Misjöfn kjör meðal þjóðarinnar 5. desember 2006 00:01 Rúmlega fimmtug kona þurfti að hætta störfum sökum veikinda fyrir fjórum árum. Hún er öryrki. Hún lifir því af tryggingum sem koma annars vegar frá almannatryggingum og hins vegar úr lífeyrissjóðnum sem tíu prósent af launum hennar runnu til á meðan hún gat stundað vinnu, líklega í tuttugu til þrjátíu ár Almannatryggingar eru hluti velferðarkerfisins sem skattpeningarnir okkar standa undir. Almennt samkomulag hefur verið hér á landi um að við viljum búa í velferðarþjóðfélagi. Ég hef heyrt það sagt að lífeyrissjóðirnir séu galdurinn á bak við útrásina og hina miklu fjármálastarfsemi sem er hér á landi. Lífeyrissjóðirnir okkar munu jafnvel stærri en olíusjóðurinn Norðmanna og er hann allstór. Konan fékk bréf frá lífeyrissjóðnum sínum fyrr á árinu. Bréfið færði henni skemmtilegar fréttir og var í leiðinni svolítið montbréf sem stofnunum þykir gjarnan gaman að senda út eða birta. Af því að stjórn sjóðsins hafði staðið sig svo vel í störfum sínum var ávöxtun lífeyrissjóðsins svo góð að greiðslur til konunnar úr sjóðnum mundu hækka um 7 prósent, sagði í bréfinu. Ánægjulegar fréttir - ekki satt? Vissulega var þetta ánægjulegt fyrir konuna, en svo kom að framkvæmdinni. Þegar almannatryggingarnar okkar komust að því að greiðslur til konunnar höfðu hækkað þá lækkuðu greiðslurnar til hennar úr þeim sjóðum sem hækkuninni nam, konan skildi þetta ekki og ég skil þetta ekki. Það virðist búið að ákveða það að þeir sem búa við skerta starfsgetu hafi enga möguleika til hækka í tekjum, því það virðist búið að sameina almannatryggingakerfið og lífeyriskerfið í eitt. Svo er sagan af hjónunum sem ætluðu að láta laga hjá sér þakið. Frúin átti 400.000 kr. í séreignalífeyrissjóði og ætluðu þau hjónin að nota þessa peninga til þakviðgerða í stað þess að taka lán á þeim vondu vaxtakjörum sem bjóðast hér á landi. Þegar búið var að taka af skatta og lækka greiðslur til hennar og eiginmannsins úr almannatryggingum þá áttu þau eftir 9.000 kr - ég endurtek níu þúsund krónur. Aftur virðist sem lífeyrissjóðir og jafnvel þeir sem kallaðir eru séreignasjóðir og almannatryggingar séu orðin eitt og hið sama. Ég þykist hafa fylgst frekar vel með á vettvangi þjóðmálanna, ekki hafði ég samt gert mér grein fyrir þessu. Viðbrögð stjórnmálamanna við þessari lífreynslu fólksins voru líka svolítið skrýtin fannst mér. Þeir komu allir af fjöllum, enginn þeirra virðist frekar en við hin hafa áttað sig á hvernig þetta virkar, enda þurfa þeir ekki að leggja í neina séreignasjóði, þakka skyldu þeir sjálfum sér. Lífeyrir þeirra er gulltryggður, engin óvissa á þeim bæ. Loks er það sagan af bæjarstjóranum sem ákvað að fara á þing. Það verður sko ekkert skert af greiðslum sem hann fær úr opinberum sjóðum. Enda maðurinn hvorki gamall né býr hann við skerta starfsorku. Hann fór í prófkjör og eftir því sem ég kemst næst gat hann sinnt því ati í vinnunni, eins og reyndar allir stjórnmálamenn. Honum gekk vel í prófkjörinu og allar líkur eru á því að hann fari á þing eftir kosningarnar til Alþingis í vor. Hann ætlar að segja upp vinnunni sinni, í staðinn ætlar hann að verða formaður bæjarstjórnarinnar held ég, og hann ætlar í kosningabaráttu. Af fréttum að skilja ætlar hann meðan á þessu stendur að þiggja rúma milljón á mánuði úr opinberum sjóðum Akureyringa. Honum finnst það sjálfsagðasti hlutur í heimi af því samningarnir hans eru þannig. Biðlaun eru réttindi fólks ef það missir skyndilega vinnuna. Þegar fólk missir skyndilega pólitískan stuðning og um leið vinnuna má vel vera sjálfsagt og eðlilegt að það fái biðlaun. Þegar fólk á hinn bóginn segir upp vinnunni sinni af því að það ætlar að fara að gera eitthvað annað á það ekki rétt á biðlaunum í mínum huga. Svo ég tali nú ekki um ef það ætlar að vera í annarri vinnu á meðan. Siðferði þeirra sem gegna opinberum störfum er hins vegar orðið þannig að þegar gerðar eru athugasemdir af því tagi sem ég hef gert hér, þá segja opinberu starfsmennirnir með þjósti að það sé alltaf til fólk sem vill upphefja sjálft sig með rausi af þessu tagi. Ég mun halda áfram að rausa, ég lofa því. Auk þess legg ég til að eftirlaunaósóminn verði afnuminn með lögum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Valgerður Bjarnadóttir Mest lesið RS veiran – blikur á lofti Valtýr Stefánsson Thors Skoðun Upplýsingaóreiða í boði ASÍ Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Hvað getum við lært af sögunni um litlu gulu hænuna? Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir,Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir Skoðun Hugleiðing um listamannalaun II Þórhallur Guðmundsson Skoðun 40 ára ráðgáta leyst Arnór Bjarki Svarfdal Skoðun Matvælaöryggi og matvælaöryggismenning Hanna Lóa Skúladóttir,Guðrún Adolfsdóttir Skoðun Smábátar bjóða betur! Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Maður á sviði: Narsissisti í nánu sambandi Hrafnhildur Sigmarsdóttir Skoðun Eru vísindin á dagskrá? Eiríkur Steingrímsson,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Erna Magnúsdóttir Skoðun Hverskonar frelsi vill Viðreisn? Reynir Böðvarsson Skoðun
Rúmlega fimmtug kona þurfti að hætta störfum sökum veikinda fyrir fjórum árum. Hún er öryrki. Hún lifir því af tryggingum sem koma annars vegar frá almannatryggingum og hins vegar úr lífeyrissjóðnum sem tíu prósent af launum hennar runnu til á meðan hún gat stundað vinnu, líklega í tuttugu til þrjátíu ár Almannatryggingar eru hluti velferðarkerfisins sem skattpeningarnir okkar standa undir. Almennt samkomulag hefur verið hér á landi um að við viljum búa í velferðarþjóðfélagi. Ég hef heyrt það sagt að lífeyrissjóðirnir séu galdurinn á bak við útrásina og hina miklu fjármálastarfsemi sem er hér á landi. Lífeyrissjóðirnir okkar munu jafnvel stærri en olíusjóðurinn Norðmanna og er hann allstór. Konan fékk bréf frá lífeyrissjóðnum sínum fyrr á árinu. Bréfið færði henni skemmtilegar fréttir og var í leiðinni svolítið montbréf sem stofnunum þykir gjarnan gaman að senda út eða birta. Af því að stjórn sjóðsins hafði staðið sig svo vel í störfum sínum var ávöxtun lífeyrissjóðsins svo góð að greiðslur til konunnar úr sjóðnum mundu hækka um 7 prósent, sagði í bréfinu. Ánægjulegar fréttir - ekki satt? Vissulega var þetta ánægjulegt fyrir konuna, en svo kom að framkvæmdinni. Þegar almannatryggingarnar okkar komust að því að greiðslur til konunnar höfðu hækkað þá lækkuðu greiðslurnar til hennar úr þeim sjóðum sem hækkuninni nam, konan skildi þetta ekki og ég skil þetta ekki. Það virðist búið að ákveða það að þeir sem búa við skerta starfsgetu hafi enga möguleika til hækka í tekjum, því það virðist búið að sameina almannatryggingakerfið og lífeyriskerfið í eitt. Svo er sagan af hjónunum sem ætluðu að láta laga hjá sér þakið. Frúin átti 400.000 kr. í séreignalífeyrissjóði og ætluðu þau hjónin að nota þessa peninga til þakviðgerða í stað þess að taka lán á þeim vondu vaxtakjörum sem bjóðast hér á landi. Þegar búið var að taka af skatta og lækka greiðslur til hennar og eiginmannsins úr almannatryggingum þá áttu þau eftir 9.000 kr - ég endurtek níu þúsund krónur. Aftur virðist sem lífeyrissjóðir og jafnvel þeir sem kallaðir eru séreignasjóðir og almannatryggingar séu orðin eitt og hið sama. Ég þykist hafa fylgst frekar vel með á vettvangi þjóðmálanna, ekki hafði ég samt gert mér grein fyrir þessu. Viðbrögð stjórnmálamanna við þessari lífreynslu fólksins voru líka svolítið skrýtin fannst mér. Þeir komu allir af fjöllum, enginn þeirra virðist frekar en við hin hafa áttað sig á hvernig þetta virkar, enda þurfa þeir ekki að leggja í neina séreignasjóði, þakka skyldu þeir sjálfum sér. Lífeyrir þeirra er gulltryggður, engin óvissa á þeim bæ. Loks er það sagan af bæjarstjóranum sem ákvað að fara á þing. Það verður sko ekkert skert af greiðslum sem hann fær úr opinberum sjóðum. Enda maðurinn hvorki gamall né býr hann við skerta starfsorku. Hann fór í prófkjör og eftir því sem ég kemst næst gat hann sinnt því ati í vinnunni, eins og reyndar allir stjórnmálamenn. Honum gekk vel í prófkjörinu og allar líkur eru á því að hann fari á þing eftir kosningarnar til Alþingis í vor. Hann ætlar að segja upp vinnunni sinni, í staðinn ætlar hann að verða formaður bæjarstjórnarinnar held ég, og hann ætlar í kosningabaráttu. Af fréttum að skilja ætlar hann meðan á þessu stendur að þiggja rúma milljón á mánuði úr opinberum sjóðum Akureyringa. Honum finnst það sjálfsagðasti hlutur í heimi af því samningarnir hans eru þannig. Biðlaun eru réttindi fólks ef það missir skyndilega vinnuna. Þegar fólk missir skyndilega pólitískan stuðning og um leið vinnuna má vel vera sjálfsagt og eðlilegt að það fái biðlaun. Þegar fólk á hinn bóginn segir upp vinnunni sinni af því að það ætlar að fara að gera eitthvað annað á það ekki rétt á biðlaunum í mínum huga. Svo ég tali nú ekki um ef það ætlar að vera í annarri vinnu á meðan. Siðferði þeirra sem gegna opinberum störfum er hins vegar orðið þannig að þegar gerðar eru athugasemdir af því tagi sem ég hef gert hér, þá segja opinberu starfsmennirnir með þjósti að það sé alltaf til fólk sem vill upphefja sjálft sig með rausi af þessu tagi. Ég mun halda áfram að rausa, ég lofa því. Auk þess legg ég til að eftirlaunaósóminn verði afnuminn með lögum.
Hvað getum við lært af sögunni um litlu gulu hænuna? Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir,Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir Skoðun
Hvað getum við lært af sögunni um litlu gulu hænuna? Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir,Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir Skoðun