Flutti tíu farþega á hjólinu sínu 29. nóvember 2006 06:00 Allahabad Þarna reynir heldur betur á hjólreiðakappann sem tók að sér að flytja hvorki meira né minna en tíu farþega í þessari ferð, móður og níu börn hennar, í gærmorgun. MYND/AP Víða í Asíu er algengt að fólk ferðist styttri vegalengdir með þríhjólavögnum, svonefnum rikshaw. Þessi ferðamáti hefur að mestu tekið við af handvögnum sem hlaupa þurfti með á tveimur jafnfljótum. Myndin hér á síðunni er tekin snemma í gærmorgun í borginni Allahabad norðan til á Indlandi, í ríkinu Uttar Pradesh. Íbúar í Uttar Pradesh eru 175 milljónir, nærri fimmtungur allra íbúa Indlands og er fjölmennasta ríki Indlands. Uttar Pradesh er einnig fjölmennasta stjórnareining innan ríkis í heiminum. Enski rithöfundurinn Rudyard Kipling bjó um tíma í Allahabad og borgin er reyndar frægust á Indlandi fyrir fjölmarga virta indverska rithöfunda sem þaðan eru – þótt þeir séu kannski lítt þekktir á Vesturlöndum. Rúmlega milljón íbúar eru í Allahabad, en nafn borgarinnar þýðir „staður guðs“. Það var keisarinn Akbar sem gaf borginni nafn árið 1583, og hafði þá reyndar í huga guð þeirra trúarbragða sem hann hafði sjálfur stofnað. Frekar kalt var í Allahabad í gærmorgun. Vetur er að skella þar á um þessar mundir. Ekki er vitað á hvaða ferð þessi níu barna móðir var í gær þegar myndin var tekin, en víst er að knapi hjólhestsins þurfti að hafa sig allan við þegar hann steig pedalana. Erlent Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Innlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent Nýtt met slegið í fjölda giftinga Innlent Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Innlent Fleiri fréttir Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Sjá meira
Víða í Asíu er algengt að fólk ferðist styttri vegalengdir með þríhjólavögnum, svonefnum rikshaw. Þessi ferðamáti hefur að mestu tekið við af handvögnum sem hlaupa þurfti með á tveimur jafnfljótum. Myndin hér á síðunni er tekin snemma í gærmorgun í borginni Allahabad norðan til á Indlandi, í ríkinu Uttar Pradesh. Íbúar í Uttar Pradesh eru 175 milljónir, nærri fimmtungur allra íbúa Indlands og er fjölmennasta ríki Indlands. Uttar Pradesh er einnig fjölmennasta stjórnareining innan ríkis í heiminum. Enski rithöfundurinn Rudyard Kipling bjó um tíma í Allahabad og borgin er reyndar frægust á Indlandi fyrir fjölmarga virta indverska rithöfunda sem þaðan eru – þótt þeir séu kannski lítt þekktir á Vesturlöndum. Rúmlega milljón íbúar eru í Allahabad, en nafn borgarinnar þýðir „staður guðs“. Það var keisarinn Akbar sem gaf borginni nafn árið 1583, og hafði þá reyndar í huga guð þeirra trúarbragða sem hann hafði sjálfur stofnað. Frekar kalt var í Allahabad í gærmorgun. Vetur er að skella þar á um þessar mundir. Ekki er vitað á hvaða ferð þessi níu barna móðir var í gær þegar myndin var tekin, en víst er að knapi hjólhestsins þurfti að hafa sig allan við þegar hann steig pedalana.
Erlent Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Innlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent Nýtt met slegið í fjölda giftinga Innlent Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Innlent Fleiri fréttir Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Sjá meira