Deilt um Líbanon á fundi Öryggisráðsins 30. júlí 2006 19:30 Ísraelar kröfðust þess í dag að Hisbolla skæruliðar yrðu afvopnaðir algjörlega; fyrr væri ekki hægt að semja um vopnahlé. Sendiherra Ísraels lét þessi orð falla á skyndifundi Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna, sem Kofi Annan kallaði til nú síðdegis. Í nótt létu að minnsta kosti 60 óbreyttir borgarar lífið í loftárás Ísraela, þar af 37 börn. "Þetta er þjóðarmorð," hrópaði fólk þegar fréttamenn komu í þorpið Qana í morgun. Flestir þeirra sem dóu höfðu leitað sér skjóls í kjallara húss þegar sprengja skall á því. Sjúkraflutningamenn leituðu uppi þá sem höfðu særst og enn var hægt að bjarga. Ein kona sagðist hafa misst þrjú börn. Talið er að enn sé fólk grafið undir rústunum. Kona að nafni Rabab sagði við fréttamenn: "Þetta gerðist klukkan eitt um nótt. Börnin mín sváfu. Dóttir mín og sonur sváfu næst mér. Dóttir mín dó en manni mínum og syni var bjargað úr rústunum." Flugskeytum Ísraela rigndi yfir þorpið. Ísraelar segja að Hisbolla skæruliðar hafi endurtekið skotið flaugum inn í Ísrael úr þorpinu og því hafi þeir látið til skarar skríða. Dreifimiðum hafi verið varpað yfir þorpið og fólk þar hvatt til þess að fara burt. Fréttamenn sem komu á svæðið í morgun sögðust ekki hafa séð nein ummerki um skæruliða eða eldflaugavörpur. Sums staðar var fólk að grafa í rústunum með berum höndum í von um að finna ættingja og vini á lífi. Þorpið er í um 25 kílómetra frá landamærunum við Ísrael. Í um þriggja til fjögurra kílómetra fjarlægð frá landamærunum brutust út harðir bardagar í morgun milli landhers Ísraels og hesbolla. Ísraelar segja að hisbolla skæruliðar hafi skotið 47 katyusha flaugum inn í Ísrael í morgun, með þeim afleiðingum að tíu hafi særst. Ísraelar segjast hafa fellt að minnsta kosti 200 Hisbolla skæruliða í bardögum á landi - en líbanski Rauði krossinn segir að nú hafi fimm hundruð manns, að minnsta kosti, látið lífið í loftárásum. Mikil mótmæli hafa farið fram gegn stríðinu í Líbanon víða um heim. Í Beirút gekk fólk um götur og mótmælti loftárásum Ísraela og það sama gerðu Palestínumenn á herteknu svæðunum. Á fundi Öryggisráðsins nú síðdegis krafðist Kofi Annan framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna þess að stríðsaðilar legðu samstundis niður vopn. Á þeim sama fundi sagði sendiherra Ísraels að nauðsynlegt væri að afvopna Hisbolla, en þau ummæli bera merki um harðnandi afstöðu Ísraela, sem hingað til hafa ekki sett það sem skilyrði fyrir vopnahléi. Condolezza Rice utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sem er stödd í Ísrael, hefur ekki tekið undir kröfur um vopnahlé og ráðamenn í Líbanon sögðust ekkert hafa við hana að tala í dag. Hún fer því aftur til Washington á morgun. Í dag staðfesti skrifstofa Ehuds Olmerts forsætisráðherra Ísraels að hann hefði sagt Rice að Ísraelar þyrftu tíu til fjórtán daga til viðbótar til að ná markmiði sínum í Líbanon. Erlent Fréttir Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Innlent Kardínálarnir hittast til að skipuleggja útför Frans páfa Erlent Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst Innlent Greint frá dánarorsök páfans Erlent Fleiri fréttir Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Kardínálarnir hittast til að skipuleggja útför Frans páfa Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Sjá meira
Ísraelar kröfðust þess í dag að Hisbolla skæruliðar yrðu afvopnaðir algjörlega; fyrr væri ekki hægt að semja um vopnahlé. Sendiherra Ísraels lét þessi orð falla á skyndifundi Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna, sem Kofi Annan kallaði til nú síðdegis. Í nótt létu að minnsta kosti 60 óbreyttir borgarar lífið í loftárás Ísraela, þar af 37 börn. "Þetta er þjóðarmorð," hrópaði fólk þegar fréttamenn komu í þorpið Qana í morgun. Flestir þeirra sem dóu höfðu leitað sér skjóls í kjallara húss þegar sprengja skall á því. Sjúkraflutningamenn leituðu uppi þá sem höfðu særst og enn var hægt að bjarga. Ein kona sagðist hafa misst þrjú börn. Talið er að enn sé fólk grafið undir rústunum. Kona að nafni Rabab sagði við fréttamenn: "Þetta gerðist klukkan eitt um nótt. Börnin mín sváfu. Dóttir mín og sonur sváfu næst mér. Dóttir mín dó en manni mínum og syni var bjargað úr rústunum." Flugskeytum Ísraela rigndi yfir þorpið. Ísraelar segja að Hisbolla skæruliðar hafi endurtekið skotið flaugum inn í Ísrael úr þorpinu og því hafi þeir látið til skarar skríða. Dreifimiðum hafi verið varpað yfir þorpið og fólk þar hvatt til þess að fara burt. Fréttamenn sem komu á svæðið í morgun sögðust ekki hafa séð nein ummerki um skæruliða eða eldflaugavörpur. Sums staðar var fólk að grafa í rústunum með berum höndum í von um að finna ættingja og vini á lífi. Þorpið er í um 25 kílómetra frá landamærunum við Ísrael. Í um þriggja til fjögurra kílómetra fjarlægð frá landamærunum brutust út harðir bardagar í morgun milli landhers Ísraels og hesbolla. Ísraelar segja að hisbolla skæruliðar hafi skotið 47 katyusha flaugum inn í Ísrael í morgun, með þeim afleiðingum að tíu hafi særst. Ísraelar segjast hafa fellt að minnsta kosti 200 Hisbolla skæruliða í bardögum á landi - en líbanski Rauði krossinn segir að nú hafi fimm hundruð manns, að minnsta kosti, látið lífið í loftárásum. Mikil mótmæli hafa farið fram gegn stríðinu í Líbanon víða um heim. Í Beirút gekk fólk um götur og mótmælti loftárásum Ísraela og það sama gerðu Palestínumenn á herteknu svæðunum. Á fundi Öryggisráðsins nú síðdegis krafðist Kofi Annan framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna þess að stríðsaðilar legðu samstundis niður vopn. Á þeim sama fundi sagði sendiherra Ísraels að nauðsynlegt væri að afvopna Hisbolla, en þau ummæli bera merki um harðnandi afstöðu Ísraela, sem hingað til hafa ekki sett það sem skilyrði fyrir vopnahléi. Condolezza Rice utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sem er stödd í Ísrael, hefur ekki tekið undir kröfur um vopnahlé og ráðamenn í Líbanon sögðust ekkert hafa við hana að tala í dag. Hún fer því aftur til Washington á morgun. Í dag staðfesti skrifstofa Ehuds Olmerts forsætisráðherra Ísraels að hann hefði sagt Rice að Ísraelar þyrftu tíu til fjórtán daga til viðbótar til að ná markmiði sínum í Líbanon.
Erlent Fréttir Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Innlent Kardínálarnir hittast til að skipuleggja útför Frans páfa Erlent Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst Innlent Greint frá dánarorsök páfans Erlent Fleiri fréttir Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Kardínálarnir hittast til að skipuleggja útför Frans páfa Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Sjá meira
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent