Óttast ekki andstöðu við frumvarpið 3. apríl 2006 16:58 Frumvarp iðnaðarráðherra var rætt í upphafi fyrirspurnatíma á Alþingi í dag. Valgerður Sverrisdóttir iðnaðarráðherra segist bjartsýn á að frumvarp hennar um stofnun Nýsköpunarmiðstöðvar verði að lögum núna í vor. Þetta segir hún þrátt fyrir að allir fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í iðnaðarnefnd Alþingis geri athugasemdir við frumvarpið.Jóhann Ársælsson, þingmaður Samfylkingarinnar, gagnrýndi iðnaðarráðherra í fyrirspurnatíma á Alþingi í dag fyrir hvernig hún hefði lagt fram frumvarp sitt um stofnun Nýsköpunarmiðstöðvar. Hann sagði að með því hefði ráðherra grafið undan því starfi sem hefði verið unnið í iðnaðarnefnd sem miðaði að því að ná þverpólitískri samstöðu um endurskoðun byggðamála. Nú hefði svo komið í ljós að frumvarpið mætti mikilli andstöðu Sjálfstæðismanna."Mér er ekki skemmt," sagði Jóhann. "Ég tel að byggðamálin séu alvörumál. Mér finnst að þegar iðnaðarráðherra sprengir allt í loft upp með því að koma fram með mál sem engin samstaða er um þá sé ekki vel af stað farið."Valgerður Sverrisdóttir iðnaðarráðherra kannaðist ekki við að hafa valdið uppnámi í starfi iðnaðarnefndar og kvaðst hafa þær upplýsingar það starfið þar gengi vel. Hún óttaðist heldur ekki afdrif frumvarps síns sem væri mikið framfaramál. "Og þar að auki er það í fyrsta lagi alveg í samræmi við stjórnarsáttmála sem kom fram hjá ríkisstjórn Davíðs Oddsonar," sagði Valgerður, "og þar að auki hafði náðst samstaða um þetta mál á milli stjórnarflokkanna í ríkisstjórn. Og ég er bjartsýn á að það verði að lögum nú á vordögum."Þrátt fyrir þessi orð iðnaðarráðherra eru Sjálfstæðismenn ekki jafn vissir um að frumvarpið verði að lögum. "Ég fæ ekki séð hvernig það getur orðið," segir Sigurður Kári Kristjánsson, fulltrúi Sjálfstæðisflokks í nefndinni. "Það þarf að afgreiða málið út úr iðnaðarnefnd ef það á að gera það að lögum. Eins og þetta mál er fram sett er ekki stuðningur við það, sýnist mér, í nefndinni." Framsóknarflokkurinn Fréttir Innlent Ríkisstjórn Samfylkingin Sjálfstæðisflokkurinn Stj.mál Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbriðgum“ Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Fleiri fréttir Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbriðgum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Sjá meira
Valgerður Sverrisdóttir iðnaðarráðherra segist bjartsýn á að frumvarp hennar um stofnun Nýsköpunarmiðstöðvar verði að lögum núna í vor. Þetta segir hún þrátt fyrir að allir fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í iðnaðarnefnd Alþingis geri athugasemdir við frumvarpið.Jóhann Ársælsson, þingmaður Samfylkingarinnar, gagnrýndi iðnaðarráðherra í fyrirspurnatíma á Alþingi í dag fyrir hvernig hún hefði lagt fram frumvarp sitt um stofnun Nýsköpunarmiðstöðvar. Hann sagði að með því hefði ráðherra grafið undan því starfi sem hefði verið unnið í iðnaðarnefnd sem miðaði að því að ná þverpólitískri samstöðu um endurskoðun byggðamála. Nú hefði svo komið í ljós að frumvarpið mætti mikilli andstöðu Sjálfstæðismanna."Mér er ekki skemmt," sagði Jóhann. "Ég tel að byggðamálin séu alvörumál. Mér finnst að þegar iðnaðarráðherra sprengir allt í loft upp með því að koma fram með mál sem engin samstaða er um þá sé ekki vel af stað farið."Valgerður Sverrisdóttir iðnaðarráðherra kannaðist ekki við að hafa valdið uppnámi í starfi iðnaðarnefndar og kvaðst hafa þær upplýsingar það starfið þar gengi vel. Hún óttaðist heldur ekki afdrif frumvarps síns sem væri mikið framfaramál. "Og þar að auki er það í fyrsta lagi alveg í samræmi við stjórnarsáttmála sem kom fram hjá ríkisstjórn Davíðs Oddsonar," sagði Valgerður, "og þar að auki hafði náðst samstaða um þetta mál á milli stjórnarflokkanna í ríkisstjórn. Og ég er bjartsýn á að það verði að lögum nú á vordögum."Þrátt fyrir þessi orð iðnaðarráðherra eru Sjálfstæðismenn ekki jafn vissir um að frumvarpið verði að lögum. "Ég fæ ekki séð hvernig það getur orðið," segir Sigurður Kári Kristjánsson, fulltrúi Sjálfstæðisflokks í nefndinni. "Það þarf að afgreiða málið út úr iðnaðarnefnd ef það á að gera það að lögum. Eins og þetta mál er fram sett er ekki stuðningur við það, sýnist mér, í nefndinni."
Framsóknarflokkurinn Fréttir Innlent Ríkisstjórn Samfylkingin Sjálfstæðisflokkurinn Stj.mál Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbriðgum“ Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Fleiri fréttir Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbriðgum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Sjá meira