Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn eru orðnir þreyttir á því hve dregist hefur að ganga frá kjarasamningum þeirra við Launanefnd sveitarfélaga.
Í frétt á vef Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna segir að Launanefndin hafi óskað eftir fresti fram yfir launamálaráðstefnu sveitarfélaga áður en samningafundur væri haldinn og svo um nokkurra daga frest í viðbót. Við þetta verði ekki unað mikið lengur en samningar voru lausir um áramót.