Tölvur kenna stafsetningu 16. nóvember 2006 06:45 Anton Karl Ingason og Skúli Bernhard Jóhannsson Höfundar veflægs kennsluvefjar sem veitir vélræna kennslu í íslenskum stíl er gæti sparað kennurum talsverða vinnu við upplestur og yfirferð úrlausna. „Þetta er í rauninni bara gamla kennsluaðferðin, íslenski stíllinn, í nýjum búningi," segir Anton Karl Ingason, annar af höfundum námsvefjar sem Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra opnar klukkan tvö í dag - á Degi íslenskrar tungu - við athöfn í Reykjavíkurakademíunni. Anton, sem hefur töluverða reynslu af hugbúnaðargerð, og félagi hans Skúli Bernhard Jóhannsson, nemi í rafmagns- og tölvuverkfræði, hafa unnið að námsvefnum undanfarið ár. Ef vefurinn reynist vel, og kemst í almenna notkun í skólakerfinu, getur hann minnkað álag á kennara því hann er algerlega vélrænn; spilar upptökur af íslenskum stílum, fer yfir þá og leiðréttir án þess að mannshöndin komi þar nærri. Auk þess geta nemendur notað vefinn á gagnvirkan hátt til að læra vélritun. Nemandi sem notar vefinn getur hlustað á, og skrifað upp, einn af þeim stílum sem eru vistaðir inni á honum. Eftir að nemandinn hefur lokið við stílinn fer vefurinn yfir hann, leiðréttir og bendir nemandanum á hvaða málfræðireglur hann braut þegar hann skrifaði stílinn. Stílæfingar í forritinu eru tvenns konar: æfingar þar sem nemendur skrifa upp eftir mæltu máli og æfingar þar sem þeir lesa texta af skjánum og skrifa hann niður eftir sjónminni. Allar villur sem nemandinn gerir verða glósaðar og flokkaðar inni á vefnum sem þýðir að fyrir próf mun nemandinn geta rifjað upp hvaða villur hann hefur gert í stílum. „Líklega munu nemendur vinna stílana á tölvur heima hjá sér, því tölvukostur í skólum er ekki nægjanlegur til að allir nemendur hafi aðgang að þeim þar. Kennarar munu geta séð að tiltekinn nemandi hafi gert ákveðið margar n-villur eða y-villur og getur þá hagað þeirri kennslu sem hann veitir viðkomandi nemanda eftir því. Kennarinn sparar sér því ófrjóa handavinnu við yfirferð en fær í staðinn upp í hendurnar verðmæta tölfræði sem hjálpar honum að stýra áherslum í kennslu," segir Anton Karl. Hann segir óþarfa að kennarar lesi enn þá upp og fari yfir stíla þegar tækni sé fyrir hendi til að láta tölvur gera það. Frá og með deginum í dag getur fólk notað námsvefinn www.rettritun.is sér að kostnaðarlausu og segir Anton Karl að ýmsir skólar muni á næstunni reynsluprófa hann. Innlent Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Rúmur helmingur óhress með Trump Erlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Innlent Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Innlent Fleiri fréttir Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Sjá meira
„Þetta er í rauninni bara gamla kennsluaðferðin, íslenski stíllinn, í nýjum búningi," segir Anton Karl Ingason, annar af höfundum námsvefjar sem Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra opnar klukkan tvö í dag - á Degi íslenskrar tungu - við athöfn í Reykjavíkurakademíunni. Anton, sem hefur töluverða reynslu af hugbúnaðargerð, og félagi hans Skúli Bernhard Jóhannsson, nemi í rafmagns- og tölvuverkfræði, hafa unnið að námsvefnum undanfarið ár. Ef vefurinn reynist vel, og kemst í almenna notkun í skólakerfinu, getur hann minnkað álag á kennara því hann er algerlega vélrænn; spilar upptökur af íslenskum stílum, fer yfir þá og leiðréttir án þess að mannshöndin komi þar nærri. Auk þess geta nemendur notað vefinn á gagnvirkan hátt til að læra vélritun. Nemandi sem notar vefinn getur hlustað á, og skrifað upp, einn af þeim stílum sem eru vistaðir inni á honum. Eftir að nemandinn hefur lokið við stílinn fer vefurinn yfir hann, leiðréttir og bendir nemandanum á hvaða málfræðireglur hann braut þegar hann skrifaði stílinn. Stílæfingar í forritinu eru tvenns konar: æfingar þar sem nemendur skrifa upp eftir mæltu máli og æfingar þar sem þeir lesa texta af skjánum og skrifa hann niður eftir sjónminni. Allar villur sem nemandinn gerir verða glósaðar og flokkaðar inni á vefnum sem þýðir að fyrir próf mun nemandinn geta rifjað upp hvaða villur hann hefur gert í stílum. „Líklega munu nemendur vinna stílana á tölvur heima hjá sér, því tölvukostur í skólum er ekki nægjanlegur til að allir nemendur hafi aðgang að þeim þar. Kennarar munu geta séð að tiltekinn nemandi hafi gert ákveðið margar n-villur eða y-villur og getur þá hagað þeirri kennslu sem hann veitir viðkomandi nemanda eftir því. Kennarinn sparar sér því ófrjóa handavinnu við yfirferð en fær í staðinn upp í hendurnar verðmæta tölfræði sem hjálpar honum að stýra áherslum í kennslu," segir Anton Karl. Hann segir óþarfa að kennarar lesi enn þá upp og fari yfir stíla þegar tækni sé fyrir hendi til að láta tölvur gera það. Frá og með deginum í dag getur fólk notað námsvefinn www.rettritun.is sér að kostnaðarlausu og segir Anton Karl að ýmsir skólar muni á næstunni reynsluprófa hann.
Innlent Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Rúmur helmingur óhress með Trump Erlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Innlent Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Innlent Fleiri fréttir Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Sjá meira