Nú ákært í 19 af 32 liðum sem Hæstiréttur vísaði frá 3. apríl 2006 22:10 Frá dómsuppkvaðningu í Héraðsdómi Reykjavíkur 15. mars sl. þar sem allir sakborningar í Baugsmálinu voru sýknaðir. Sérstakur saksóknari, Sigurður Tómas Magnússon hefur nú ákært þrjá sakborninga á ný fyrir 19 af þeim 32 liðum upphaflegrar ákæru sem Hæstiréttur vísaði frá síðasta haust. Sérstakur saksóknari í Baugsmálinu hefur endurútgefið 19 af þeim 32 liðum upphaflegrar ákæru, sem Hæstiréttur Íslands vísaði frá dómi hinn 10. október sl. Að þessu sinni eru þrír ákærðir, Jón Gerald Sullenberger, Jón Ásgeir Jóhannesson og Tryggvi Jónsson. Ákæran verður þingfest fimmtudaginn 27. apríl nk. Jón Ásgeir segir í yfirlýsingu sem hann sendi frá sér í kvöld að ákvörðun um nýjar ákærur virðist hafa verið tekin þegar í upphafi. Orð dómsmálaráðherra um að dómstólar skyldu hafa síðasta orðið í málinu, hafi nú fengið merkingu í reynd enda ljóst að hinn sérstaki saksóknari hefði fengið skýr skilaboð til framkvæmda. Ný ákæra lýtur m.a. að meintu auðgunarbroti í tengslum við kaup Baugs á 10/11 verslunum á árunum 1998-99, meintum ólögmætum lánveitingum til Gaums og skyldra aðila, meintum bókhaldsbrotum og meintum auðgunarbrotum í tengslum við rekstur skemmtibáts í Flórída. "Baugur Group hf. lýsir yfir vonbrigðum með að ákveðið hafi verið að halda málrekstri þessum áfram. Félagið hefur mátt þola mikið tjón af völdum langdreginnar rannsóknar, sem leiddi til þess eins að 32 ákæruliðum af 40 var vísað frá dómi og allir sakborningar sýknaðir af þeim 8 ákæruliðum, sem komu til dóms í Héraðsdómi Reykjavíkur 15. mars sl.," segir í yfirlýsingu sem Hreinn Loftsson, stjórnarformaður Baugs Group sendi fyrir hönd stjórnar fyrirtækisins í kvöld. Sakborningarnir, Jón Ásgeir Jóhannesson og Tryggvi Jónsson, hafa ákveðið að leita réttar síns fyrir Mannréttindadómstóli Evrópu í Strasbourg og njóta til þess stuðnings stjórnar Baugs Group hf. Baugsmálið Fréttir Innlent Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Innlent Fleiri fréttir Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Sjá meira
Sérstakur saksóknari í Baugsmálinu hefur endurútgefið 19 af þeim 32 liðum upphaflegrar ákæru, sem Hæstiréttur Íslands vísaði frá dómi hinn 10. október sl. Að þessu sinni eru þrír ákærðir, Jón Gerald Sullenberger, Jón Ásgeir Jóhannesson og Tryggvi Jónsson. Ákæran verður þingfest fimmtudaginn 27. apríl nk. Jón Ásgeir segir í yfirlýsingu sem hann sendi frá sér í kvöld að ákvörðun um nýjar ákærur virðist hafa verið tekin þegar í upphafi. Orð dómsmálaráðherra um að dómstólar skyldu hafa síðasta orðið í málinu, hafi nú fengið merkingu í reynd enda ljóst að hinn sérstaki saksóknari hefði fengið skýr skilaboð til framkvæmda. Ný ákæra lýtur m.a. að meintu auðgunarbroti í tengslum við kaup Baugs á 10/11 verslunum á árunum 1998-99, meintum ólögmætum lánveitingum til Gaums og skyldra aðila, meintum bókhaldsbrotum og meintum auðgunarbrotum í tengslum við rekstur skemmtibáts í Flórída. "Baugur Group hf. lýsir yfir vonbrigðum með að ákveðið hafi verið að halda málrekstri þessum áfram. Félagið hefur mátt þola mikið tjón af völdum langdreginnar rannsóknar, sem leiddi til þess eins að 32 ákæruliðum af 40 var vísað frá dómi og allir sakborningar sýknaðir af þeim 8 ákæruliðum, sem komu til dóms í Héraðsdómi Reykjavíkur 15. mars sl.," segir í yfirlýsingu sem Hreinn Loftsson, stjórnarformaður Baugs Group sendi fyrir hönd stjórnar fyrirtækisins í kvöld. Sakborningarnir, Jón Ásgeir Jóhannesson og Tryggvi Jónsson, hafa ákveðið að leita réttar síns fyrir Mannréttindadómstóli Evrópu í Strasbourg og njóta til þess stuðnings stjórnar Baugs Group hf.
Baugsmálið Fréttir Innlent Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Innlent Fleiri fréttir Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Sjá meira