Heinze snýr hugsanlega aftur í vor 24. mars 2006 14:45 Gabriel Heinze lifir enn í voninni um að komast í landsliðshóp Argentínumanna fyrir HM, en menn eru í það minnsta bjartsýnir á að hann nái að snúa aftur með Manchester United áður en yfirstandandi keppnistímabili lýkur í vor. NordicPhotos/GettyImages Aðstoðarknattspyrnustjóri Manchester United telur ekki loku fyrir það skotið að Argentíumaðurinn Gabriel Heinze muni koma eitthvað við sögu í síðustu leikjum liðsins á tímabilinu í vor, en að sögn Carlos Queiroz gengur varnarmanninum mjög vel í endurhæfingu sinni eftir hnémeiðslin sem hann hlaut í meistaradeildinni í haust. "Endurhæfingin gengur frábærlega hjá Gaby og vonandi verður hann orðinn góður eftir fjórar til sex vikur. Hann er ekki farinn að æfa með liðinu ennþá en honum gengur mjög vel í einstaklingsæfingum sínum um þessar mundir," sagði Queiroz, en Heinze hefur lengst af verið í endurhæfingu í Frakklandi. "Við munum alls ekki ýta á eftir honum að snúa aftur of snemma, en við höfum fylgst náið með endurhæfingu hans og okkur sýnist stefna í að hann gæti jafnvel komið eitthvað við sögu í síðustu leikjum tímabilsins. Það mikilvægasta er þó að hann nái sér vel af meiðslunum, enda voru þau mjög alvarleg," bætti Queiroz við. Endurhæfing miðjumannsins Alan Smith gengur einnig nokkuð vel, þó þar á bæ verði farið mjög varlega í sakirnar þegar kemur að því að áætla endurkomu. "Við ætlum ekki að lofa því að Alan komi aftur fyrr en í fyrsta lagi næsta haust," sagði umboðsmaður Smith. "Það má vel vera að allt gangi að óskum og hann verði tilbúinn í byrjun næsta tímabils, en við viljum ekki þurfa að hlusta á blaðamenn velta sér upp úr því að honum hafi farið aftur í endurhæfingunni eða eitthvað slíkt - svo að við setjum okkur raunhæf markmið og segjum að hann verði klár næsta haust," sagði umboðsmaður Smith. Enski boltinn Erlendar Fótbolti Íþróttir Mest lesið Átján ára skíðakona lést á æfingu Sport Sara ætlar að komast á heimsleikana í gegnum Afríku Sport „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Íslenski boltinn Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Íslenski boltinn Ósáttur Ólafur á förum Íslenski boltinn Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Íslenski boltinn Stórstjarnan vildi ekki missa af vitnisburði móður sinnar Sport Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Íslenski boltinn Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna Íslenski boltinn Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fótboltafélagið inn á borð hjá dýraeftilitinu og matvælastofnun Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Valdimar verður með í forsetaslagnum Klósettpappír út um allt á vellinum Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum Sara ætlar að komast á heimsleikana í gegnum Afríku „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Stórstjarnan vildi ekki missa af vitnisburði móður sinnar Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna Frestað vegna andláts sjúkraþjálfarans Átján ára skíðakona lést á æfingu Dagskráin í dag: Stórleikur á Álftanesi og alvöru knattspyrna á Englandi Kidd kominn í eigendahóp Everton „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Ósáttur Ólafur á förum Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ „Náðum að opna hlutina vel fyrir Ása“ „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Selfoss einum sigri frá Olís deildinni Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Andri Már magnaður í naumu tapi Hlynur Freyr tryggði Brommapojkarna stig Kolbeinn vildi rautt á Arnór Ingva í dramatískum sigri Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn Sara, Ævarr og Galdur öll danskir meistarar í blaki Sjá meira
Aðstoðarknattspyrnustjóri Manchester United telur ekki loku fyrir það skotið að Argentíumaðurinn Gabriel Heinze muni koma eitthvað við sögu í síðustu leikjum liðsins á tímabilinu í vor, en að sögn Carlos Queiroz gengur varnarmanninum mjög vel í endurhæfingu sinni eftir hnémeiðslin sem hann hlaut í meistaradeildinni í haust. "Endurhæfingin gengur frábærlega hjá Gaby og vonandi verður hann orðinn góður eftir fjórar til sex vikur. Hann er ekki farinn að æfa með liðinu ennþá en honum gengur mjög vel í einstaklingsæfingum sínum um þessar mundir," sagði Queiroz, en Heinze hefur lengst af verið í endurhæfingu í Frakklandi. "Við munum alls ekki ýta á eftir honum að snúa aftur of snemma, en við höfum fylgst náið með endurhæfingu hans og okkur sýnist stefna í að hann gæti jafnvel komið eitthvað við sögu í síðustu leikjum tímabilsins. Það mikilvægasta er þó að hann nái sér vel af meiðslunum, enda voru þau mjög alvarleg," bætti Queiroz við. Endurhæfing miðjumannsins Alan Smith gengur einnig nokkuð vel, þó þar á bæ verði farið mjög varlega í sakirnar þegar kemur að því að áætla endurkomu. "Við ætlum ekki að lofa því að Alan komi aftur fyrr en í fyrsta lagi næsta haust," sagði umboðsmaður Smith. "Það má vel vera að allt gangi að óskum og hann verði tilbúinn í byrjun næsta tímabils, en við viljum ekki þurfa að hlusta á blaðamenn velta sér upp úr því að honum hafi farið aftur í endurhæfingunni eða eitthvað slíkt - svo að við setjum okkur raunhæf markmið og segjum að hann verði klár næsta haust," sagði umboðsmaður Smith.
Enski boltinn Erlendar Fótbolti Íþróttir Mest lesið Átján ára skíðakona lést á æfingu Sport Sara ætlar að komast á heimsleikana í gegnum Afríku Sport „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Íslenski boltinn Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Íslenski boltinn Ósáttur Ólafur á förum Íslenski boltinn Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Íslenski boltinn Stórstjarnan vildi ekki missa af vitnisburði móður sinnar Sport Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Íslenski boltinn Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna Íslenski boltinn Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fótboltafélagið inn á borð hjá dýraeftilitinu og matvælastofnun Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Valdimar verður með í forsetaslagnum Klósettpappír út um allt á vellinum Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum Sara ætlar að komast á heimsleikana í gegnum Afríku „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Stórstjarnan vildi ekki missa af vitnisburði móður sinnar Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna Frestað vegna andláts sjúkraþjálfarans Átján ára skíðakona lést á æfingu Dagskráin í dag: Stórleikur á Álftanesi og alvöru knattspyrna á Englandi Kidd kominn í eigendahóp Everton „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Ósáttur Ólafur á förum Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ „Náðum að opna hlutina vel fyrir Ása“ „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Selfoss einum sigri frá Olís deildinni Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Andri Már magnaður í naumu tapi Hlynur Freyr tryggði Brommapojkarna stig Kolbeinn vildi rautt á Arnór Ingva í dramatískum sigri Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn Sara, Ævarr og Galdur öll danskir meistarar í blaki Sjá meira