Kosningavetur á yfirdrætti 10. desember 2006 00:01 Nýjustu viðskiptahallatölur benda til þess að enn meti landsmenn stöðu mála sem svo að krónan sé of veik og neyti á meðan á nefinu standi. Aðhald ríkisins hefur minnkað með samþykkt fjáraukalaga og ljóst að stjórnvöld reyna að stilla sér þannig upp að samdráttar gæti ekki fyrr en að loknum kosningum. Lausatök í stjórn efnahagsmála og mikill viðskiptahalli auka verulega líkur á því að Seðlabankinn hækki vexti á aukavaxtaákvörðunardegi 21. desember. Stýrivextir verða því orðnir 14,5 prósent og framundan er ár sem felur í sér talsverða hættu á harðri lendingu. Með slælegri stjórn efnahagsmála hefur verið tekin óþarfa áhætta á dýpri samdrætti í efnahagslífinu í nauðsynlegri aðlögun þess næstu mánuði. Stýrivextir Seðlabankans mala hægt en örugglega. Eins og útlitið er nú er ljóst að sá mikli fjármagnskostnaður sem fylgir núverandi og fyrirsjáanlegu vaxtastigi mun leiða til þess að einverjir einstaklingar og fyrirtæki komast í þrot. Tekjur þeirra munu einfaldlega ekki standa undir svo miklum vaxtakostnaði. Í hve miklum mæli slíkt verður er ómögulegt að sjá fyrir, en ljóst að full ástæða er til þess að fara varlega á næstunni og reyna eftir megni að draga úr skuldsetningu. Vaxtamunur við útlönd hefur haldið krónunni sterkri. Erlendir fjárfestar hafa nýtt sér vaxtamuninn með útgáfu skuldabréfa í íslenskum krónum og líkur eru á því að nægur vilji verði áfram til slíkrar útgáfu. Gengi krónunnar er ekki mjög langt frá því sem gæti samræmst langtímajafnvægi og því vaxtamunurinn freistandi fyrir fjárfesta. Sá galli er þó á gjöf Njarðar að slík útgáfa krónubréfa er háð því að á móti útgáfunni sé einhver sem tilbúinn er að skulda samsvarandi fjárhæð á þessum háu vöxtum. Því lengur sem hávaxtatímabilið varir því erfiðara verður að finna slíka skuldara. Frestun á því að takast á við aðlögun í hagkerfinu er því næsta vafasamur leikur og nauðsynlegt að stjórnvöld séu minnt á ábyrgð sína í stjórn efnahagsmála. Við þær aðstæður er nauðsynlegt að stjórnarandstaða haldi mönnum við efnið og hvetji til skynsamlegs aðhalds í stjórn ríkisfjármála. Við afgreiðslu fjáraukalaga bar því miður lítið á slíkri aðhaldskröfu frá stjórnarandstöðunni. Það kann að þýða að í komandi kosningabaráttu verði auðvelt fyrir ríkisstjórnina að vísa gagnrýni á bug með skírskotun til þess að stjórnarandstaðan hafi verið tilbúin að eyða enn meiru. Enda þótt nú stefni í að samdráttareinkenni í hagkerfinu verði ekki veruleg fyrr en að loknum kosningum, þá skyldu menn hafa það í huga að það er ekki óalgengt þegar kemur að aðlögun í hagkerfi að aðlögun hefjist fyrr en flestir eru búnir að spá. Það gæti því orðið kalt vor í efnahagslífinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hafliði Helgason Mest lesið Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Af hverju eru kennarar að fara í verkfall? Anton Már Gylfason Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen Skoðun Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins? Sigurjón Þórðarson Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson Skoðun Friður á jörðu Þröstur Friðfinnsson Skoðun
Nýjustu viðskiptahallatölur benda til þess að enn meti landsmenn stöðu mála sem svo að krónan sé of veik og neyti á meðan á nefinu standi. Aðhald ríkisins hefur minnkað með samþykkt fjáraukalaga og ljóst að stjórnvöld reyna að stilla sér þannig upp að samdráttar gæti ekki fyrr en að loknum kosningum. Lausatök í stjórn efnahagsmála og mikill viðskiptahalli auka verulega líkur á því að Seðlabankinn hækki vexti á aukavaxtaákvörðunardegi 21. desember. Stýrivextir verða því orðnir 14,5 prósent og framundan er ár sem felur í sér talsverða hættu á harðri lendingu. Með slælegri stjórn efnahagsmála hefur verið tekin óþarfa áhætta á dýpri samdrætti í efnahagslífinu í nauðsynlegri aðlögun þess næstu mánuði. Stýrivextir Seðlabankans mala hægt en örugglega. Eins og útlitið er nú er ljóst að sá mikli fjármagnskostnaður sem fylgir núverandi og fyrirsjáanlegu vaxtastigi mun leiða til þess að einverjir einstaklingar og fyrirtæki komast í þrot. Tekjur þeirra munu einfaldlega ekki standa undir svo miklum vaxtakostnaði. Í hve miklum mæli slíkt verður er ómögulegt að sjá fyrir, en ljóst að full ástæða er til þess að fara varlega á næstunni og reyna eftir megni að draga úr skuldsetningu. Vaxtamunur við útlönd hefur haldið krónunni sterkri. Erlendir fjárfestar hafa nýtt sér vaxtamuninn með útgáfu skuldabréfa í íslenskum krónum og líkur eru á því að nægur vilji verði áfram til slíkrar útgáfu. Gengi krónunnar er ekki mjög langt frá því sem gæti samræmst langtímajafnvægi og því vaxtamunurinn freistandi fyrir fjárfesta. Sá galli er þó á gjöf Njarðar að slík útgáfa krónubréfa er háð því að á móti útgáfunni sé einhver sem tilbúinn er að skulda samsvarandi fjárhæð á þessum háu vöxtum. Því lengur sem hávaxtatímabilið varir því erfiðara verður að finna slíka skuldara. Frestun á því að takast á við aðlögun í hagkerfinu er því næsta vafasamur leikur og nauðsynlegt að stjórnvöld séu minnt á ábyrgð sína í stjórn efnahagsmála. Við þær aðstæður er nauðsynlegt að stjórnarandstaða haldi mönnum við efnið og hvetji til skynsamlegs aðhalds í stjórn ríkisfjármála. Við afgreiðslu fjáraukalaga bar því miður lítið á slíkri aðhaldskröfu frá stjórnarandstöðunni. Það kann að þýða að í komandi kosningabaráttu verði auðvelt fyrir ríkisstjórnina að vísa gagnrýni á bug með skírskotun til þess að stjórnarandstaðan hafi verið tilbúin að eyða enn meiru. Enda þótt nú stefni í að samdráttareinkenni í hagkerfinu verði ekki veruleg fyrr en að loknum kosningum, þá skyldu menn hafa það í huga að það er ekki óalgengt þegar kemur að aðlögun í hagkerfi að aðlögun hefjist fyrr en flestir eru búnir að spá. Það gæti því orðið kalt vor í efnahagslífinu.
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson Skoðun
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson Skoðun