Viðræður SFR og svæðisskrifstofa fatlaðra um kjör stuðningsfulltrúa hefjast aftur á morgun. Upp úr viðræðunum slitnaði fyrir nokkrum vikum en fram kemur á vef SFR að samningafundir hafa verið boðaðir á morgun og föstudag.
Stuðningsfulltrúar ætla að afhenda félagsmálaráðherra undirskriftalista á morgun þar sem farið er fram á kjarabætur.