Ítalski ökuþórinn Giancarlo Fisichella hjá Renault segist staðráðinn í að vera á meðal þeirra bestu í baráttunni um heimsmeistaratitil ökuþóra á komandi tímabili í Formúlu 1.
"Ég var í vandræðum á síðasta tímabili, en ég er bjartsýnn fyrir komandi tímabil og ætla mér að sigra. Það hefur gengið prýðilega á æfingum undanfarið og ég er mjög sáttur við þær framfarir sem við höfum náð með bílinn," sagði Fisichella, en bíll liðsins í fyrra var sagður henta betur aksturslagi heimsmeistarans Fernando Alonso, en nú á dæmið að hafa snúist við.