Skoðun Hugvíkkandi efni: Forvitni umfram dómhörku Bergsveinn Ólafsson Skoðun Skjáfíkn - vísindi eða trú? Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson Skoðun Listin að styðja en ekki stýra Árni Sigurðsson Skoðun
Það skiptir miklu máli hvernig skatttekjum ríkisins er ráðstafað. Í því ljósi er nauðsynlegt fyrir stjórnvöld að taka ábendingar Dagbjartar Þyrí Þorvarðdóttur, hjúkrunarfræðings og fyrrverandi hjúkrunarforstjóra Hrafnistuheimilanna, í forsíðufrétt Fréttablaðsins í gær alvarlega. Hún heldur því fram að ríkið greiði dvalar- og hjúkrunarheimilum á Íslandi yfir fimmtán milljarða króna til rekstursins á ári án þess að skilgreina hvaða þjónustu það fær í staðinn. Þar sem engir þjónustusamningar hafi verið gerðir um hvernig þessu fé skuli varið geti stjórnendur þessara stofnana farið með féð að vild. Það er virðingarvert að jafn reynslumikil kona og Dagbjört Þyri, sem gjörþekkir fyrirkomulag öldrunarþjónustu á Íslandi, stígi fram og bendir á svo miklar brotalamir í kerfinu. Vilji allra stendur til þess að nýta betur þá fjármuni sem settir eru í þessa þjónustu, öldruðum til hagsbóta. Þess vegna er nauðsynlegt að staðreyndir liggi uppá borðum. Fólkið sem nýtur þjónustunnar á það skilið. Dagbjört Þyri segir að ekkert muni breytast til batnaðar í þjónustu við aldraða fyrr en ríkið geri þjónustusamninga við öll dvalar- og hjúkrunarheimili. Greitt sé jafn mikið með einstaklingi sem lifir í einbýli og tvíbýli. Einnig er greitt jafn mikið fyrir einstakling sem nýtur sérstakrar hjúkrunar eina klukkustund á sólarhring og þess sem þarf hjúkrunar við í fimm klukkustundir. Hérna er augljóst misræmi sem þarf að leiðrétta. Dagbjört hefur talað áður um þetta þó sú umræða fór ekki mjög hátt meðal almennings. Jóhann Óli Guðmundsson, stjórnarformaður Öldungs hf. sem rekur hjúkrunarheimilið Sóltun, benti á þetta í aðsendum greinum í Fréttablaðinu í byrjun októbermánaðar. Jóhann Óli segir að allur rekstur Sóltúns, sem er einkarekið en með þjónustusamning við ríkið, sé kostnaðargreindur niður í smæstu agnir. Hann er harðorður í garð stjórnvalda í Fréttablaðinu. „Síðustu ráðstafanir í málefnum aldraðra virðast ekki taka mið af mismunandi visturnar- og ummönunarþörf, heldur eru úthlutanir framkvæmdar án samhengis við fyrirliggjandi forsendur og enginn skilgreindur greinarmunur gerður á ummönunarþunga og því sem honum fylgir," segir hann. Það er mikilvægt að heilbrigðisráðherra ráðist strax í að skilgreina þau verkefni sem dvalar- og hjúkrunarheimili sinna og gera við þau þjónustusamninga. Raunar er stórfurðulegt að það hafi ekki verið þegar gert. Óásættanlegt er að milljörðum króna af skattfé almennings sé varið í óskilgreinda þjónustu. Það þarf að nýta hverja krónu vel í þágu aldraðra. Slík þjónustugreining er líka nauðsynleg svo fagfólk geti tekið sig saman um rekstur dvalar- og hjúkrunarheimila með þjónustusamning við ríkið. Rekstur Sóltúns er góð fyrirmynd í þeim efnum. Biðlistum aldraðra eftir þjónust verður að eyða og sýnir reynslan okkur að einkaframtakið er nauðsynlegt svo það takist. Það þekkjast hvergi biðraðir eftir þjónustu nema hjá ríkinu. Framsóknarflokkurinn má ekki standa lengur í vegi fyrir nauðsynlegum endurbótum í þessum efnum. Það er ekki í þágu aldraðra, skattgreiðenda né stjórnmálamannanna sjálfra. Það skiptir nefnilega máli hvernig skattekjum ríkisins er ráðstafað.