Sjálfstæðisflokkurinn og Samherjar hafa ákveðið að halda áfram meirihlutasamstarfi um stjórn sveitarfélagsins Rangárþings eystra kjörtímabilið 2006-2010. Á kjörtímabilinu verður lögð áhersla á menntamál, málefni eldri borgara, umhverfismál, fjölskylduvænt samfélag, markaðssetningu sveitarfélagsins, atvinnumál, ábyrga fjármálastjórn, ferða- og samgöngumál.
Unnur Brá Konráðsdóttir Sjálfstæðisflokki verður sveitarstjóri, Ólafur Eggertsson Samherjum verður oddviti og Elvar Eyvindsson Sjálfstæðisflokki verður formaður Byggðaráðs.
Samkomulagið var undirritað á Breiðabólstað í Fljótshlíð á föstudagskvöld.