Rýmka á lög um stofnfrumurannsóknir 21. júlí 2006 19:00 Stofnfrumurannsóknir hafa verið stundaðar hér á landi í rúman áratug en lög sem gilda um þær koma í veg fyrir að íslenskir fósturvísar séu notaðir í slíkar rannsóknir. Það kann þó að breytast næsta vetur ef Alþingi samþykkir lagafrumvarp sem nú er í undirbúningi. Blóðbankinn, Krabbameinsfélag Íslands og læknadeild Háskóla Íslands eru meðal þeirra sem hafa stundað rannsóknir á stofnfrumum hérlendis. Mest megnis er notast við fullorðinsstofnvísa en einnig fósturvísa. Stofnfrumurannsóknir takmarkast þó af lögum um tæknifrjóvganir sem banna að íslenskir fósturvísar séu notaðir til rannsókna. "Það er í rauninni ekki bannað að rannsaka stofnfrumur," segir Sveinn Magnússon, skrifstofustjóri í heilbrigðisráðuneytinu sem stýrði störfum nefndar sem samdi drög að lagafrumvarpi um stofnfrumurannsóknir. "Vandinn er sá að þær fást bara eftir ákveðnum leiðum og það er það sem verið er að reyna að rýmka um með breyttri löggjöf." Eins og staðan er í dag eru stofnfrumurannsóknir leyfilegar hérlendis. Ræktun fósturvísa og notkun umframfósturvísa er bönnuð en heimilt að flytja fósturvísa inn erlendis frá og nota þá við rannsóknir. Ný lagasetning er í undirbúningi. Heimilt verður að nota umframfósturvísa frá tæknifrjóvgunum en gera má ráð fyrir að 100 til 200 umframfósturvísum sé eytt á ári hverju. Ræktun fósturvísa til rannsókna verður enn óheimil en einrækta má fósturvísa í undantekingatilfellum ef þeir geta nýst til lækninga eða til að auka þekkingu. Blátt bann verður þó lagt við að slíkum fósturvísum sé komið fyrir í legi kvenna. Rannsóknadeild Blóðbankans hefur unnið með blóðmyndandi stofnfrumur sem má nota til að hjálpa fólki sem á við alvarleg veikindi að stríða. Ólafur E. Sigurjónsson, forstöðumaður rannsókna og nýsköpunar hjá Blóðbankanum, varar fólk þó við að búast við of miklu af stofnfrumurannsóknum of snemma. "Ég held að stofnfrumurannsóknir komi í framtíðinni til með að hafa mikið vægi fyrir íslenskt heilbrigðiskerfi en eins og er er þetta náttúrulega bara þekkingarleit," segir Ólafur. "Við erum að reyna að skilja það sem ákveðnar frumur gera, hvernig þær starfa, hvernig þær virka. Ég held það sé mikilvægt að fólk átti sig á því að orðið stofnfruma er ekki gullið tækifæri til að lækna og leysa öll heilbrigðisvandamál." George W. Bush Bandaríkjaforseti beitti í vikunni neitunarvaldi sínu til að koma í veg fyrir að opinberu fé yrði veitt í stofnfrumurannsóknir. Forsetinn sagði að með notkun fósturvísa væri saklausum mannslífum fórnað og að slíku tæki hann ekki þátt í. Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, var gestur Lóu Aldísardóttur og Hallgríms Thorsteinssonar í Fréttavaktinni á NFS í dag. Hann sagði markmiðið með stofnfrumurannsóknum að koma í veg fyrir mannlegar þjáningar og gaf lítið fyrir rök Bandaríkjaforseta. "Þetta er sami forsetinn og hikar aldrei við að gefa tilskipanir um að henda sprengjum á þéttbýliskjarna þar sem býr saklaust fólk, og svo framvegis." Fréttir Heilbrigðismál Innlent Mest lesið Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Innlent Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Erlent Fleiri fréttir „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Sjá meira
Stofnfrumurannsóknir hafa verið stundaðar hér á landi í rúman áratug en lög sem gilda um þær koma í veg fyrir að íslenskir fósturvísar séu notaðir í slíkar rannsóknir. Það kann þó að breytast næsta vetur ef Alþingi samþykkir lagafrumvarp sem nú er í undirbúningi. Blóðbankinn, Krabbameinsfélag Íslands og læknadeild Háskóla Íslands eru meðal þeirra sem hafa stundað rannsóknir á stofnfrumum hérlendis. Mest megnis er notast við fullorðinsstofnvísa en einnig fósturvísa. Stofnfrumurannsóknir takmarkast þó af lögum um tæknifrjóvganir sem banna að íslenskir fósturvísar séu notaðir til rannsókna. "Það er í rauninni ekki bannað að rannsaka stofnfrumur," segir Sveinn Magnússon, skrifstofustjóri í heilbrigðisráðuneytinu sem stýrði störfum nefndar sem samdi drög að lagafrumvarpi um stofnfrumurannsóknir. "Vandinn er sá að þær fást bara eftir ákveðnum leiðum og það er það sem verið er að reyna að rýmka um með breyttri löggjöf." Eins og staðan er í dag eru stofnfrumurannsóknir leyfilegar hérlendis. Ræktun fósturvísa og notkun umframfósturvísa er bönnuð en heimilt að flytja fósturvísa inn erlendis frá og nota þá við rannsóknir. Ný lagasetning er í undirbúningi. Heimilt verður að nota umframfósturvísa frá tæknifrjóvgunum en gera má ráð fyrir að 100 til 200 umframfósturvísum sé eytt á ári hverju. Ræktun fósturvísa til rannsókna verður enn óheimil en einrækta má fósturvísa í undantekingatilfellum ef þeir geta nýst til lækninga eða til að auka þekkingu. Blátt bann verður þó lagt við að slíkum fósturvísum sé komið fyrir í legi kvenna. Rannsóknadeild Blóðbankans hefur unnið með blóðmyndandi stofnfrumur sem má nota til að hjálpa fólki sem á við alvarleg veikindi að stríða. Ólafur E. Sigurjónsson, forstöðumaður rannsókna og nýsköpunar hjá Blóðbankanum, varar fólk þó við að búast við of miklu af stofnfrumurannsóknum of snemma. "Ég held að stofnfrumurannsóknir komi í framtíðinni til með að hafa mikið vægi fyrir íslenskt heilbrigðiskerfi en eins og er er þetta náttúrulega bara þekkingarleit," segir Ólafur. "Við erum að reyna að skilja það sem ákveðnar frumur gera, hvernig þær starfa, hvernig þær virka. Ég held það sé mikilvægt að fólk átti sig á því að orðið stofnfruma er ekki gullið tækifæri til að lækna og leysa öll heilbrigðisvandamál." George W. Bush Bandaríkjaforseti beitti í vikunni neitunarvaldi sínu til að koma í veg fyrir að opinberu fé yrði veitt í stofnfrumurannsóknir. Forsetinn sagði að með notkun fósturvísa væri saklausum mannslífum fórnað og að slíku tæki hann ekki þátt í. Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, var gestur Lóu Aldísardóttur og Hallgríms Thorsteinssonar í Fréttavaktinni á NFS í dag. Hann sagði markmiðið með stofnfrumurannsóknum að koma í veg fyrir mannlegar þjáningar og gaf lítið fyrir rök Bandaríkjaforseta. "Þetta er sami forsetinn og hikar aldrei við að gefa tilskipanir um að henda sprengjum á þéttbýliskjarna þar sem býr saklaust fólk, og svo framvegis."
Fréttir Heilbrigðismál Innlent Mest lesið Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Innlent Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Erlent Fleiri fréttir „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Sjá meira