Tölvuleikjahönnuðurinn David Jones hefur ekki komið nálægt tölvuleikjunum Lennings eða Grant Theft Auto í lengri tíma, þrátt fyrir að vera enn titlaður höfundur þeirra.
David þessi er mikil goðsögn í tölvuleikjaiðnaðinum og er nú farinn af stað með nýtt fyrirtæki, Real Time Worlds. Fyrirtækið er með tvo tölvuleikjatitla í þróun núna, leikina Crackdown og All Points Bulletin.
Nýlega fékk fyrirtækið 31 milljón dollara styrk til að þróa þessa leiki ennþá betur og segja raddir í tölvuleikjabransanum að þarna séu á ferðinni leikir sem munu gera allt vitlaust. Bíða menn spenntir eftir þessari nýjustu afurð Davids, sem hefur haldið sig til hlés undanfarin ár. Báðir leikirnir koma út á Xbox 360 og á PC heimilis- og einkatölvur.