Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson er ný borgarstjóri Reykjavíkur og Björn Ingi Hrafnsson nýr formaður borgarráðs samkvæmt samkomulagi sem Framsóknaflokkurinn og Sjálfstæðisflokkurinn gerðu í Reykjavík um meirihlutasamstarf. Þetta var tilkynnt fyrir stundu eftir fund framsóknarmanna og sjálfstæðismanna á heimili Vilhjálms í Breiðholti.
Vilhjálmur borgarstjóri og Björn Ingi formaður borgarráðs
