Rektor kærður til siðanefndar skólans 16. nóvember 2006 03:00 Runólfur Ágústsson, rektor háskólans á Bifröst, er borinn þungum sökum og sakaður um síendurtekin embættisafglöp í kæru núverandi og fyrrverandi starfsmanna skólans sem lögð hefur verið fram til siðanefndar skólans og háskólastjórnar. Rektor boðaði til fundar nemenda og starfsmanna Háskólans á Bifröst í gærdag vegna kærunnar. Í skýrslu sem fylgdi kærunni er rektor gefið að sök að hafa átt í ástarsambandi við nemanda sem sat á sama tíma sem fulltrúi nemenda í háskólaráði, tekið þátt í veðmáli við nemanda upp á háar fjárhæðir og sagður hafa margsinnis sveigt reglur sem hann hafi sett öðrum nemendum og starfsfólki sér í vil. Fundurinn var boðaður með fjöldapóstsendingu frá Runólfi sjálfum. Sem viðhengi við þeirri sendingu fylgdu málsskjöl kærunnar auk skýrslunnar sem þó var merkt sem „trúnaðarmál“. Á fundinum svaraði Runólfur ásökunum á hendur sér án andmæla og undir lok hans var síðan boðað til atkvæðagreiðslu um það hvort fundarmenn vildu hafa rektor áfram í starfi eður ei. Niðurstaða þeirrar kosningar varð sú að 70 prósent þeirra sem greiddu atkvæði vildu hafa Runólf áfram í starfi. Þó ber að geta þess að einungis 218 af tæplega 600 nemendum og starfsmönnum greiddu atkvæði. Margir starfsmenn skólans höfðu þá gengið á dyr. Siðanefnd Háskólans á Bifröst hefur enn ekki fjallað um kærurnar á hendur Runólfi. Bryndís Ósk Jónsdóttir, formaður nemendafélags háskólans, segir stjórn skólafélagsins telja að siðanefndin hefði klárlega verið réttur vettvangur fyrir afgreiðslu málsins, ekki sá fundur sem haldinn var í gær. „Þarna var útdeilt ómerktum seðlum af handahófi og við vitum ekki neitt um það hversu margir tóku við þeim. Svo átti fólk bara að svara neitandi eða játandi. En málið er komið til siðanefndar sem mun koma saman og taka málið fyrir. Enda er þetta trúnaðarmál og átti aldrei að fara neitt lengra en þangað.“ Bryndís telur ekki að fundurinn eigi eftir að leysa nein af þeim vandamálum sem uppi eru á háskólasvæðinu. „Það er mjög lítið gagn í fundi eins og þessum. Þetta eru óviðunandi vinnubrögð og ekki hægt að byggja neitt á þessu.“ Runólfur Ágústsson vildi ekki tjá sig við fjölmiðla í gær. Innlent Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Innlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Innlent Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Svara ákalli foreldra Innlent Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Innlent Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa Erlent Fleiri fréttir Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Sjá meira
Runólfur Ágústsson, rektor háskólans á Bifröst, er borinn þungum sökum og sakaður um síendurtekin embættisafglöp í kæru núverandi og fyrrverandi starfsmanna skólans sem lögð hefur verið fram til siðanefndar skólans og háskólastjórnar. Rektor boðaði til fundar nemenda og starfsmanna Háskólans á Bifröst í gærdag vegna kærunnar. Í skýrslu sem fylgdi kærunni er rektor gefið að sök að hafa átt í ástarsambandi við nemanda sem sat á sama tíma sem fulltrúi nemenda í háskólaráði, tekið þátt í veðmáli við nemanda upp á háar fjárhæðir og sagður hafa margsinnis sveigt reglur sem hann hafi sett öðrum nemendum og starfsfólki sér í vil. Fundurinn var boðaður með fjöldapóstsendingu frá Runólfi sjálfum. Sem viðhengi við þeirri sendingu fylgdu málsskjöl kærunnar auk skýrslunnar sem þó var merkt sem „trúnaðarmál“. Á fundinum svaraði Runólfur ásökunum á hendur sér án andmæla og undir lok hans var síðan boðað til atkvæðagreiðslu um það hvort fundarmenn vildu hafa rektor áfram í starfi eður ei. Niðurstaða þeirrar kosningar varð sú að 70 prósent þeirra sem greiddu atkvæði vildu hafa Runólf áfram í starfi. Þó ber að geta þess að einungis 218 af tæplega 600 nemendum og starfsmönnum greiddu atkvæði. Margir starfsmenn skólans höfðu þá gengið á dyr. Siðanefnd Háskólans á Bifröst hefur enn ekki fjallað um kærurnar á hendur Runólfi. Bryndís Ósk Jónsdóttir, formaður nemendafélags háskólans, segir stjórn skólafélagsins telja að siðanefndin hefði klárlega verið réttur vettvangur fyrir afgreiðslu málsins, ekki sá fundur sem haldinn var í gær. „Þarna var útdeilt ómerktum seðlum af handahófi og við vitum ekki neitt um það hversu margir tóku við þeim. Svo átti fólk bara að svara neitandi eða játandi. En málið er komið til siðanefndar sem mun koma saman og taka málið fyrir. Enda er þetta trúnaðarmál og átti aldrei að fara neitt lengra en þangað.“ Bryndís telur ekki að fundurinn eigi eftir að leysa nein af þeim vandamálum sem uppi eru á háskólasvæðinu. „Það er mjög lítið gagn í fundi eins og þessum. Þetta eru óviðunandi vinnubrögð og ekki hægt að byggja neitt á þessu.“ Runólfur Ágústsson vildi ekki tjá sig við fjölmiðla í gær.
Innlent Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Innlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Innlent Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Svara ákalli foreldra Innlent Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Innlent Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa Erlent Fleiri fréttir Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Sjá meira