KR-konur unnu sinn annan leik í röð í Landsbankadeild kvenna þegar þeir unnu stórsigur á botnliði FH, 0-9 í Kaplakrika í dag. KR-liðið sem tapaði tveimur fyrstu leikjum sínum í mótinu hefur þar með unnið tvo leiki í röð, en FH-liðið hefur tapað öllum fjórum leikjum sínum með markatölunni 1-24. Olga Færseth skoraði þrennu fyrir KR-liðið í leiknum og þær Hólmfríður Magnúsdóttir og Katrín Ómarsdóttir skoruðu tvö mörk hvor. Öll mörk Olgu komu á síðasta hálftímanum í leiknum.
FH-KR 0-9 (0-5)
0-1 Katrín Ómarsdóttir (4. mínútu)
0-2 Valdís Rögnvaldsdóttir (8.)
0-3 Hólmfríður Magnúsdóttir (17.)
0-4 Hólmfríður Magnúsdóttir (23.)
0-5 Fjóla Dröfn Friðriksdóttir (40.)
0-6 Olga Færseth (60.)
0-7 Katrín Ómarsdóttir (65.)
0-8 Olga Færseth (81.)
0-9 Olga Færseth (90.+2)