Sendifulltrúi SÞ gagnrýnir Ísraelsmenn 5. júlí 2006 22:14 MYND/AP Ísraelsher hefur verið fyrirskipað að herða á aðgerðum sínum á Gaza-svæðinu til að tryggja lausn hermanns þeirra sem er í haldi Palestínumanna og koma í veg fyrir árásir á ísraelskt landsvæði. Sendifulltrúi Sameinuðu þjóðanna á sjálfstjórnarsvæðum Palestínumanna gagnrýndi Ísraela harðlega á fundi Mannréttindanefndar samtakanna í Genf í dag. Ísrelsk stjórnvöld hafa í dag fyrirskipað her sínum að halda inn í íbúðarhverfi á Gaza-svæðinu til að afmarka öryggissvæði í norðri og þar með þrýsta á um lausn ísraelsks hermanns sem hefur verið í haldi herskárra Palestínumanna í tíu daga. Skriðdrekar og herbílar hafa farið inn á svæðið í allan dag. Heyra mátti sprengingar í Netiv Ha´asara ísraels megin við landamæri að norður hluta Gaza-svæðisins. Sjá mátti reyk stíga upp á Þar. Aðgerðir hersins í dag gætu bent til þess að Ísraelar væru reiðubúnir til að hertaka á ný hluta Gaza-svæðisins en aðeins er tæpt ár frá því her þeirra var fluttur þaðan og landtökubyggðir Gyðinga rýmdar. Sautján ára Palestínumaður sem grunaður var um að ætla að sprengja sig í loft upp var handtekinn við landtökubyggð Gyðinga á Vesturbakkanum í dag. Hann var með sprengjubelti um sig miðjan. Njósnir bárust af ferðum hans og var hann gripinn áður en hann gat látið til skarar skríða. Auk þessa voru tvær Palestínskra konur handteknar í áhlaupum í Betlehem og á Vesturbakkanum í dag. Ekki liggur fyrir hvers vegna þær voru teknar höndum. Ný mannréttindanefnd Sameinuðu þjóðanna hefur í dag setið á neyðarfundi um ástandið á Gaza í Genf í Sviss og meðal annars hlýtt á skýrslu Johns Dugard, sérlegs sendifulltrúa samtakanna á sjálfsstjórnarsvæðum Palestínumanna. Hann segir að með aðgerðum sínum á Gaza-svæðinu brjóti Ísraelar gegn öllum helstu hegðunarreglum alþjóðalaga. Ísraelar segja hins vegar nefndina horfa fram hjá því sem valdi þeim áhyggjum. Hjálparstofnanir á vegum Sameinuðu þjóðanna hafa varað við yfirvofandi neyðarástandi á svæðinu verði ekkert að gert. Matur og lyf séu af skornum skamti og rafmagns- og vatnslaust hafi verið á stóru svæði frá því aðgerðir Ísraelsmanna hófust fyrir rétt rúmri viku. Erlent Fréttir Mest lesið Frans páfi er látinn Erlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Innlent „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Innlent Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Erlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Fleiri fréttir Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard Sjá meira
Ísraelsher hefur verið fyrirskipað að herða á aðgerðum sínum á Gaza-svæðinu til að tryggja lausn hermanns þeirra sem er í haldi Palestínumanna og koma í veg fyrir árásir á ísraelskt landsvæði. Sendifulltrúi Sameinuðu þjóðanna á sjálfstjórnarsvæðum Palestínumanna gagnrýndi Ísraela harðlega á fundi Mannréttindanefndar samtakanna í Genf í dag. Ísrelsk stjórnvöld hafa í dag fyrirskipað her sínum að halda inn í íbúðarhverfi á Gaza-svæðinu til að afmarka öryggissvæði í norðri og þar með þrýsta á um lausn ísraelsks hermanns sem hefur verið í haldi herskárra Palestínumanna í tíu daga. Skriðdrekar og herbílar hafa farið inn á svæðið í allan dag. Heyra mátti sprengingar í Netiv Ha´asara ísraels megin við landamæri að norður hluta Gaza-svæðisins. Sjá mátti reyk stíga upp á Þar. Aðgerðir hersins í dag gætu bent til þess að Ísraelar væru reiðubúnir til að hertaka á ný hluta Gaza-svæðisins en aðeins er tæpt ár frá því her þeirra var fluttur þaðan og landtökubyggðir Gyðinga rýmdar. Sautján ára Palestínumaður sem grunaður var um að ætla að sprengja sig í loft upp var handtekinn við landtökubyggð Gyðinga á Vesturbakkanum í dag. Hann var með sprengjubelti um sig miðjan. Njósnir bárust af ferðum hans og var hann gripinn áður en hann gat látið til skarar skríða. Auk þessa voru tvær Palestínskra konur handteknar í áhlaupum í Betlehem og á Vesturbakkanum í dag. Ekki liggur fyrir hvers vegna þær voru teknar höndum. Ný mannréttindanefnd Sameinuðu þjóðanna hefur í dag setið á neyðarfundi um ástandið á Gaza í Genf í Sviss og meðal annars hlýtt á skýrslu Johns Dugard, sérlegs sendifulltrúa samtakanna á sjálfsstjórnarsvæðum Palestínumanna. Hann segir að með aðgerðum sínum á Gaza-svæðinu brjóti Ísraelar gegn öllum helstu hegðunarreglum alþjóðalaga. Ísraelar segja hins vegar nefndina horfa fram hjá því sem valdi þeim áhyggjum. Hjálparstofnanir á vegum Sameinuðu þjóðanna hafa varað við yfirvofandi neyðarástandi á svæðinu verði ekkert að gert. Matur og lyf séu af skornum skamti og rafmagns- og vatnslaust hafi verið á stóru svæði frá því aðgerðir Ísraelsmanna hófust fyrir rétt rúmri viku.
Erlent Fréttir Mest lesið Frans páfi er látinn Erlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Innlent „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Innlent Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Erlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Fleiri fréttir Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard Sjá meira