Hæstiréttur dæmdi karlmann í dag til fimmtán mánaða óskilorðsbundinnar fangelsisvistar fyrir nauðgun. Dómurinn er nokkuð mildari en dómur Héraðsdóms Reykjavíkur sem dæmdi manninn í eins og hálfs árs fangelsi.
Maðurinn verður auk þess að greiða fórnarlambi sínu 700 þúsund krónur í skaðabætur.